Hamarsmenn lyftu bikarnum fjórða árið í röð Siggeir Ævarsson skrifar 17. febrúar 2024 17:41 Hamar frá Hveragerði tryggði sér bikarmeistaratitil karla í blaki fjórða árið í röð nú í dag þegar liðið lagði Þrótt/Fjarðabyggð í úrslitum. Hamar vann nokkuð öruggan sigur í úrslitaleiknum þegar upp var staðið en liðið vann þrjár fyrstu hrinur leiksins og þar með leikinn en lokaandartök leiksins urðu ansi skrautleg. Þróttarar byrjuðu leikinn ágætlega og áttu í fullu tré við Hamar en Hamarsmenn snéru fljótlega vörn í sókn og unnu fyrstu hrinuna 25-19. Hamar hélt sínu striki í annarri hrinu og vann hana einnig, 25-17. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu og sýndu mikla baráttu á köflum en það dugði einfaldlega ekki til gegn sterku liði Hamars. Alvöru sjónvarpsbjörgun hjá Andra fyrir Þrótt/Fjarðabyggð Sem betur fer slapp hann ómeiddur. pic.twitter.com/nVt57PgyHe— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 17, 2024 Staðan því orðin 2-0 fyrir þriðju hrinuna, sem Hamarsmenn unnu að lokum 25-17. Í stöðunni 24-17 kom upp skrítið atvik og endaði úrslitaleikurinn á ansi skrautlegri senu. Þróttarar voru að gera sig klára í uppgjöf þegar dómarinn sá eitthvað athugavert við uppröðun leikmanna. Eftir mikið japl, jaml og fuður milli dómara og leikmanna var niðurstaðan að Hamri var dæmt stig og þar með var titillinn í höfn. Ekki beinlínis hápunktur til að enda á en yfirburðir Hamars voru töluverðir í leiknum og flest stefndi í sigur þeirra þrátt fyrir þessa uppákomu. Blak Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Hamar vann nokkuð öruggan sigur í úrslitaleiknum þegar upp var staðið en liðið vann þrjár fyrstu hrinur leiksins og þar með leikinn en lokaandartök leiksins urðu ansi skrautleg. Þróttarar byrjuðu leikinn ágætlega og áttu í fullu tré við Hamar en Hamarsmenn snéru fljótlega vörn í sókn og unnu fyrstu hrinuna 25-19. Hamar hélt sínu striki í annarri hrinu og vann hana einnig, 25-17. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu og sýndu mikla baráttu á köflum en það dugði einfaldlega ekki til gegn sterku liði Hamars. Alvöru sjónvarpsbjörgun hjá Andra fyrir Þrótt/Fjarðabyggð Sem betur fer slapp hann ómeiddur. pic.twitter.com/nVt57PgyHe— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 17, 2024 Staðan því orðin 2-0 fyrir þriðju hrinuna, sem Hamarsmenn unnu að lokum 25-17. Í stöðunni 24-17 kom upp skrítið atvik og endaði úrslitaleikurinn á ansi skrautlegri senu. Þróttarar voru að gera sig klára í uppgjöf þegar dómarinn sá eitthvað athugavert við uppröðun leikmanna. Eftir mikið japl, jaml og fuður milli dómara og leikmanna var niðurstaðan að Hamri var dæmt stig og þar með var titillinn í höfn. Ekki beinlínis hápunktur til að enda á en yfirburðir Hamars voru töluverðir í leiknum og flest stefndi í sigur þeirra þrátt fyrir þessa uppákomu.
Blak Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira