„Við höfum fullan hug á því að fara inn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. febrúar 2024 23:28 Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Visis hf. vísir/arnar „Það lifir ekkert fyrirtæki á því að hlaupa endalaust fram og til baka,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Hann kveðst hafa fullan hug á að hefja störf á ný í Grindavík og kallar eftir fljótvirkari vinnubrögðum yfirvalda þegar það kemur að því að meta hættu á vinnusvæði Vísis. „Við höfum fullan hug á því að fara inn og það verður gert eins fljótt og hægt er,“ segir hann í samtali við Vísi. Fyrr í kvöld var greint frá því að tíðinda væri að vænta um fyrirkomulag lokunar inn í Grindavík. Ákvörðun embættisríkislögreglustjóra rennur út á morgun og Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum metur nú næstu skref. Hvernig skal lifa með þessu? „Það er bara einn stór fíll í herberginu sem er tryggingamál,“ segir Pétur Hafsteinn og bætir við að það verði að finna rekstrargrunn fyrir því að hlaupa stanslaust inn og út úr stóru fyrirtæki. „Annað er það hvernig umhverfi við erum að vinna í. Þannig að þetta er flókið en við erum með ákveðin plön um hvernig við förum aftur inn. Við höfum startað tvisvar eftir 10. nóvember og í bæði skiptinn endað í tjóni með afurðir og þau verk sem eru í gangi,“ bætir hann við. Landrisið nú geri það að verkum að aðilar þurfi að fara að setjast niður og ræða hvernig skuli lifa með þessu. „Þannig allir hafi sæmilega fast land undir fótum,“ segir Pétur Hafsteinn 150 manns í vinnu „Við höfum skynjað það að það er að losa eitthvað til um þetta núna. Ég hef samt sem áður bent á það að það tekur allt of langan tíma að losa um eftir hvern atburð. Nú er liðin rúm vika frá því að það gaus. Við höfum haldið því fram að það taki ekki nema einn eða tvo daga að kanna atvinnusvæðið okkar.“ Bæði Vísir og Þorbjörn hafa hafið vinnu meðal öryggisdeilda fyrirtækjanna ásamt öryggisstjóra Almannavarna. Það standi til að bjóða öðrum fyrirtækjum að gerast aðilar að því. „Við höfum farið fram á að stjórna þessu sjálfir og gerum okkur grein fyrir því að það er þvílík ábyrgð, þannig að við þurfum að hafa öryggismálin á hreinu,“ segir Pétur Hafsteinn að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
„Við höfum fullan hug á því að fara inn og það verður gert eins fljótt og hægt er,“ segir hann í samtali við Vísi. Fyrr í kvöld var greint frá því að tíðinda væri að vænta um fyrirkomulag lokunar inn í Grindavík. Ákvörðun embættisríkislögreglustjóra rennur út á morgun og Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum metur nú næstu skref. Hvernig skal lifa með þessu? „Það er bara einn stór fíll í herberginu sem er tryggingamál,“ segir Pétur Hafsteinn og bætir við að það verði að finna rekstrargrunn fyrir því að hlaupa stanslaust inn og út úr stóru fyrirtæki. „Annað er það hvernig umhverfi við erum að vinna í. Þannig að þetta er flókið en við erum með ákveðin plön um hvernig við förum aftur inn. Við höfum startað tvisvar eftir 10. nóvember og í bæði skiptinn endað í tjóni með afurðir og þau verk sem eru í gangi,“ bætir hann við. Landrisið nú geri það að verkum að aðilar þurfi að fara að setjast niður og ræða hvernig skuli lifa með þessu. „Þannig allir hafi sæmilega fast land undir fótum,“ segir Pétur Hafsteinn 150 manns í vinnu „Við höfum skynjað það að það er að losa eitthvað til um þetta núna. Ég hef samt sem áður bent á það að það tekur allt of langan tíma að losa um eftir hvern atburð. Nú er liðin rúm vika frá því að það gaus. Við höfum haldið því fram að það taki ekki nema einn eða tvo daga að kanna atvinnusvæðið okkar.“ Bæði Vísir og Þorbjörn hafa hafið vinnu meðal öryggisdeilda fyrirtækjanna ásamt öryggisstjóra Almannavarna. Það standi til að bjóða öðrum fyrirtækjum að gerast aðilar að því. „Við höfum farið fram á að stjórna þessu sjálfir og gerum okkur grein fyrir því að það er þvílík ábyrgð, þannig að við þurfum að hafa öryggismálin á hreinu,“ segir Pétur Hafsteinn að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52
Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26