„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 17:21 Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. „Skjálftafræðingar myndu sennilega kalla þetta ósköp venjulega jarðskjálfta,“ segir Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði, spurður út í skjálfthrinuna um helgina. Sjálfur telji hann virknina hinsvegar vera hluta af því sem sé að gerast á Reykjanesskaganum. „Hann er komin í gang. Hinar ýmsu gosreinar taka við sér á mismunandi tímum. Við getum hugsað þetta þannig að Brennisteinssreinin sé farin að hugsa sér til hreyfings.“ Hvenær gæti farið að draga til tíðinda sé þó ómögulegt að segja til um. Hún lætur kannski á sér kræla innan fimmtíu ára. Þorvaldur var gestur í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Skíðasvæði og virkjanir í hættu Fari að gjósa á þessu svæði telur Þorvaldur hraun líklegast leita til norðurs, í áttina að Þjóðvegi 1. Sennilega yrðu um tíu til fimmtán kílómetrar í næstu innviði, fyrir utan skíðasvæði Bláfjalla, sem væri í mikilli hættu á að verða undir hrauni. Þá gæti Hellisheiðarvirkjun verið í hættu. „Leiðslan liggur þarna rétt fyrir ofan og spurning hvað skjálftarnir og hreyfingar á sprungum ná langt norðureftir, það á eftir að koma í ljós. Svo er náttúrulega Hengillinn líka virkt eldstöðvarkerfi. Ef það gerist þá má búast við að það stafi einhver ógn af slíku, bæði fyrir Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun.“ Telur að um eitt stórt kerfi sé að ræða Sérfræðingar vilja að sögn Þorvaldar margir hverjir skipta eldfjallakerfunum upp í nokkur kerfi, sumir í þrjú, sumir í fjögur eða fimm, jafnvel sex eða sjö. Sjálfur telur hann að um eitt stórt kerfi sé að ræða. „Ef við horfum á kvikuna sem hefur komið upp á Reykjanesskaga í gegnum tíðina og efnasamsetninguna á henni, þá er hún að stofninum til alveg sú sama. Það er eins og hún hafi öll komið úr sama geymsluhólfinu. Og ef það er rétt, þá er þetta ansi stórt geymsluhólf þarna undir.“ Af þessum sökum telur Þorvaldur mikilvægt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Ekki byggja varnargarða um Reykjanesskagann þveran og endilangann, heldur fara í að átta sig á hverskonar atburði við getum fengið. Hver eru verstu tilfellin, hvaða áhrif geta þau haft á okkar innviði og jafnvel bústaði. Hvernig getum við brugðist við þannig að við drögum úr áhrifum þessara atburða, ef þeir verða.“ Þetta krefst þess að við hugsum fram í tímann. Gerum áhættumat vel og fljótt, svo hægt sé að nota það. Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira
„Skjálftafræðingar myndu sennilega kalla þetta ósköp venjulega jarðskjálfta,“ segir Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði, spurður út í skjálfthrinuna um helgina. Sjálfur telji hann virknina hinsvegar vera hluta af því sem sé að gerast á Reykjanesskaganum. „Hann er komin í gang. Hinar ýmsu gosreinar taka við sér á mismunandi tímum. Við getum hugsað þetta þannig að Brennisteinssreinin sé farin að hugsa sér til hreyfings.“ Hvenær gæti farið að draga til tíðinda sé þó ómögulegt að segja til um. Hún lætur kannski á sér kræla innan fimmtíu ára. Þorvaldur var gestur í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Skíðasvæði og virkjanir í hættu Fari að gjósa á þessu svæði telur Þorvaldur hraun líklegast leita til norðurs, í áttina að Þjóðvegi 1. Sennilega yrðu um tíu til fimmtán kílómetrar í næstu innviði, fyrir utan skíðasvæði Bláfjalla, sem væri í mikilli hættu á að verða undir hrauni. Þá gæti Hellisheiðarvirkjun verið í hættu. „Leiðslan liggur þarna rétt fyrir ofan og spurning hvað skjálftarnir og hreyfingar á sprungum ná langt norðureftir, það á eftir að koma í ljós. Svo er náttúrulega Hengillinn líka virkt eldstöðvarkerfi. Ef það gerist þá má búast við að það stafi einhver ógn af slíku, bæði fyrir Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun.“ Telur að um eitt stórt kerfi sé að ræða Sérfræðingar vilja að sögn Þorvaldar margir hverjir skipta eldfjallakerfunum upp í nokkur kerfi, sumir í þrjú, sumir í fjögur eða fimm, jafnvel sex eða sjö. Sjálfur telur hann að um eitt stórt kerfi sé að ræða. „Ef við horfum á kvikuna sem hefur komið upp á Reykjanesskaga í gegnum tíðina og efnasamsetninguna á henni, þá er hún að stofninum til alveg sú sama. Það er eins og hún hafi öll komið úr sama geymsluhólfinu. Og ef það er rétt, þá er þetta ansi stórt geymsluhólf þarna undir.“ Af þessum sökum telur Þorvaldur mikilvægt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Ekki byggja varnargarða um Reykjanesskagann þveran og endilangann, heldur fara í að átta sig á hverskonar atburði við getum fengið. Hver eru verstu tilfellin, hvaða áhrif geta þau haft á okkar innviði og jafnvel bústaði. Hvernig getum við brugðist við þannig að við drögum úr áhrifum þessara atburða, ef þeir verða.“ Þetta krefst þess að við hugsum fram í tímann. Gerum áhættumat vel og fljótt, svo hægt sé að nota það.
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira