Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 22:33 Magnús Tumi ræddi stöðuna í Grindavík í kvöldfréttum. vísir/vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. Magnús Tumi var inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að opna fyrir aðgengi íbúa Grindavíkur að bænum í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru alls kyns varnaðarorð sem fylgja þessari opnun og bara Grindvíkingar sem mega fara inn. Fólk er ekki hvatt til að gista þarna og þetta er auðvitað enginn staður fyrir börn, það er alveg ljóst. Þú tjaldar ekki á sprungusvæði,“ segir Magnús Tumi. Öðru gegni um fyrirtæki sem kallað hafa eftir því að komast til vinnu í Grindavík. „Það er allt í lagi að vera þarna og vinna. Ég held að það sé bara gott, svona fyrir þjóðfélagið. Það er ákveðin áhætta en ég held að það sé ásættanleg áhætta, á meðan fólk tekur þessu alvarlega,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að það sé ekki skynsamlegt að halda partí. Menn verði hins vegar að vera tilbúnir að yfirgefa svæðið um leið og móðir jörð geri sig líklega. „Við gætum fengið endurtekningu á atburðunum í janúar, þegar hraun fór í bæinn. Hvort það gerist vitum við auðvitað ekki. Miðað við síðasta gos, þar sem kvikan fór bara beint upp og það gliðnaði ekkert. Hvort að það sé komið til að vera, vitum við ekki. Við verðum að vera viðbúin því. Nauðsyn að vera alltaf tilbúinn Það sem við sjáum líka að ef kvikan fer upp austan Sýlingarfells eða Skógfells, til að fara lágrétt við Grindavík, er líklegt að það taki hana lengri tíma. Það breytir því hins vegar ekki, að fólk verður að vera tilbúið að yfirgefa staðinn á hálftíma.“ Myndir þú gista í bænum, sem Grindvíkingur? „Ef ég þyrfti þess, þá myndi ég nú alveg sofa þar. En ef ég væri með krakka, þá myndi ég aldrei gera það. Og fólk sem hefur ekki fulla hreyfigetu, ég held að þetta sé ekki staður fyrir það. En sá sem er tilbúinn að vera þarna, með allt pakkað og er alltaf tilbúinn, fyrir hann myndi ég telja þetta ásættanlega áhættu,“ segir Magnús Tumi að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Magnús Tumi var inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að opna fyrir aðgengi íbúa Grindavíkur að bænum í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru alls kyns varnaðarorð sem fylgja þessari opnun og bara Grindvíkingar sem mega fara inn. Fólk er ekki hvatt til að gista þarna og þetta er auðvitað enginn staður fyrir börn, það er alveg ljóst. Þú tjaldar ekki á sprungusvæði,“ segir Magnús Tumi. Öðru gegni um fyrirtæki sem kallað hafa eftir því að komast til vinnu í Grindavík. „Það er allt í lagi að vera þarna og vinna. Ég held að það sé bara gott, svona fyrir þjóðfélagið. Það er ákveðin áhætta en ég held að það sé ásættanleg áhætta, á meðan fólk tekur þessu alvarlega,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að það sé ekki skynsamlegt að halda partí. Menn verði hins vegar að vera tilbúnir að yfirgefa svæðið um leið og móðir jörð geri sig líklega. „Við gætum fengið endurtekningu á atburðunum í janúar, þegar hraun fór í bæinn. Hvort það gerist vitum við auðvitað ekki. Miðað við síðasta gos, þar sem kvikan fór bara beint upp og það gliðnaði ekkert. Hvort að það sé komið til að vera, vitum við ekki. Við verðum að vera viðbúin því. Nauðsyn að vera alltaf tilbúinn Það sem við sjáum líka að ef kvikan fer upp austan Sýlingarfells eða Skógfells, til að fara lágrétt við Grindavík, er líklegt að það taki hana lengri tíma. Það breytir því hins vegar ekki, að fólk verður að vera tilbúið að yfirgefa staðinn á hálftíma.“ Myndir þú gista í bænum, sem Grindvíkingur? „Ef ég þyrfti þess, þá myndi ég nú alveg sofa þar. En ef ég væri með krakka, þá myndi ég aldrei gera það. Og fólk sem hefur ekki fulla hreyfigetu, ég held að þetta sé ekki staður fyrir það. En sá sem er tilbúinn að vera þarna, með allt pakkað og er alltaf tilbúinn, fyrir hann myndi ég telja þetta ásættanlega áhættu,“ segir Magnús Tumi að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56
Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17
Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00