Hafa náð samkomulagi við lífeyrissjóðina um lán Grindvíkinga Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2024 11:07 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er fjármála- og efnahagsráðherra. Stöð 2/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ritað undir samkomulag við 12 lífeyrissjóði um stuðning ríkissjóðs vegna húsnæðislána lífeyrissjóða til einstaklinga í Grindavík. Áætlað er að samkomulagið taki til á bilinu 150-200 sjóðfélagalána og að stuðningur ríkissjóðs vegna úrræðisins muni nema samtals um það bil 120-150 milljónum króna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um heimild í fjárlögum. Lántakendur eiga að leita til lífeyrissjóðanna um úrræði samkomulagsins. Markmið samkomulagsins er að ríkissjóður styðji við þá fasteignaeigendur í Grindavík sem fallið hafa utan úrræða annarra lánveitenda húsnæðislána í Grindavík um niðurfellingu á vöxtum og verðbótum af lánum þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en með samkomulaginu tekur ríkissjóður að sér að greiða greiða áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum einstaklinga vegna fasteigna þeirra í Grindavík yfir sex mánaða tímabil. Samkvæmt tilkynningu takmarkast stuðningurinn við áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum sem nema að hámarki samtals 50 milljónum króna fyrir gjalddaga í desember 2023 til og með maí 2024. Gert er að skilyrði að fasteign hafi verið til eigin nota lántaka. Þá segir að stuðningurinn taki til lántakenda sama hvort þeir hafi óskað eftir greiðsluskjóli hjá lífeyrissjóði eða ekki. „Við uppgjör ríkissjóðs skal lántaki vera jafn vel settur líkt og greiddar hafi verið áfallnar verðbætur og vextir af láni hans yfir tímabil samkomulagsins. Stuðningur ríkissjóðs nær ekki til afborgunar af höfuðstóli sjóðfélagalána,“ segir í yfirlýsingu. Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Loforð um að taka óvissu Grindvíkinga í fangið Til skoðunar er hjá yfirvöldum að kaupa allt húsnæði Grindvíkinga. Ríkisstjórnin hyggst ekki taka ákvörðun um það nú en heitir því að óvissa Grindvíkinga verði tekin í fang ríkisins. 22. janúar 2024 13:41 Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. 18. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Áætlað er að samkomulagið taki til á bilinu 150-200 sjóðfélagalána og að stuðningur ríkissjóðs vegna úrræðisins muni nema samtals um það bil 120-150 milljónum króna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um heimild í fjárlögum. Lántakendur eiga að leita til lífeyrissjóðanna um úrræði samkomulagsins. Markmið samkomulagsins er að ríkissjóður styðji við þá fasteignaeigendur í Grindavík sem fallið hafa utan úrræða annarra lánveitenda húsnæðislána í Grindavík um niðurfellingu á vöxtum og verðbótum af lánum þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en með samkomulaginu tekur ríkissjóður að sér að greiða greiða áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum einstaklinga vegna fasteigna þeirra í Grindavík yfir sex mánaða tímabil. Samkvæmt tilkynningu takmarkast stuðningurinn við áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum sem nema að hámarki samtals 50 milljónum króna fyrir gjalddaga í desember 2023 til og með maí 2024. Gert er að skilyrði að fasteign hafi verið til eigin nota lántaka. Þá segir að stuðningurinn taki til lántakenda sama hvort þeir hafi óskað eftir greiðsluskjóli hjá lífeyrissjóði eða ekki. „Við uppgjör ríkissjóðs skal lántaki vera jafn vel settur líkt og greiddar hafi verið áfallnar verðbætur og vextir af láni hans yfir tímabil samkomulagsins. Stuðningur ríkissjóðs nær ekki til afborgunar af höfuðstóli sjóðfélagalána,“ segir í yfirlýsingu.
Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Loforð um að taka óvissu Grindvíkinga í fangið Til skoðunar er hjá yfirvöldum að kaupa allt húsnæði Grindvíkinga. Ríkisstjórnin hyggst ekki taka ákvörðun um það nú en heitir því að óvissa Grindvíkinga verði tekin í fang ríkisins. 22. janúar 2024 13:41 Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. 18. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Loforð um að taka óvissu Grindvíkinga í fangið Til skoðunar er hjá yfirvöldum að kaupa allt húsnæði Grindvíkinga. Ríkisstjórnin hyggst ekki taka ákvörðun um það nú en heitir því að óvissa Grindvíkinga verði tekin í fang ríkisins. 22. janúar 2024 13:41
Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. 18. nóvember 2023 10:31