Allar líkur á að gosið sé í andarslitrunum Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. febrúar 2024 12:00 Gosið er líklegast að klárast, að sögn náttúruvársérfræðings. Vísir/Arnar „Það virðist vera sem svo að þetta sé nú eiginlega bara dottið niður. Við höfum ekki séð neina kvikustrókavirkni síðan á milli 8 og 9 í morgun,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigríður segir ekki þar með sagt að gosinu sé lokið; það geti vel verið að enn „gutli“ ofan í gígunum. En til þess að sjá það þyrfti að fljúga yfir. „En óróinn hefur líka alveg dottið niður og jarðskjálftavirknin er lítil sem engin. Þannig að það eru allar líkur á að þetta sé að fara að lognast útaf á næstunni,“ segir hún. En hvað með hraunrennslið? „Hrauntungan við hitavatnslögnina... ég held að hún hafi alveg verið stopp en það getur vel verið að það sé ennþá að byggjast upp hraun í hraunánni frá gígunum og það getur alveg tekið einhvern tíma að komast út í jaðrana og þá getur hraunið stækkað. Augljóslega er framleiðslan orðin miklu minni heldur en hún var í gær, þannig það mun ekki stækka eitthvað mikið myndi ég halda,“ svarar Sigríður. Verið sé að taka saman tölur og gögn en það er útlit fyrir að þetta gos sé engu að síður eitthvað stærra en gosið sem varð í janúar. Veðurstofa Íslands Meðal kvikuflæðið fyrstu sjö tímana 600 rúmmetrar á sekúndu Á vefsíðu Veðurstofunnar hefur nú verið birt ný færsla um stöðu mála, þar sem meðal annars er sagt frá því að gosóróinn hafi strax farið að minnka um hádegisbil í gær. Gosið hafði þá staðið yfir í um sex klukkustundir. „Tímabundnar hækkanir sáust á gosóróa í gærkvöldi en samhliða því jókst virkni í gígunum. Í nótt dró enn frekar úr virkni gossins en milli kl. 7 og 8 í morgun voru tvo gosop virk. Undanfarnar klukkustundir hefur ekki sést kvikustrókavirkni á vefmyndavélum en ekki er útilokað að enn sé virkni í gígunum. Samkvæmt bylgjuvíxlmynd hafi land í Svartsengi, norðvestan við Þorbjörn, sigið mest um tíu sentímetra þegar kvika hljóp þaðan í Sundhnúksgígaroðina. Samkvæmt líkönum samsvari þetta því að um 10 milljón rúmmetrar hafi streymt frá kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi þegar kvika hljóð þaðan og það gaus. „Undanfarin sólarhring hefur verið minniháttar skjálftavirkni á gossvæðinu. Um 40 skjálftar hafa mælst þar, allir um eða undir 1,0 að stærð. Mat á rúmmáli hraunsins sem rann frá því gos hófst, klukkan 6:02 þangað til 13:00 í gær (8. febrúar) er um 15 milljón rúmmetrar sem þýðir að meðal kvikuflæði fyrstu sjö klukkutímana í gosinu var um 600 rúmmetrar á sekúndu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Sigríður segir ekki þar með sagt að gosinu sé lokið; það geti vel verið að enn „gutli“ ofan í gígunum. En til þess að sjá það þyrfti að fljúga yfir. „En óróinn hefur líka alveg dottið niður og jarðskjálftavirknin er lítil sem engin. Þannig að það eru allar líkur á að þetta sé að fara að lognast útaf á næstunni,“ segir hún. En hvað með hraunrennslið? „Hrauntungan við hitavatnslögnina... ég held að hún hafi alveg verið stopp en það getur vel verið að það sé ennþá að byggjast upp hraun í hraunánni frá gígunum og það getur alveg tekið einhvern tíma að komast út í jaðrana og þá getur hraunið stækkað. Augljóslega er framleiðslan orðin miklu minni heldur en hún var í gær, þannig það mun ekki stækka eitthvað mikið myndi ég halda,“ svarar Sigríður. Verið sé að taka saman tölur og gögn en það er útlit fyrir að þetta gos sé engu að síður eitthvað stærra en gosið sem varð í janúar. Veðurstofa Íslands Meðal kvikuflæðið fyrstu sjö tímana 600 rúmmetrar á sekúndu Á vefsíðu Veðurstofunnar hefur nú verið birt ný færsla um stöðu mála, þar sem meðal annars er sagt frá því að gosóróinn hafi strax farið að minnka um hádegisbil í gær. Gosið hafði þá staðið yfir í um sex klukkustundir. „Tímabundnar hækkanir sáust á gosóróa í gærkvöldi en samhliða því jókst virkni í gígunum. Í nótt dró enn frekar úr virkni gossins en milli kl. 7 og 8 í morgun voru tvo gosop virk. Undanfarnar klukkustundir hefur ekki sést kvikustrókavirkni á vefmyndavélum en ekki er útilokað að enn sé virkni í gígunum. Samkvæmt bylgjuvíxlmynd hafi land í Svartsengi, norðvestan við Þorbjörn, sigið mest um tíu sentímetra þegar kvika hljóp þaðan í Sundhnúksgígaroðina. Samkvæmt líkönum samsvari þetta því að um 10 milljón rúmmetrar hafi streymt frá kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi þegar kvika hljóð þaðan og það gaus. „Undanfarin sólarhring hefur verið minniháttar skjálftavirkni á gossvæðinu. Um 40 skjálftar hafa mælst þar, allir um eða undir 1,0 að stærð. Mat á rúmmáli hraunsins sem rann frá því gos hófst, klukkan 6:02 þangað til 13:00 í gær (8. febrúar) er um 15 milljón rúmmetrar sem þýðir að meðal kvikuflæði fyrstu sjö klukkutímana í gosinu var um 600 rúmmetrar á sekúndu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira