Unglingur hótaði hópi með hnífi Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 07:25 Nokkuð margir fengu að gista á Hverfisgötunni í nótt. Þá kom hundur í stutta heimsókn á lögreglustöðina. Vísir/Vilhelm Talverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Meðal annars var tilkynnt um hóp ungmenna þar sem einn af hópnum hafði ógnað öðrum hópi ungmenna með hnífi í Kópavogi. Ungmennin voru á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Lögregla afgreiddi málið á staðnum þar sem hnífur var haldlagður og tilkynning send á barnaverndarnefnd. Frá þessu segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir nóttina. Þar segir einnig frá manni sem haldið hafði verið niðri af dyravörðum í miðborginni. Hann hafi, að sögn dyravarða, átt að hafa skallað mann inni á skemmtistað og bitið dyravörð í framhaldi af því. Dyravörðurinn hafi sýnt lögregluþjónum áverka, sem stemmdi við lýsinguna. Ekki hæfur til að vera meðal almennings Í dagbókinni segir að fimm manns gisti fangaklefa eftir gærkvöldið og nóttina. Talsvert hafi verið um að lögregla aðstoðaði ölvað og ósjálfbjarga fólk til síns heima. Tilkynnt hafi verið um slys vegna ölvunar í húsnæði í Reykjavík. Þegar tilkynnandi hafi ætlað að aðstoða hinn slasaða hafi hann brjálast og sig líklegan til þess að ráðast á þá sem ætluðu að aðstoða hann. Hann hafi náð að ráðast á einn rétt áður en lögregla kom á vettvang. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa. Þá hafi verið tilkynnt um æstan mann á fögnuði í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem þjónustar Kópavog og Garðabæ. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn reynst mjög ölvaður og ekki í ástandi til að vera meðal almennings. Hann hafi streist á móti lögreglu við handtöku og sparkað og hrækt í áttina til lögreglu. Hundur í óskilum vakti kátínu lögreglumanna Loks segir af afskiptum lögreglu af skemmtilegri borgara en ölvuðum mönnum í miðbænum. Tveir góðborgarar hafi komið með hund án ólar á lögreglugötuna á Hverfisgötu. Þeir hafi sagst hafa bankað upp á nærliggjandi hús, þar sem þeir fundu hundinn, en enginn kannast við að eiga hann. Blaðamaður ók fram hjá fallegum lausum hundi á Sölvhólsgötu skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi og því má gera ráð fyrir því að hundurinn hafi fundist á þeim slóðum. Í dagbókinni segir að eftir að góðborgararnir höfðu auglýst á samfélagsmiðlum að hundurinn væri hjá lögreglu hafi umráðamaður hundsins gefið sig fram og sótt hundinn. Hundurinn hafi reynst vera í pössun og óvart sloppið út nærri þeim stað sem hann fannst. „Hundurinn lét vel af sinni stuttu veru hjá lögreglu þar sem hann vakti lukku vakthafandi lögreglumanna.“ Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hundar Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Frá þessu segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir nóttina. Þar segir einnig frá manni sem haldið hafði verið niðri af dyravörðum í miðborginni. Hann hafi, að sögn dyravarða, átt að hafa skallað mann inni á skemmtistað og bitið dyravörð í framhaldi af því. Dyravörðurinn hafi sýnt lögregluþjónum áverka, sem stemmdi við lýsinguna. Ekki hæfur til að vera meðal almennings Í dagbókinni segir að fimm manns gisti fangaklefa eftir gærkvöldið og nóttina. Talsvert hafi verið um að lögregla aðstoðaði ölvað og ósjálfbjarga fólk til síns heima. Tilkynnt hafi verið um slys vegna ölvunar í húsnæði í Reykjavík. Þegar tilkynnandi hafi ætlað að aðstoða hinn slasaða hafi hann brjálast og sig líklegan til þess að ráðast á þá sem ætluðu að aðstoða hann. Hann hafi náð að ráðast á einn rétt áður en lögregla kom á vettvang. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa. Þá hafi verið tilkynnt um æstan mann á fögnuði í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem þjónustar Kópavog og Garðabæ. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn reynst mjög ölvaður og ekki í ástandi til að vera meðal almennings. Hann hafi streist á móti lögreglu við handtöku og sparkað og hrækt í áttina til lögreglu. Hundur í óskilum vakti kátínu lögreglumanna Loks segir af afskiptum lögreglu af skemmtilegri borgara en ölvuðum mönnum í miðbænum. Tveir góðborgarar hafi komið með hund án ólar á lögreglugötuna á Hverfisgötu. Þeir hafi sagst hafa bankað upp á nærliggjandi hús, þar sem þeir fundu hundinn, en enginn kannast við að eiga hann. Blaðamaður ók fram hjá fallegum lausum hundi á Sölvhólsgötu skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi og því má gera ráð fyrir því að hundurinn hafi fundist á þeim slóðum. Í dagbókinni segir að eftir að góðborgararnir höfðu auglýst á samfélagsmiðlum að hundurinn væri hjá lögreglu hafi umráðamaður hundsins gefið sig fram og sótt hundinn. Hundurinn hafi reynst vera í pössun og óvart sloppið út nærri þeim stað sem hann fannst. „Hundurinn lét vel af sinni stuttu veru hjá lögreglu þar sem hann vakti lukku vakthafandi lögreglumanna.“
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hundar Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira