Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2024 07:02 Alex Caruso er af mörgum talinn með betri varnarmönnum NBA-deildarinnar. Michael Reaves/Getty Images „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gær, mánudag. Þar var farið yfir ótrúlegt stigaskor leikmanna í NBA-deildinni undanfarið. Einnig var farið yfir hversu góðir New York Knicks eru þessa dagana, hvort 65 leikir sé of mikið og hvort Boston Celtics séu á niðurleið. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar – Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson að þessu sinni – svara játandi eða neitandi. Í kjölfarið rökstyðja þeir svo svar sitt og oftar en ekki endar það með skemmtilegum rökræðum. Deildin þarf að koma í veg fyrir óhóflega skorun „Menn búnir að vera skora 70 plús stig að undanförnu. Þarf deildin að gera eitthvað? Þetta er búið að vera stóra umræðuefnið. Hvað segir þú Hörður,“ spurði Kjartan Atli. „Ég er á já, finnst það verða koma frá reglugerðarmönnum í deildinni. Finnst þurfa að koma böndum yfir – og við höfum talað um þetta áður – villuköll og vítaskot í deildinni. Held það sé eina leiðin til að stemma stigu við þessu er að leyfa aðeins harðari vörn. Þá er ég aðallega að tala um villur þar sóknarmaðurinn býr til snertingu. Joel Embiid villurnar.“ „Svo þegar þú ert kominn í 40 stig þá er það bara út af í fimm mínútur. „Kominn í 40, út af kallinn minn.“ Ef þú vilt koma böndum yfir þetta,“ sagði Tómas í kjölfarið. „Það má ekki taka þetta of mikið niður,“ sagði Kjartan Atli eftir að þeir höfðu rætt hinar ýmsu leiðir til að minnka stigaskor. Hörður benti þá á að um „plástra“ væri að ræða. „Það sem fer mest í taugarnar á mér er skeytingarleysi í vörn. Sem er algjört hjá liðum fyrsta, annan og þriðja leikhluta. Svo hífa menn upp stuttbuxurnar í fjórða leikhluta. Þetta er of lítil vörn fyrir minn smekk. Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn. Er ekki að tala um 80-70 leiki,“ sagði Kjartan Atli áður en Hörður fékk orðið að nýju. „Deildin getur ekki breytt því en hún getur gert það auðveldara fyrir þig að spila vörn án þess að þú sért alltaf að lenda í þessum ömurlegu villu-köllum.“ Aðrar fullyrðingar voru svohljóðandi: New York Knicks fara í úrslit Austurdeildar 65 leikir er of ströng krafa fyrir MVP (verðmætasti leikmaðurinn) og All-NBA (úrvalslið deildarinnar). Líkurnar á Boston Celtics vinni NBA-deildina hafa minnkað undanfarið. Klippa: Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar – Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson að þessu sinni – svara játandi eða neitandi. Í kjölfarið rökstyðja þeir svo svar sitt og oftar en ekki endar það með skemmtilegum rökræðum. Deildin þarf að koma í veg fyrir óhóflega skorun „Menn búnir að vera skora 70 plús stig að undanförnu. Þarf deildin að gera eitthvað? Þetta er búið að vera stóra umræðuefnið. Hvað segir þú Hörður,“ spurði Kjartan Atli. „Ég er á já, finnst það verða koma frá reglugerðarmönnum í deildinni. Finnst þurfa að koma böndum yfir – og við höfum talað um þetta áður – villuköll og vítaskot í deildinni. Held það sé eina leiðin til að stemma stigu við þessu er að leyfa aðeins harðari vörn. Þá er ég aðallega að tala um villur þar sóknarmaðurinn býr til snertingu. Joel Embiid villurnar.“ „Svo þegar þú ert kominn í 40 stig þá er það bara út af í fimm mínútur. „Kominn í 40, út af kallinn minn.“ Ef þú vilt koma böndum yfir þetta,“ sagði Tómas í kjölfarið. „Það má ekki taka þetta of mikið niður,“ sagði Kjartan Atli eftir að þeir höfðu rætt hinar ýmsu leiðir til að minnka stigaskor. Hörður benti þá á að um „plástra“ væri að ræða. „Það sem fer mest í taugarnar á mér er skeytingarleysi í vörn. Sem er algjört hjá liðum fyrsta, annan og þriðja leikhluta. Svo hífa menn upp stuttbuxurnar í fjórða leikhluta. Þetta er of lítil vörn fyrir minn smekk. Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn. Er ekki að tala um 80-70 leiki,“ sagði Kjartan Atli áður en Hörður fékk orðið að nýju. „Deildin getur ekki breytt því en hún getur gert það auðveldara fyrir þig að spila vörn án þess að þú sért alltaf að lenda í þessum ömurlegu villu-köllum.“ Aðrar fullyrðingar voru svohljóðandi: New York Knicks fara í úrslit Austurdeildar 65 leikir er of ströng krafa fyrir MVP (verðmætasti leikmaðurinn) og All-NBA (úrvalslið deildarinnar). Líkurnar á Boston Celtics vinni NBA-deildina hafa minnkað undanfarið. Klippa: Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31