Dóra Björt ekki að hæðast að Tómasi Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2024 10:16 Um leið og Dóra Björt las um málið í Vísi, þar sem Tómas greindi frá vandræðum sínum, fór hún í málið og snjómokstursmaðurinn mætir nú klukkan sex í staðinn fyrir klukkan fjögur. vísir Stóra snjómokstursmálið virðist til lykta leitt. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið strax í að skoða athugasemdir Tómasar Skúlasonar eftir að Vísir greindi frá þeim. „Allt er gott sem endar vel,“ segir Dóra Björt á Facebook-síðu sinni. Hún tengir við frétt Vísis þar sem segir að Tómas Skúlason, íbúi í Breiðholti sem hefði ekki fengið sæmilegan svefn nú í fjögur ár í fjögur ár, hafi loksins fengið úrlausn sinna mála. Alltaf þegar snjókorn féll af himni ofan var snjómokstursmaður mættur í bakgarðinn til hans, stundvíslega klukkan fjögur að nóttu, og farinn að hamast. Hvorki gekk né rak þó Tómas kvartaði við borgarapparatið fyrr en hann greindi frá málinu í samtali við Vísi. Þá fyrst dró til tíðinda. „Ég gekk strax í að athuga hvort það væri hægt að gera hlutina öðruvísi til að mæta sjónarmiðum Tómasar þegar ég las um þau eins og ég geri jafnan þegar ég sé möguleg úrbótatækifæri. Þegar ábendingar berast um verklag vetrarþjónustunnar eru þær nýttar til að bæta eins og hægt er. Það er frábært að það hafi verið hægt að bregðast við í þessu tilfelli en eins og gefur að skilja þá er það ekki alltaf raunin enda mikilvægt að hafa ferlin þannig að tíminn á tækjunum sé nýttur sem best,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Þetta vekur hins vegar upp þær spuringar hvort borgarkerfið sé óskilvirkt því það var ekki fyrr en Tómas greindi opinberlega frá málinu þegar eitthvað gerðist. Dóra Björt segist hafa séð færslu úr dagbók lögreglunnar, sem Vísir greindi frá, um kvörtun vegna ónæðis sökum snjómoksturs og hún hafi ekki getað stillt sig um að skella uppúr. „Þá var það ekki svo að ég væri að hæðast að fólki sem kvartar enda hef ég samúð með því að óska sér friðsællar nætur. Dregin var upp sú mynd að mér væri alveg sama og væri einhvernveginn voða kaldlynd en ég vona nú að fólk viti betur enda enda legg ég mikið á mig til að bæta lífsgæði fólks í margvíslegum skilningi.“ Dóra segir að henni hafi bara fundist örlítið fyndið í samhenginu að við værum komin á þann stað að þetta sé umkvörtunarefnið því við höfum þurft að kljást svo mikið við þetta frá þeirri hlið að það vanti meiri mokstur. „Þetta er því nýr veruleiki,“ segir Dóra Björt og brosir. Reykjavík Snjómokstur Borgarstjórn Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Allt er gott sem endar vel,“ segir Dóra Björt á Facebook-síðu sinni. Hún tengir við frétt Vísis þar sem segir að Tómas Skúlason, íbúi í Breiðholti sem hefði ekki fengið sæmilegan svefn nú í fjögur ár í fjögur ár, hafi loksins fengið úrlausn sinna mála. Alltaf þegar snjókorn féll af himni ofan var snjómokstursmaður mættur í bakgarðinn til hans, stundvíslega klukkan fjögur að nóttu, og farinn að hamast. Hvorki gekk né rak þó Tómas kvartaði við borgarapparatið fyrr en hann greindi frá málinu í samtali við Vísi. Þá fyrst dró til tíðinda. „Ég gekk strax í að athuga hvort það væri hægt að gera hlutina öðruvísi til að mæta sjónarmiðum Tómasar þegar ég las um þau eins og ég geri jafnan þegar ég sé möguleg úrbótatækifæri. Þegar ábendingar berast um verklag vetrarþjónustunnar eru þær nýttar til að bæta eins og hægt er. Það er frábært að það hafi verið hægt að bregðast við í þessu tilfelli en eins og gefur að skilja þá er það ekki alltaf raunin enda mikilvægt að hafa ferlin þannig að tíminn á tækjunum sé nýttur sem best,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Þetta vekur hins vegar upp þær spuringar hvort borgarkerfið sé óskilvirkt því það var ekki fyrr en Tómas greindi opinberlega frá málinu þegar eitthvað gerðist. Dóra Björt segist hafa séð færslu úr dagbók lögreglunnar, sem Vísir greindi frá, um kvörtun vegna ónæðis sökum snjómoksturs og hún hafi ekki getað stillt sig um að skella uppúr. „Þá var það ekki svo að ég væri að hæðast að fólki sem kvartar enda hef ég samúð með því að óska sér friðsællar nætur. Dregin var upp sú mynd að mér væri alveg sama og væri einhvernveginn voða kaldlynd en ég vona nú að fólk viti betur enda enda legg ég mikið á mig til að bæta lífsgæði fólks í margvíslegum skilningi.“ Dóra segir að henni hafi bara fundist örlítið fyndið í samhenginu að við værum komin á þann stað að þetta sé umkvörtunarefnið því við höfum þurft að kljást svo mikið við þetta frá þeirri hlið að það vanti meiri mokstur. „Þetta er því nýr veruleiki,“ segir Dóra Björt og brosir.
Reykjavík Snjómokstur Borgarstjórn Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira