CrossFit krakkarnir fá allan hagnaðinn af sölu „Þeir fiska sem róa“ bolanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2024 14:00 Bergrós Björnsdóttir og Tindur Eliasen ætla sér stóra hluti í framtíðinni og fá bæði dýmæta reynslu í Miami í þessum mánuði. @hybrd.is Bergrós Björnsdóttir og Tindur Eliasen eru bæði á leiðinni til Miami í Bandaríkjunum seinna í þessum mánuði til að keppa á stóru CrossFit móti. Þau munu þar bæði keppa á Wodapalooza mótinu eftir að hafa unnið sér þátttökurétt á einu af stærsta CrossFit móti ársins í gegnum sérstaka undankeppni hennar. Wodapalooza mótið fer fram frá 11. til 14. janúar næstkomandi. Það kostar sitt að keppa í móti sem þessu enda ferðalagið til og upphaldið á Flórída ekki ódýrt. Bergrós og Tindur hafa nú fengið góðan byr í seglin eftir að Hybrd.is ákvað að styrkja þau bæði. Fyrirtækið hefur hannað sérmerkta „Þeir fiska sem róa“ boli fyrir þau og allur hagnaðurinn af sölu þeirra rennur til krakanna og þjálfara þeirra í keppnisferðinni. Það er hægt að kaupa bolina hér. Bergrós og Tindur áttu fyrst að keppa í unglingaflokknum en Bergrós þáði það hins vegar að keppa í flokki fullorðinna þegar hún fékk boð um það fyrir stuttu. Hún var aðeins tveimur sætum frá því að tryggja sér sætið í aðalkeppni kvenna þegar hún tók þátt í undankeppninni. Wodapalooza hafði hins vegar samband og bauð henni að koma inn eftir að aðrir keppendur forfölluðust. Þetta verður því í fyrsta sinn sem Bergrós fær tækifæri til að keppa við bestu CrossFit konur heims. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á heimsleikunum síðasta haust og fær annað tækifæri til að keppa í flokki sextán til sautján ára á þessu ári. Reynslan af því að keppa við þær bestu mun örugglega nýtast henni vel á komandi tímabili. View this post on Instagram A post shared by Hybrd (@hybrd.is) CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Þau munu þar bæði keppa á Wodapalooza mótinu eftir að hafa unnið sér þátttökurétt á einu af stærsta CrossFit móti ársins í gegnum sérstaka undankeppni hennar. Wodapalooza mótið fer fram frá 11. til 14. janúar næstkomandi. Það kostar sitt að keppa í móti sem þessu enda ferðalagið til og upphaldið á Flórída ekki ódýrt. Bergrós og Tindur hafa nú fengið góðan byr í seglin eftir að Hybrd.is ákvað að styrkja þau bæði. Fyrirtækið hefur hannað sérmerkta „Þeir fiska sem róa“ boli fyrir þau og allur hagnaðurinn af sölu þeirra rennur til krakanna og þjálfara þeirra í keppnisferðinni. Það er hægt að kaupa bolina hér. Bergrós og Tindur áttu fyrst að keppa í unglingaflokknum en Bergrós þáði það hins vegar að keppa í flokki fullorðinna þegar hún fékk boð um það fyrir stuttu. Hún var aðeins tveimur sætum frá því að tryggja sér sætið í aðalkeppni kvenna þegar hún tók þátt í undankeppninni. Wodapalooza hafði hins vegar samband og bauð henni að koma inn eftir að aðrir keppendur forfölluðust. Þetta verður því í fyrsta sinn sem Bergrós fær tækifæri til að keppa við bestu CrossFit konur heims. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á heimsleikunum síðasta haust og fær annað tækifæri til að keppa í flokki sextán til sautján ára á þessu ári. Reynslan af því að keppa við þær bestu mun örugglega nýtast henni vel á komandi tímabili. View this post on Instagram A post shared by Hybrd (@hybrd.is)
CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira