Húsnæðisverð gæti hækkað um þrjú prósent án mótvægisaðgerða Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. janúar 2024 14:47 Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir vel koma til greina að tilbúin hús verði flutt inn til þess að hýsa Grindvíkinga. Byggingariðnaðurinn ráði ekki við að reisa nægilegt magn húsnæðis við þær aðstæður sem nú eru uppi á markaði. Hvað varðar staðsetningu þeirra húsa sem verða flutt inn sé það ekki yfirvalda að ákveða. Mikill fjöldi Grindvíkinga vilji búa áfram á Reykjanesskaganum og þar sé nokkur fjöldi lóða í boði. Ákvarðanir í þeim efnum verði tekin í samráði við Grindvíkinga og hlutaðeigandi bæjaryfirvöld. Þá segist hann trúa því að það sé Grindvíkingum mikilvægt að heyra frá stjórnvöldum að þau muni grípa þá og leysa undan átthaga- og skuldafjötrum, þrátt fyrir nokkur tími muni líða þar til þær aðgerðir sem ákveðið hefur verið að ráðast í koma til framkvæmda. „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð“ Sigurður Ingi segir að stjórnvöld hafi látið vinna greiningu á áhrifum þess að Grindvíkingar komi allir inn á húsnæðismarkað. Niðurstaðan hafi verið einföld: „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð,“ segir hann. Ljóst sé að án mótvægisaðgerða verði afleiðingar á húsnæðismarkaði sem er enn þröngur. Án þeirra mætti gera ráð fyrir um þriggja prósenta hækkun á húsnæðisverði. Mótvægisaðgerðir verði til að mynda að takmarka skammtímaleigu, halda áfram kaupum á leiguhúsnæði og innflutningur tilbúinna húsa. Íbúar muni eiga hús sín áfram Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir því að Grindvíkingar muni áfram eiga hús sín í bænum, þrátt fyrir aðgerðir ríkisins þeim til handa. „Við erum í rauninni bara að kaupa upp þeirra eigið fé og færa það til eða að þeir geti mögulega flutt með sér lán, til þess að eignast húsnæði tímabundið. Þeir myndu þá eiga greiða leið til baka sömu leið, að færa eigið féð til baka. “ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Hvað varðar staðsetningu þeirra húsa sem verða flutt inn sé það ekki yfirvalda að ákveða. Mikill fjöldi Grindvíkinga vilji búa áfram á Reykjanesskaganum og þar sé nokkur fjöldi lóða í boði. Ákvarðanir í þeim efnum verði tekin í samráði við Grindvíkinga og hlutaðeigandi bæjaryfirvöld. Þá segist hann trúa því að það sé Grindvíkingum mikilvægt að heyra frá stjórnvöldum að þau muni grípa þá og leysa undan átthaga- og skuldafjötrum, þrátt fyrir nokkur tími muni líða þar til þær aðgerðir sem ákveðið hefur verið að ráðast í koma til framkvæmda. „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð“ Sigurður Ingi segir að stjórnvöld hafi látið vinna greiningu á áhrifum þess að Grindvíkingar komi allir inn á húsnæðismarkað. Niðurstaðan hafi verið einföld: „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð,“ segir hann. Ljóst sé að án mótvægisaðgerða verði afleiðingar á húsnæðismarkaði sem er enn þröngur. Án þeirra mætti gera ráð fyrir um þriggja prósenta hækkun á húsnæðisverði. Mótvægisaðgerðir verði til að mynda að takmarka skammtímaleigu, halda áfram kaupum á leiguhúsnæði og innflutningur tilbúinna húsa. Íbúar muni eiga hús sín áfram Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir því að Grindvíkingar muni áfram eiga hús sín í bænum, þrátt fyrir aðgerðir ríkisins þeim til handa. „Við erum í rauninni bara að kaupa upp þeirra eigið fé og færa það til eða að þeir geti mögulega flutt með sér lán, til þess að eignast húsnæði tímabundið. Þeir myndu þá eiga greiða leið til baka sömu leið, að færa eigið féð til baka. “
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira