Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 07:50 Luke Littler fagnar sigri í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Getty/Tom Dulat Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. Littler vann öruggan 6-2 sigur á Rob Cross í undanúrslitaleiknum sínum og mætir Luke Humphries í úrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 20.00. Littler er enn bara sextán ára gamall og er því rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður. Fyrir mótið í ár var Kirk Shepherd sá yngsti til að komast í úrslitaleikinn á HM en hann var 21 árs og 88 daga gamall þegar hann spilaði til úrslita árið 2008. 16 year old darts sensation Luke Littler takes on Luke Humphries in the final of the PDC World Championship.He told #BBCBreakfast it's 'crazy' to be in the final https://t.co/T8budMXdat pic.twitter.com/e7uZKf3liM— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 3, 2024 Littler verður 16 ára og 346 daga gamall þegar hann keppir í Ally Pally í kvöld. Strákurinn er þegar búinn að vinna sér inn tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé en það jafngildir tæpum 35 milljónum króna. „Það er klikkað að hugsa til þess að ég sé í úrslitaleiknum á mínu fyrsta heimsmeistaramóti,“ sagði Luke Littler við Sky Sports eftir leikinn. „Ég hefði verið ánægður með það að vinna bara einn leik og núna get ég farið alla leið. Þetta er ekki auðvelt. Ég var að spila við Rob sem varð heimsmeistari á sínu fyrsta móti. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Littler. Aðspurður um undirbúning sinn fyrir úrslitaleikinn í kvöld þá svaraði strákurinn: „Ég held áfram að gera það sem ég hef verið að gera. Ég mun fá mér osta og skinku ommelettu í morgunmat, mæti síðan hingað, fæ mér pizzu og byrja síðan að hita upp. Þannig hefur þetta verið allan tímann,“ sagði Littler. Luke Humphries vann sinn undanúrslitaleik 6-0 og með því að komast í úrslitaleikinn þá tryggði hann sér fyrsta sætið á heimslistanum. Hann verður því örugglega erfiðasti mótherji Littler á þessu heimsmeistaramóti. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Pílukast Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Sjá meira
Littler vann öruggan 6-2 sigur á Rob Cross í undanúrslitaleiknum sínum og mætir Luke Humphries í úrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 20.00. Littler er enn bara sextán ára gamall og er því rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður. Fyrir mótið í ár var Kirk Shepherd sá yngsti til að komast í úrslitaleikinn á HM en hann var 21 árs og 88 daga gamall þegar hann spilaði til úrslita árið 2008. 16 year old darts sensation Luke Littler takes on Luke Humphries in the final of the PDC World Championship.He told #BBCBreakfast it's 'crazy' to be in the final https://t.co/T8budMXdat pic.twitter.com/e7uZKf3liM— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 3, 2024 Littler verður 16 ára og 346 daga gamall þegar hann keppir í Ally Pally í kvöld. Strákurinn er þegar búinn að vinna sér inn tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé en það jafngildir tæpum 35 milljónum króna. „Það er klikkað að hugsa til þess að ég sé í úrslitaleiknum á mínu fyrsta heimsmeistaramóti,“ sagði Luke Littler við Sky Sports eftir leikinn. „Ég hefði verið ánægður með það að vinna bara einn leik og núna get ég farið alla leið. Þetta er ekki auðvelt. Ég var að spila við Rob sem varð heimsmeistari á sínu fyrsta móti. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Littler. Aðspurður um undirbúning sinn fyrir úrslitaleikinn í kvöld þá svaraði strákurinn: „Ég held áfram að gera það sem ég hef verið að gera. Ég mun fá mér osta og skinku ommelettu í morgunmat, mæti síðan hingað, fæ mér pizzu og byrja síðan að hita upp. Þannig hefur þetta verið allan tímann,“ sagði Littler. Luke Humphries vann sinn undanúrslitaleik 6-0 og með því að komast í úrslitaleikinn þá tryggði hann sér fyrsta sætið á heimslistanum. Hann verður því örugglega erfiðasti mótherji Littler á þessu heimsmeistaramóti. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Pílukast Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Sjá meira