Mennirnir á myndinni hafi ekkert með ummælin að gera Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 12:16 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar mbl um kæru á hendur ónefndum palestínskum mótmælanda. Kona sem kært hefur mbl.is til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands vegna fréttar um meinta hatursorðræðu palestínskra mótmælenda segir alla mótmælendur liggja undir grun vegna framsetningar fréttarinnar. Fréttin sem um ræðir birtist á sjöunda tímanum í gærkvöldi á vef mbl.is. Þar kom fram að kæra hafi verið lögð fram á hendur einum mótmælanda á miðvikudag. Ekki kom fram hver kærandinn er. Mótmælandinn er sakaður um hatursorðræðu í Facebook-færslu sem mbl birtir skjáskot af, sem hefur verið nafnhreinsað. Færslan hefur verið vélþýdd yfir á ensku en þar er hvatt til morða á gyðingum, hvar sem þá sé að finna. Aðalmynd fréttarinnar er þá af hópi mótmælenda á Austurvelli. María Lilja Þrastardóttir er sú sem kærði frétt mbl til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hún segist þekkja vel til þeirra Palestínumanna sem hafi mótmælt á Austurvelli að undanförnu. „Ekkert okkar kannast við þessi ummæli fyrir það fyrsta, og það er hreinlega eins og við liggjum öll undir grun, með þessu orðavali, myndavali og órökstuddum ásökunum sem settar voru fram í greininni,“ segir María Lilja. Sjá einnig: Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn Enginn blaðamaður er skráður fyrir fréttinni. Því sé kæran sett fram á hendur útgefanda og fréttastjóra miðilsins. „Manneskjurnar sem eru þarna á myndinni hafa ekkert með þetta að gera og í rauninni engin bein tengsl.“ María Lilja birti kæruna til siðanefndarinnar í heild sinni á Facebook í gær, en hún telur fréttina varða við aðra, sjöttu og sjöundu grein siðareglna blaðamanna. „Sem fjalla um framsetningu og heimildaöflun, að setja alvarlega ásakanir ekki fram svona samhengislaust,“ segir María Lilja. Í frétt mbl er einnig vísað til fleiri ummæla sem sagt er að kært hafi verið fyrir, en engin skjáskot af þeim fylgja. Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tjáningarfrelsi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Fréttin sem um ræðir birtist á sjöunda tímanum í gærkvöldi á vef mbl.is. Þar kom fram að kæra hafi verið lögð fram á hendur einum mótmælanda á miðvikudag. Ekki kom fram hver kærandinn er. Mótmælandinn er sakaður um hatursorðræðu í Facebook-færslu sem mbl birtir skjáskot af, sem hefur verið nafnhreinsað. Færslan hefur verið vélþýdd yfir á ensku en þar er hvatt til morða á gyðingum, hvar sem þá sé að finna. Aðalmynd fréttarinnar er þá af hópi mótmælenda á Austurvelli. María Lilja Þrastardóttir er sú sem kærði frétt mbl til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hún segist þekkja vel til þeirra Palestínumanna sem hafi mótmælt á Austurvelli að undanförnu. „Ekkert okkar kannast við þessi ummæli fyrir það fyrsta, og það er hreinlega eins og við liggjum öll undir grun, með þessu orðavali, myndavali og órökstuddum ásökunum sem settar voru fram í greininni,“ segir María Lilja. Sjá einnig: Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn Enginn blaðamaður er skráður fyrir fréttinni. Því sé kæran sett fram á hendur útgefanda og fréttastjóra miðilsins. „Manneskjurnar sem eru þarna á myndinni hafa ekkert með þetta að gera og í rauninni engin bein tengsl.“ María Lilja birti kæruna til siðanefndarinnar í heild sinni á Facebook í gær, en hún telur fréttina varða við aðra, sjöttu og sjöundu grein siðareglna blaðamanna. „Sem fjalla um framsetningu og heimildaöflun, að setja alvarlega ásakanir ekki fram svona samhengislaust,“ segir María Lilja. Í frétt mbl er einnig vísað til fleiri ummæla sem sagt er að kært hafi verið fyrir, en engin skjáskot af þeim fylgja.
Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tjáningarfrelsi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira