Telur mjög litlar líkur á að gjósi í sjálfri Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2023 15:00 Magnús Tumi í miðstöð erlendra fjölmiðla sem komið hefur verið upp í Hafnarfirði. Vísir/ArnarHalldórs Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir mjög litlar líkur á því að það gjósi í eða við Grindavík. Líklegt verði að telja að annað gos verði á svæðinu þar sem eldgos hófst á mánudagskvöld og lauk í morgun. Magnús Tumi var meðal þeirra sem flutti erindi á fámennum upplýsingafundi fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði í morgun. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Magnús Tuma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það lítur úr fyrir það að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun. Kristín Jónsdóttir (náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands) var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gýgunum. Það passar við það sem vefmyndavélarnar voru að sýna í morgun. Það er að sjá að þetta sé búið í bili,“ segir Magnús Tumi. Hann var spurður út í líkur á því að eldgos verði á ný. „Við verðum að telja líklegt að það verði annað gos á svæðinu. Ef við horfum til sögunnar hefur komið þokkalegt hraun upp úr þessum sprungum þegar gýs,“ segir Magnús Tumi. Hann ber gosið nú saman við eldgosin í Fagradalsfjalli og nágrenni. „Núna er komið svona tíu prósent af því sem kom upp í Fagradalsfjalli. Það er ekkert ólíklegt að það endurtaki sig sú atburðarás sem við höfum séð. Tímaskalinn á því er ekki ljós.“ Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.Vísir/RAX Grindvíkingar og landsmenn velta margir fyrir sér hættunni á því að það gjósi hreinlega í bænum sjálfum. Suðurendi sprungunnar er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Grindavík. „Það er ekki hægt að útiloka að það gjósi meira á suðurhluta sprungunnar. Það er einn möguleiki,“ segir Magnús Tumi og rýnir í söguna. Íslaust hafi verið á svæðinu í 15-20 þúsund ár. Útjaðar Grindavíkur og eldgosið í fyrrakvöld.Vísir/Vilhelm „Það sýnir sig að gossprungur á skaganum ná aldrei út í sjó, nema á tánni - alveg vestast. Það er engin gossprunga sem nær inn í Grindavík á þessum 15-20 þúsund árum svo vitað sé. Það er líklegt að ef gýs nær bænum þá verði það eitthvað aðeins nær. Ég held við eigum að vinna út frá því að það sé líklegast og horfa á hvernig eigi að bregðast við með varnargörðum og annað. Horfa á það út frá því að það séu mjög litlar líkur á því.“ Hann var spurður hvort stuttur líftími gossins hefði komið honum á óvart. „Já og nei. Þetta er bara svona. Heklugosið 1947 fór af stað með gríðarlegum krafti og hékk uppi í þrettán mánuði. Heklugosið 1980 fór líka af stað með miklum krafti en lauk á þremur dögum. Það er engin ein regla. Sum Kröflugosin voru mjög stutt. Þetta er alls ekkert óeðlileg hegðun. Við vitum ekkert fyrir fram. Við getum spáð alls konar hlutum. Það er best að setja upp sviðsmyndir, meta líkur á þeim, en að spá hvenær þetta verður lokið er kannski skemmtilegur leikur en hefur ekki mikla praktíska þýðingu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Magnús Tumi var meðal þeirra sem flutti erindi á fámennum upplýsingafundi fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði í morgun. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Magnús Tuma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það lítur úr fyrir það að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun. Kristín Jónsdóttir (náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands) var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gýgunum. Það passar við það sem vefmyndavélarnar voru að sýna í morgun. Það er að sjá að þetta sé búið í bili,“ segir Magnús Tumi. Hann var spurður út í líkur á því að eldgos verði á ný. „Við verðum að telja líklegt að það verði annað gos á svæðinu. Ef við horfum til sögunnar hefur komið þokkalegt hraun upp úr þessum sprungum þegar gýs,“ segir Magnús Tumi. Hann ber gosið nú saman við eldgosin í Fagradalsfjalli og nágrenni. „Núna er komið svona tíu prósent af því sem kom upp í Fagradalsfjalli. Það er ekkert ólíklegt að það endurtaki sig sú atburðarás sem við höfum séð. Tímaskalinn á því er ekki ljós.“ Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.Vísir/RAX Grindvíkingar og landsmenn velta margir fyrir sér hættunni á því að það gjósi hreinlega í bænum sjálfum. Suðurendi sprungunnar er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Grindavík. „Það er ekki hægt að útiloka að það gjósi meira á suðurhluta sprungunnar. Það er einn möguleiki,“ segir Magnús Tumi og rýnir í söguna. Íslaust hafi verið á svæðinu í 15-20 þúsund ár. Útjaðar Grindavíkur og eldgosið í fyrrakvöld.Vísir/Vilhelm „Það sýnir sig að gossprungur á skaganum ná aldrei út í sjó, nema á tánni - alveg vestast. Það er engin gossprunga sem nær inn í Grindavík á þessum 15-20 þúsund árum svo vitað sé. Það er líklegt að ef gýs nær bænum þá verði það eitthvað aðeins nær. Ég held við eigum að vinna út frá því að það sé líklegast og horfa á hvernig eigi að bregðast við með varnargörðum og annað. Horfa á það út frá því að það séu mjög litlar líkur á því.“ Hann var spurður hvort stuttur líftími gossins hefði komið honum á óvart. „Já og nei. Þetta er bara svona. Heklugosið 1947 fór af stað með gríðarlegum krafti og hékk uppi í þrettán mánuði. Heklugosið 1980 fór líka af stað með miklum krafti en lauk á þremur dögum. Það er engin ein regla. Sum Kröflugosin voru mjög stutt. Þetta er alls ekkert óeðlileg hegðun. Við vitum ekkert fyrir fram. Við getum spáð alls konar hlutum. Það er best að setja upp sviðsmyndir, meta líkur á þeim, en að spá hvenær þetta verður lokið er kannski skemmtilegur leikur en hefur ekki mikla praktíska þýðingu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?