„Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2024 14:33 Einar Þorsteinsson segir samskipti við mótmælendur á Austurvelli hafa verið góð og þeir hafi haft fullan skilning á því að breyta þyrfti afnotaleyfinu. Vísir/Ívar Fannar Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. „Fyrir það fyrsta þá veitir borgin ekki leyfi til mótmæla. Sá réttur er stjórnarskrárbundinn,“ segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu. Hópur Palestínumanna og stuðningsfólk þeirra hefur hafst við í tjöldum við Austurvöll síðustu vikur og krafist þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að fjölskyldum þeirra verði hleypt inn í landið á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Í vikunni höfum við borgarstarfsmenn átt góð samtöl við forsvarsmenn mótmælanna,“ segir Einar. „Í góðri samvinnu og sátt við þau takmörkuðum við afnotaleyfi sem þau höfðu sótt um fyrir þetta samkomutjald. Nú er óheimilt að gista þar, önnur tjöld en samkomutjaldið víkja og fánarnir verða með hófsamari hætti. Þá samrýmist þetta lögreglusamþykkt.“ Enginn bragur á að gera Austurvöll að tjaldbúðum Einar segist hafa mikla samúð með fórnarlömbum átakanna á Gaza. „Þarna eru einstaklingar sem hafa misst fjölskyldu og ástvini og bíða í angist fregna af fólkinu sínu á Gaza. Það er eðlilegt að þau fái að koma sínum málstað á framfæri á Austurvelli, sem er sá staður á Íslandi þar sem fólk alla jafna notar til að koma sínum málstað á framfæri.“ Hinsvegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum svo vikum eða mánuðum skipti. „Við höfum heyrt frá öðrum hópum sem vilja reisa samskonar tjaldbúðir í kjölfar Palestínumannanna. Það er að mínu mati ekki æskileg þróun, því við eigum öll Austurvöll saman. Það eiga allir að hafa aðgengi að honum, bæði með almennum hætti sem einn af okkar höfuðstöðvum hér í miðborginni en líka til vettvangs fyrir mótmæli.“ Ekki tilefni til að svara færslu Bjarna sérstaklega Aðspurður um viðbrögð við umdeildri Facebook færslu Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, segist Einar ekki telja tilefni til að svara færslunni sérstaklega. Mér finnst örla á misskilning hjá honum að telja að borgin sé að veita leyfi til mótmæla. Það er stjórnarskrárbundinn réttur að mótmæla í landinu. „Lögreglunni ber að fylgja lögreglussamþykkt og framfylgja henni. Ég hef ekki orðið var við að Alþingi hafi formlega hreyft við neinum mótmælum, eða hreyft við neinni skoðun formlega, ekki við borgina og ekki við lögregluna. Þessi mótmæli hafa farið friðsamlega fram og lögregla hefur lýst því að þetta hafi gengið vel.“ Burtséð frá afstöðu fólks í deilum Hamas og Ísraela segir Einar að á endanum bitni allt mest á saklausu fólki. „Það þarf að sýna nærgætni þegar kemur að umræðu um þessa hópa.“ Reykjavík Alþingi Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá veitir borgin ekki leyfi til mótmæla. Sá réttur er stjórnarskrárbundinn,“ segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu. Hópur Palestínumanna og stuðningsfólk þeirra hefur hafst við í tjöldum við Austurvöll síðustu vikur og krafist þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að fjölskyldum þeirra verði hleypt inn í landið á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Í vikunni höfum við borgarstarfsmenn átt góð samtöl við forsvarsmenn mótmælanna,“ segir Einar. „Í góðri samvinnu og sátt við þau takmörkuðum við afnotaleyfi sem þau höfðu sótt um fyrir þetta samkomutjald. Nú er óheimilt að gista þar, önnur tjöld en samkomutjaldið víkja og fánarnir verða með hófsamari hætti. Þá samrýmist þetta lögreglusamþykkt.“ Enginn bragur á að gera Austurvöll að tjaldbúðum Einar segist hafa mikla samúð með fórnarlömbum átakanna á Gaza. „Þarna eru einstaklingar sem hafa misst fjölskyldu og ástvini og bíða í angist fregna af fólkinu sínu á Gaza. Það er eðlilegt að þau fái að koma sínum málstað á framfæri á Austurvelli, sem er sá staður á Íslandi þar sem fólk alla jafna notar til að koma sínum málstað á framfæri.“ Hinsvegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum svo vikum eða mánuðum skipti. „Við höfum heyrt frá öðrum hópum sem vilja reisa samskonar tjaldbúðir í kjölfar Palestínumannanna. Það er að mínu mati ekki æskileg þróun, því við eigum öll Austurvöll saman. Það eiga allir að hafa aðgengi að honum, bæði með almennum hætti sem einn af okkar höfuðstöðvum hér í miðborginni en líka til vettvangs fyrir mótmæli.“ Ekki tilefni til að svara færslu Bjarna sérstaklega Aðspurður um viðbrögð við umdeildri Facebook færslu Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, segist Einar ekki telja tilefni til að svara færslunni sérstaklega. Mér finnst örla á misskilning hjá honum að telja að borgin sé að veita leyfi til mótmæla. Það er stjórnarskrárbundinn réttur að mótmæla í landinu. „Lögreglunni ber að fylgja lögreglussamþykkt og framfylgja henni. Ég hef ekki orðið var við að Alþingi hafi formlega hreyft við neinum mótmælum, eða hreyft við neinni skoðun formlega, ekki við borgina og ekki við lögregluna. Þessi mótmæli hafa farið friðsamlega fram og lögregla hefur lýst því að þetta hafi gengið vel.“ Burtséð frá afstöðu fólks í deilum Hamas og Ísraela segir Einar að á endanum bitni allt mest á saklausu fólki. „Það þarf að sýna nærgætni þegar kemur að umræðu um þessa hópa.“
Reykjavík Alþingi Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent