Orð ársins er skortur Ingólfur Bender skrifar 29. desember 2023 11:30 Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli í takt við þarfir atvinnulífsins hefur einkennt árið 2023. Vandinn hefur komið fram í minni vaxtargetu hagkerfisins, efnahagslegu ójafnvægi, verðbólgu, háum vöxtum og minni kaupmætti launa. Því má segja að skortur sé orð ársins 2023. Vandinn er heimatilbúinn og orsökina má rekja til þess að framboð hefur ekki fylgt vaxandi þörf á sviði húsnæðis-, orku- og menntamála. Mikilvægt er að stjórnvöld og samfélagið allt nýti árið 2024 til að leysa úr þessum vandamálum og tryggja þannig grundvöll stöðugleika og áframhaldandi verðmætasköpunar heimilum og fyrirtækjum til heilla. Skortur á íbúðarhúsnæði hefur verið áberandi vandamál hér á landi á síðustu árum. Fólksfjölgun í landinu hefur verið hröð og langt umfram fjölgun íbúða sem leitt hefur af sér skort á íbúðum. Fólksfjölgunin hér á landi hefur verið mun meiri en sést hefur í nálægum ríkjum og verkefnið því mun stærra hér en víða annarsstaðar. Íbúðaskorturinn hefur leitt til hærra verðs íbúða og komið fram í mikilli verðbólgu sem Seðlabankinn hefur brugðist við með hækkun vaxta og hertum reglum í skilmálum greiðslumats. Hefur þetta gert landsmönnum erfiðara fyrir að ná að mæta þeirri grunnþörf sem húsnæði er. Skortur á lóðum hefur verið einn megin áhrifaþáttur þessarar þróunar á íbúðamarkaði. Það er staðreynd þrátt fyrir að landið teljist vera langt í frá þéttbýlt í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga og vaxtahækkanir undanfarið, sem hafa verið afleiðingar þessa skorts að stórum hluta, hafa valdið því að enn frekar hægir á íbúðauppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Skortur er á raforku hér á landi. Framboð raforku hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu árum á sama tíma og eftirspurn hefur farið vaxandi. Skortur á raforku hefur þegar leitt til tapaðra tækifæra í iðnaði og atvinnuuppbyggingu um land allt á síðustu árum. Rjúfa þarf áralanga kyrrstöðu í orkuöflun til að mæta raforkuþörf vegna orkuskipta á Íslandi og nýjum tækifærum í fjölbreyttum iðnaði. Skortur hefur verið á viðhaldi og uppbyggingu í flutningskerfi raforku í þágu orkuöryggis, bættrar orkunýtingar og aðgengis að raforku um land allt. Við þessu þarf að bregðast hratt. Það hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðum á íslenskum vinnumarkaði á síðustu árum. Mikil og aukin aðsókn hefur verið í iðnnám en skortur iðnskólanna á fjármagni og viðeigandi húsnæði hefur valdið því að 600-1.000 nemendum hefur verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn. Á sama tíma hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðu starfsfólki meðal íslenskra iðnfyrirtækja og raunar heilt yfir á íslenskum vinnumarkaði. Mikilli eftirspurn hefur verið mætt með innflutningi vinnuafls að stórum hluta. En það hefur ekki nægt til. Svipuð staða hefur verið í STEAM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði, listir, stærðfræði) þar sem vaxandi eftirspurn hefur að stórum hluta verið knúin áfram af hröðum vexti í útflutningi hugverkaiðnaðar á síðustu árum. Íslenskt menntakerfi hefur ekki náð að svara kalli atvinnulífsins en skortur er á fólki með menntun í STEAM-greinum. Þannig er Ísland í 87. sæti hvað varðar útskrifaða úr STEAM-greinum á háskólastigi á Global Innovation Index árið 2023. Ljóst er að skortur á vinnuafli hefur verið dragbítur á vöxt iðnaðarins síðustu ár og tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar greinarinnar hefur verið fórnað vegna þess að framboð vinnuafls með rétta færni og menntun hefur ekki verið nægjanlegt. Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli sem mætir fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja í landinu er áskorun sem Ísland stendur frammi fyrir núnaþegar árið2024 gengur í garð. Stjórnvöld hafa tækifæri til að leysa farsællega úr þessum málum þannig að fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja landsins sé mætt og tækifærin til vaxtar og aukinnar velsældar nýtt hér á landi. Til að leysa þennan vanda þarf samstillt átak þeirra sem að hagstjórninni koma. Ef vel tekst til verður uppskeran aukinn stöðugleiki – lægri verðbólga og vextir – sem er grundvöllur framleiðnivaxtar og aukins kaupmáttar. Gerum stöðugleika að orði ársins 2024. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Húsnæðismál Orkumál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Sjá meira
Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli í takt við þarfir atvinnulífsins hefur einkennt árið 2023. Vandinn hefur komið fram í minni vaxtargetu hagkerfisins, efnahagslegu ójafnvægi, verðbólgu, háum vöxtum og minni kaupmætti launa. Því má segja að skortur sé orð ársins 2023. Vandinn er heimatilbúinn og orsökina má rekja til þess að framboð hefur ekki fylgt vaxandi þörf á sviði húsnæðis-, orku- og menntamála. Mikilvægt er að stjórnvöld og samfélagið allt nýti árið 2024 til að leysa úr þessum vandamálum og tryggja þannig grundvöll stöðugleika og áframhaldandi verðmætasköpunar heimilum og fyrirtækjum til heilla. Skortur á íbúðarhúsnæði hefur verið áberandi vandamál hér á landi á síðustu árum. Fólksfjölgun í landinu hefur verið hröð og langt umfram fjölgun íbúða sem leitt hefur af sér skort á íbúðum. Fólksfjölgunin hér á landi hefur verið mun meiri en sést hefur í nálægum ríkjum og verkefnið því mun stærra hér en víða annarsstaðar. Íbúðaskorturinn hefur leitt til hærra verðs íbúða og komið fram í mikilli verðbólgu sem Seðlabankinn hefur brugðist við með hækkun vaxta og hertum reglum í skilmálum greiðslumats. Hefur þetta gert landsmönnum erfiðara fyrir að ná að mæta þeirri grunnþörf sem húsnæði er. Skortur á lóðum hefur verið einn megin áhrifaþáttur þessarar þróunar á íbúðamarkaði. Það er staðreynd þrátt fyrir að landið teljist vera langt í frá þéttbýlt í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga og vaxtahækkanir undanfarið, sem hafa verið afleiðingar þessa skorts að stórum hluta, hafa valdið því að enn frekar hægir á íbúðauppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Skortur er á raforku hér á landi. Framboð raforku hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu árum á sama tíma og eftirspurn hefur farið vaxandi. Skortur á raforku hefur þegar leitt til tapaðra tækifæra í iðnaði og atvinnuuppbyggingu um land allt á síðustu árum. Rjúfa þarf áralanga kyrrstöðu í orkuöflun til að mæta raforkuþörf vegna orkuskipta á Íslandi og nýjum tækifærum í fjölbreyttum iðnaði. Skortur hefur verið á viðhaldi og uppbyggingu í flutningskerfi raforku í þágu orkuöryggis, bættrar orkunýtingar og aðgengis að raforku um land allt. Við þessu þarf að bregðast hratt. Það hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðum á íslenskum vinnumarkaði á síðustu árum. Mikil og aukin aðsókn hefur verið í iðnnám en skortur iðnskólanna á fjármagni og viðeigandi húsnæði hefur valdið því að 600-1.000 nemendum hefur verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn. Á sama tíma hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðu starfsfólki meðal íslenskra iðnfyrirtækja og raunar heilt yfir á íslenskum vinnumarkaði. Mikilli eftirspurn hefur verið mætt með innflutningi vinnuafls að stórum hluta. En það hefur ekki nægt til. Svipuð staða hefur verið í STEAM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði, listir, stærðfræði) þar sem vaxandi eftirspurn hefur að stórum hluta verið knúin áfram af hröðum vexti í útflutningi hugverkaiðnaðar á síðustu árum. Íslenskt menntakerfi hefur ekki náð að svara kalli atvinnulífsins en skortur er á fólki með menntun í STEAM-greinum. Þannig er Ísland í 87. sæti hvað varðar útskrifaða úr STEAM-greinum á háskólastigi á Global Innovation Index árið 2023. Ljóst er að skortur á vinnuafli hefur verið dragbítur á vöxt iðnaðarins síðustu ár og tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar greinarinnar hefur verið fórnað vegna þess að framboð vinnuafls með rétta færni og menntun hefur ekki verið nægjanlegt. Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli sem mætir fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja í landinu er áskorun sem Ísland stendur frammi fyrir núnaþegar árið2024 gengur í garð. Stjórnvöld hafa tækifæri til að leysa farsællega úr þessum málum þannig að fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja landsins sé mætt og tækifærin til vaxtar og aukinnar velsældar nýtt hér á landi. Til að leysa þennan vanda þarf samstillt átak þeirra sem að hagstjórninni koma. Ef vel tekst til verður uppskeran aukinn stöðugleiki – lægri verðbólga og vextir – sem er grundvöllur framleiðnivaxtar og aukins kaupmáttar. Gerum stöðugleika að orði ársins 2024. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun