Fattaði ekki að hann hafði tryggt Chiefs sigur í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2024 16:31 Patrick Mahomes er hér búinn að gera Mecole Hardman Jr. grein fyrir því að hann hafði tryggt Kansas City Chiefs liðinu sigur í Super Bowl. Getty/Ezra Shaw/ Útherjinn Mecole Hardman upplifði stærstu stund ferilsins í nótt þegar hann tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl leiknum. Hann var samt ekki alveg með á nótunum í leikslok. Hardman skoraði snertimark í framlengingunni þegar Chiefs vann þremur stigum undir og varð að klára sóknina með því að koma stigum upp á töfluna. Patrick Mahomes fann hann í endamarkinu og leikurinn var þar með búinn. Mahomes mætti inn í viðtalið hjá Hardman eftir leikinn og grínaðist með það að Hardman hafi ekki áttað sig á hvað hann hafði gerst. Mecole Hardman had no clue he caught the game-winning TD until @PatrickMahomes told him pic.twitter.com/ZT9V37H8E1— NFL Network (@nflnetwork) February 12, 2024 „Má ég segja eina stutta og fyndna sögu,“ spurði Patrick Mahomes og hélt áfram: „Ég sendi snertimarkssendingu á þennan gæja hérna til að vinna leikinn. Hann hafði ekki hugmynd hvað hafði gerst og horfði bara á mig,“ sagði Mahomes. „Ég sagði við hann: Við vorum að vinna Super Bowl. Hann hafði ekki hugmynd um það og fagnaði ekki einu sinni til að byrja með,“ sagði Mahomes. „Ég datt bara alveg út,“ viðurkenndi Hardman. Hinn 25 ára gamli Hardman var að vinna sinn þriðja titil með Mahomes en hann byrjaði þó ekki tímabilið með Chiefs. Eftir að Hardman vann titilinn með Kansas City í fyrra þá samdi hann við lið New York Jets. Hardman fékk aftur á móti fá tækifæri hjá Jets og var á endanum skipt til Chiefs um miðjan október. Aðeins nokkrum mánuðum síðar hafði hann tryggt Chiefs og sér þriðja meistaratitilinn á aðeins fimm árum. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) NFL Ofurskálin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira
Hardman skoraði snertimark í framlengingunni þegar Chiefs vann þremur stigum undir og varð að klára sóknina með því að koma stigum upp á töfluna. Patrick Mahomes fann hann í endamarkinu og leikurinn var þar með búinn. Mahomes mætti inn í viðtalið hjá Hardman eftir leikinn og grínaðist með það að Hardman hafi ekki áttað sig á hvað hann hafði gerst. Mecole Hardman had no clue he caught the game-winning TD until @PatrickMahomes told him pic.twitter.com/ZT9V37H8E1— NFL Network (@nflnetwork) February 12, 2024 „Má ég segja eina stutta og fyndna sögu,“ spurði Patrick Mahomes og hélt áfram: „Ég sendi snertimarkssendingu á þennan gæja hérna til að vinna leikinn. Hann hafði ekki hugmynd hvað hafði gerst og horfði bara á mig,“ sagði Mahomes. „Ég sagði við hann: Við vorum að vinna Super Bowl. Hann hafði ekki hugmynd um það og fagnaði ekki einu sinni til að byrja með,“ sagði Mahomes. „Ég datt bara alveg út,“ viðurkenndi Hardman. Hinn 25 ára gamli Hardman var að vinna sinn þriðja titil með Mahomes en hann byrjaði þó ekki tímabilið með Chiefs. Eftir að Hardman vann titilinn með Kansas City í fyrra þá samdi hann við lið New York Jets. Hardman fékk aftur á móti fá tækifæri hjá Jets og var á endanum skipt til Chiefs um miðjan október. Aðeins nokkrum mánuðum síðar hafði hann tryggt Chiefs og sér þriðja meistaratitilinn á aðeins fimm árum. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports)
NFL Ofurskálin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira