Fimmtán vagnar í tjóni í glerhálku í gær Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 11:33 Vagnstjórar Strætó lentu í vandræðum í hálku í gær eins og aðrir ökumenn. Myndin er tekin á Miklubraut í átt að Ártúnsbrekku. Myndir/Stefán Freyr Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. Fréttastofa fékk sent myndband af atviki sem átti sér stað á Miklubraut seinnipartinn í gær á leið númer 3. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Frey Margrétarsyni, sem tók myndbandið, átti strætó í miklum erfiðleikum með að halda beinni línu. „Þetta var líklega besta lausnin hjá honum að renna upp á kannt. En fyrir vikið var hann hálf fastur í þeirri stellingu á meðan hann sleðaði áfram í einhvern tíma,“ segir Stefán. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir atvikið ekki hafa verið tilkynnt sérstaklega til þeirra en segir það þó með þeim fyrirvara að enn sé verið að fara yfir allar tilkynningar. Vitað sé af fimmtán vögnum sem lentu í tjóni. Flest minniháttar en þrjú svo alvarleg að vagnar voru í viðgerð í morgun. Hann segir að staðan hafi verið erfið hjá Strætó eins og öðrum. Það hafi verið tafir og upp hafi komið ýmis atvik. Bæði vegna hálkunnar en einnig vegna rafmagnsleysis sem átti sér stað á sama tíma, en í kjölfarið duttu út fjöldi umferðarljósa. „Þetta var erfiður dagur fyrir alla í gær, sama hvort það var Strætó eða ekki. Það var mikið af tjónum og miklar tafir eins og hefur verið komið fram. Það voru minniháttar atvik hjá nokkrum vögnum,“ segir Jóhannes og að Strætó hafi verið ekið á aðra bíla og öðrum bílum verið ekið á Strætó vegna hálkunnar. Lenti á vegriði Alvarlegasta atvikið átti sér stað í Kópavogi þar sem vagn lenti á vegriði á litlum hraða. Engan sakaði að sögn Jóhannesar en vagninn var ekki ökuhæfur eftir atvikið. „Þetta hefur mikil áhrif.“ Samgöngur Veður Færð á vegum Samgönguslys Tengdar fréttir Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31 Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41 Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Fréttastofa fékk sent myndband af atviki sem átti sér stað á Miklubraut seinnipartinn í gær á leið númer 3. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Frey Margrétarsyni, sem tók myndbandið, átti strætó í miklum erfiðleikum með að halda beinni línu. „Þetta var líklega besta lausnin hjá honum að renna upp á kannt. En fyrir vikið var hann hálf fastur í þeirri stellingu á meðan hann sleðaði áfram í einhvern tíma,“ segir Stefán. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir atvikið ekki hafa verið tilkynnt sérstaklega til þeirra en segir það þó með þeim fyrirvara að enn sé verið að fara yfir allar tilkynningar. Vitað sé af fimmtán vögnum sem lentu í tjóni. Flest minniháttar en þrjú svo alvarleg að vagnar voru í viðgerð í morgun. Hann segir að staðan hafi verið erfið hjá Strætó eins og öðrum. Það hafi verið tafir og upp hafi komið ýmis atvik. Bæði vegna hálkunnar en einnig vegna rafmagnsleysis sem átti sér stað á sama tíma, en í kjölfarið duttu út fjöldi umferðarljósa. „Þetta var erfiður dagur fyrir alla í gær, sama hvort það var Strætó eða ekki. Það var mikið af tjónum og miklar tafir eins og hefur verið komið fram. Það voru minniháttar atvik hjá nokkrum vögnum,“ segir Jóhannes og að Strætó hafi verið ekið á aðra bíla og öðrum bílum verið ekið á Strætó vegna hálkunnar. Lenti á vegriði Alvarlegasta atvikið átti sér stað í Kópavogi þar sem vagn lenti á vegriði á litlum hraða. Engan sakaði að sögn Jóhannesar en vagninn var ekki ökuhæfur eftir atvikið. „Þetta hefur mikil áhrif.“
Samgöngur Veður Færð á vegum Samgönguslys Tengdar fréttir Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31 Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41 Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31
Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41
Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00