Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 06:37 Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir aðstæður í Grindavík ekki nógu öruggar til að senda þangað fólk. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. „Við vitum að við vitum ekki neitt. Þrátt fyrir að hægt hafi á sprungunni núna vitum við að það gæti verið tímabundið. En í myrkrinu virðist það vera þannig,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Innt eftir því hvort enn sé talinn möguleiki á að fleiri gossprungur opnist inni í bænum segir Hjördís möguleikann enn vera til staðar. „Mögulega er betra fyrir vísindafólkið okkar að svara því en það er þannig að bærinn er enn talinn of hættulegur til að vera í og við getum ekki svarað þessu fyrr en birtir og við erum komin með betri yfirsýn yfir aðstæður,“ segir hún. Hún segir vinnu við varnargarðana hafa haldið áfram í nótt með þeim tækjum sem bjargað var í gær og sú vinna muni halda áfram. Þá verður flogið yfir gosstöðvarnar eftir birtingu til að taka stöðuna. „Vinnan heldur áfram og tilgangurinn og markmiðið er að hraun renni ekki niður til Grindavíkur. Svo þurfum við bara að bíða þar til birtir og við heyrum í þeim sem eru að vinna þarna til að vita hvernig gengur,“ segir Hjördís. Umræða kviknaði á samfélagsmiðlum í gær um hvort ekki væri hægt að reyna að bjarga byggðinni með því að kæla hraunið. Slík aðferð var notuð í Heimaeyjargosinu árið 1973 þegar miklu magni af sjó var dælt úr höfninni og sprautað á hraunjaðarinn. „Að sjálfsögðu allt sem kemur til umræðu og allt sem við höfum verið að skoða síðustu ár en bærinn þykir ekki öruggur og því getum við ekki sett fólk inn í bæinn til að stoppa hraunrennsli eins og mögulega væri hægt að gera með því að kæla hraun. Bærinn sjálfur er ótryggur og því er það eitthvað sem þarf að skoða þegar dagurinn hefst. Að senda fólk inn í bæinn núna er ekki eitthvað sem við munum gera þar til við vitum að það er öruggt.“ Hjördís segir þetta sama gilda um björgun gæludýra og búfénaðar, sem situr fastur innan bæjarmarkanna. Ekki teljist öruggt að senda fólk inn í bæinn til að koma skepnunum til bjargar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
„Við vitum að við vitum ekki neitt. Þrátt fyrir að hægt hafi á sprungunni núna vitum við að það gæti verið tímabundið. En í myrkrinu virðist það vera þannig,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Innt eftir því hvort enn sé talinn möguleiki á að fleiri gossprungur opnist inni í bænum segir Hjördís möguleikann enn vera til staðar. „Mögulega er betra fyrir vísindafólkið okkar að svara því en það er þannig að bærinn er enn talinn of hættulegur til að vera í og við getum ekki svarað þessu fyrr en birtir og við erum komin með betri yfirsýn yfir aðstæður,“ segir hún. Hún segir vinnu við varnargarðana hafa haldið áfram í nótt með þeim tækjum sem bjargað var í gær og sú vinna muni halda áfram. Þá verður flogið yfir gosstöðvarnar eftir birtingu til að taka stöðuna. „Vinnan heldur áfram og tilgangurinn og markmiðið er að hraun renni ekki niður til Grindavíkur. Svo þurfum við bara að bíða þar til birtir og við heyrum í þeim sem eru að vinna þarna til að vita hvernig gengur,“ segir Hjördís. Umræða kviknaði á samfélagsmiðlum í gær um hvort ekki væri hægt að reyna að bjarga byggðinni með því að kæla hraunið. Slík aðferð var notuð í Heimaeyjargosinu árið 1973 þegar miklu magni af sjó var dælt úr höfninni og sprautað á hraunjaðarinn. „Að sjálfsögðu allt sem kemur til umræðu og allt sem við höfum verið að skoða síðustu ár en bærinn þykir ekki öruggur og því getum við ekki sett fólk inn í bæinn til að stoppa hraunrennsli eins og mögulega væri hægt að gera með því að kæla hraun. Bærinn sjálfur er ótryggur og því er það eitthvað sem þarf að skoða þegar dagurinn hefst. Að senda fólk inn í bæinn núna er ekki eitthvað sem við munum gera þar til við vitum að það er öruggt.“ Hjördís segir þetta sama gilda um björgun gæludýra og búfénaðar, sem situr fastur innan bæjarmarkanna. Ekki teljist öruggt að senda fólk inn í bæinn til að koma skepnunum til bjargar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17
Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30
Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09