Taylor Swift þarf að leggja mikið á sig til að ná Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 14:28 Travis Kelce og Taylor Swift fagna saman eftir leikinn. Getty/Patrick Smith Enn á ný var það tónlistarkonan Taylor Swift sem stal sviðsljósinu á Kansas City Chiefs leik í nótt þegar liðið tryggði sér sæti í leiknum um Ofurskál NFL-deildarinnar. Myndavélarnar voru á Taylor þegar hún fagnaði snertimörkum liðsins sem og þegar hún fór niður á völl til að óska kærastanum, innherjanum Travis Kelce, til hamingju með sigurinn. Úr varð skemmtileg fagnaðarstund þar sem parið kysstist og faðmaðist fyrir framan allar myndavélarnar. Travis Kelce hafði þarna átt enn stórleikinn og bætt við NFL-met sín en hann er nú sá leikmaður sem hefur gripið flesta bolta í sögu úrslitakeppninnar. Úrslitaleikurinn fer ekki fram fyrr en eftir tvær vikur og þá er Taylor Swift upptekin við tónleikahald hinum megin á hnettinum. Eða hvað? Explaining the math on how Taylor Swift can still attend a Super Bowl that starts at 3:30p Las Vegas time Sunday, even though she has a concert in Tokyo on Saturday night. (Hint: not only can she make it on Sunday, she can arrive in Nevada in time for dinner *Saturday*) pic.twitter.com/0Gw2VYDVMb— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 29, 2024 Bandarískir fjölmiðlar eru sannfærðir um það að Taylor Swift leiti allra leiða til að ná að skila sér til Las Vegas þar sem Super Bowl leikurinn er spilaður í ár. Taylor Swift heldur fjóra tónleika í Tókýó í Japan í vikunni fyrir Super Bowl og sá síðasti af þeim fer fram laugardaginn 10. febrúar. Swift á einkaflugvél og ætti því að geta flogið strax af stað eftir tónleikanna. Það mun taka tíu til tólf tíma að fljúga frá Tókýó til Las Vegas. Taylor græðir því á því að klukkan í Japan er fjórtán tímum á undan og því væri hún í raun að fljúga aftur í tímann færi hún þessa leið. Hún gæti því náð að komast til Las Vegas löngu áður en leikurinn hefst. Það er hins vegar mikið álag að halda fjóra tónleika í röð þar sem hún er hverju sinni meira en þrjá tíma upp á sviði. Swift verður því örugglega alveg búin á því eftir þessa tónleikahrinu. Hvort hún sé tilbúin að leggja á sig þetta ferðalag fyrir kærastann verður að koma í ljós en bandarískir fjölmiðlar munu að minnsta kosti fylgjast vel með öllu saman. Explaining the math on how Taylor Swift can still attend a Super Bowl that starts at 3:30p Las Vegas time Sunday, even though she has a concert in Tokyo on Saturday night. (Hint: not only can she make it on Sunday, she can arrive in Nevada in time for dinner *Saturday*) pic.twitter.com/0Gw2VYDVMb— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 29, 2024 NFL Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Myndavélarnar voru á Taylor þegar hún fagnaði snertimörkum liðsins sem og þegar hún fór niður á völl til að óska kærastanum, innherjanum Travis Kelce, til hamingju með sigurinn. Úr varð skemmtileg fagnaðarstund þar sem parið kysstist og faðmaðist fyrir framan allar myndavélarnar. Travis Kelce hafði þarna átt enn stórleikinn og bætt við NFL-met sín en hann er nú sá leikmaður sem hefur gripið flesta bolta í sögu úrslitakeppninnar. Úrslitaleikurinn fer ekki fram fyrr en eftir tvær vikur og þá er Taylor Swift upptekin við tónleikahald hinum megin á hnettinum. Eða hvað? Explaining the math on how Taylor Swift can still attend a Super Bowl that starts at 3:30p Las Vegas time Sunday, even though she has a concert in Tokyo on Saturday night. (Hint: not only can she make it on Sunday, she can arrive in Nevada in time for dinner *Saturday*) pic.twitter.com/0Gw2VYDVMb— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 29, 2024 Bandarískir fjölmiðlar eru sannfærðir um það að Taylor Swift leiti allra leiða til að ná að skila sér til Las Vegas þar sem Super Bowl leikurinn er spilaður í ár. Taylor Swift heldur fjóra tónleika í Tókýó í Japan í vikunni fyrir Super Bowl og sá síðasti af þeim fer fram laugardaginn 10. febrúar. Swift á einkaflugvél og ætti því að geta flogið strax af stað eftir tónleikanna. Það mun taka tíu til tólf tíma að fljúga frá Tókýó til Las Vegas. Taylor græðir því á því að klukkan í Japan er fjórtán tímum á undan og því væri hún í raun að fljúga aftur í tímann færi hún þessa leið. Hún gæti því náð að komast til Las Vegas löngu áður en leikurinn hefst. Það er hins vegar mikið álag að halda fjóra tónleika í röð þar sem hún er hverju sinni meira en þrjá tíma upp á sviði. Swift verður því örugglega alveg búin á því eftir þessa tónleikahrinu. Hvort hún sé tilbúin að leggja á sig þetta ferðalag fyrir kærastann verður að koma í ljós en bandarískir fjölmiðlar munu að minnsta kosti fylgjast vel með öllu saman. Explaining the math on how Taylor Swift can still attend a Super Bowl that starts at 3:30p Las Vegas time Sunday, even though she has a concert in Tokyo on Saturday night. (Hint: not only can she make it on Sunday, she can arrive in Nevada in time for dinner *Saturday*) pic.twitter.com/0Gw2VYDVMb— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 29, 2024
NFL Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira