Missti af fæðingu dóttur sinnar til að æfa fyrir bardaga sem var svo frestað Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2024 06:31 Oleksandr Usyk var upptekinn við æfingar þegar dóttir hans kom í heiminn. Foto Olimpik/NurPhoto via Getty Images Úkraínski hnefaleikakappinn Oleksandr Usyk hefur gert allt sem í sínu valdi stendur til að vera í standi þegar hann mætir Tyson Fury í bardaga um heimsmeistaratitilinn í boxi. Usyk og Fury áttu að mætast í bardaga þann 17. febrúar næstkomandi til að skera úr um hvor þeirra væri óumdeildur heimsmeistari í þungavigt (e. undisputed heavyweight champion of the world), en honum hefur nú verið frestað til 18. maí eftir að Fury fékk skurð á auga á æfingu. Þetta er í þriðja sinn sem bardaganum er frestað og er ljóst að kapparnir hafa fórnað miklu til að gera sig klára fyrir bardagann. Usyk sagði til að mynda nýverið frá því að hann hafi misst af fæðingu dóttur sinnar þegar hann var í æfingabúðum á Spáni. „Ég enn ánægður. Hlutir gerast og þannig er lífið,“ sagði Usyk er hann ræddi um að hafa misst af fæðingu dóttur sinnar sem kom í heiminn þann 28. janúar síðastliðinn. „Ég er mjög ánægður því nú fer ég aftur til Úkraínu. Nú get ég farið og hitt dætur mínar tvær og konuna mína. Ég get farið í kirkjuna mína til að biðja. Nú tek ég smá hvíld og fer svo beint aftur í æfingabúðirnar.“ Oleksandr Usyk has confirmed that he missed the birth of his second child whilst in training camp before his fight with Tyson Fury was pushed back to May 18 #FuryUsyk | #RiyadhSeason | #RingOfFire pic.twitter.com/n8KCJBa68v— DAZN Boxing (@DAZNBoxing) February 6, 2024 Hinn 35 ára gamli Fury er heimsmeistari hjá WBC samtökunum, en Usyk, 37 ára, er titilhafi hjá WBA, WBO og IBF. Þetta verður í fyrsta sinn sem óumdeildur heimsmeistari verður krýndur síðan farið var að berjast um fjögur belti. Box Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Sjá meira
Usyk og Fury áttu að mætast í bardaga þann 17. febrúar næstkomandi til að skera úr um hvor þeirra væri óumdeildur heimsmeistari í þungavigt (e. undisputed heavyweight champion of the world), en honum hefur nú verið frestað til 18. maí eftir að Fury fékk skurð á auga á æfingu. Þetta er í þriðja sinn sem bardaganum er frestað og er ljóst að kapparnir hafa fórnað miklu til að gera sig klára fyrir bardagann. Usyk sagði til að mynda nýverið frá því að hann hafi misst af fæðingu dóttur sinnar þegar hann var í æfingabúðum á Spáni. „Ég enn ánægður. Hlutir gerast og þannig er lífið,“ sagði Usyk er hann ræddi um að hafa misst af fæðingu dóttur sinnar sem kom í heiminn þann 28. janúar síðastliðinn. „Ég er mjög ánægður því nú fer ég aftur til Úkraínu. Nú get ég farið og hitt dætur mínar tvær og konuna mína. Ég get farið í kirkjuna mína til að biðja. Nú tek ég smá hvíld og fer svo beint aftur í æfingabúðirnar.“ Oleksandr Usyk has confirmed that he missed the birth of his second child whilst in training camp before his fight with Tyson Fury was pushed back to May 18 #FuryUsyk | #RiyadhSeason | #RingOfFire pic.twitter.com/n8KCJBa68v— DAZN Boxing (@DAZNBoxing) February 6, 2024 Hinn 35 ára gamli Fury er heimsmeistari hjá WBC samtökunum, en Usyk, 37 ára, er titilhafi hjá WBA, WBO og IBF. Þetta verður í fyrsta sinn sem óumdeildur heimsmeistari verður krýndur síðan farið var að berjast um fjögur belti.
Box Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Sjá meira