BHM og Friðrik Jónsson sýknuð af kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2024 11:46 Friðrik Jónsson, fyrrverandi formaður BHM, og Erna Guðmundsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Bandalag háskólamanna og Friðrik Jónsson, fyrrverandi formann BHM, af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sakaði Friðrik um að hafa brotið gegn trúnaðarskilyrðum starfslokasamnings. Forsaga málsins er sú að árið 2022 lét Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur og stjórnmálafræðingur, af störfum sem framkvæmdastjóri BHM eftir að hafa starfað hjá bandalaginu frá 2007. Friðrik hafði verið kjörinn formaður ári áður, í maí 2021, en hætti þegar kjörtímabil hans rann út í maí 2023. Í starfslokasamningi Ernu var skýrt kveðið á um trúnað: „Báðir aðilar lýsa því yfir að þeir muni ekki eiga frumkvæði að umræðu um starfslokasamninginn og efni hans eða aðdraganda starfsloka Ernu hjá BHM, hvorki opinberlega né annars staðar. // Erna staðfestir með undirritun samkomulags þessa að hún mun gæta fyllsta trúnaðar um allt það sem hún hefur orðið áskynja um í starfi sínu hjá BHM og að þagnarskylda gildir einnig eftir að hún lætur af störfum í samræmi við ákvæði í starfslýsingu.“ Eftir að gengið var frá starfslokasamningnum, sem einnig kvað á um að Erna fengi greidd full laun í tólf mánuði eftir að hún lét af störfum, varð stjórn BHM þess áskynja að greinargerð sem Erna hafði sent stjórn um atriði tengd störfum sínum og fyrirhuguð starfslokasamningi var komin í dreifingu. Stjórn BHM lýsti miklum áhyggjum af þessu en Erna sagðist ekki hafa staðið að dreifingu plaggsins. Stjórnin fór engu að síður fram á að aðilar undirrituðu eftirfarandi yfirlýsingu: „/ Fráfarandi framkvæmdastjóri skuldbindur sig til að hvorki ræða né dreifa framangreindu bréfi, dags. 22. mars 2022, og að beita sér fyrir því að það fari ekki í frekari dreifingu og umræðu. //Stjórnarmenn BHM skuldbinda sig einnig til að hafa ekki frumkvæði að umræðu um umrætt bréf, en áskilja sér rétt, í ljósi dreifingar bréfsins, til að verja sig opinberlega gagnvart ásökunum sem þar koma fram, þráttfyrirákvæðiísamkomulagiumstarfslok. // Fráfarandi framkvæmdastjóri staðfestir einnig að hún muni leggja sitt af mörkum til að stuðla að starfsfriði hjá BHM og muni ekki setja fram frekari ásakanir á hendur stjórnarmönnum, starfsmönnum bandalagsins og aðildarfélaga þess.“ Hvergi talað um Ernu né starfslok hennar í erindinu Þann 9. janúar 2023 ritaði Friðrik hins vegar pistil sem hann sendi á formenn aðildarfélaga BHM undir yfirskriftinni „Þankastrik til formanna í upphafi nýs árs“. Farið var yfir starfsemi BHM á árinu 2022 og segir Friðrik meðal annars í bréfinu að bandalagið standi nú betur en það hafi gert í mörg ár, bæði varðar ásýnd en einnig varðandi starfsanda og samheldni inn á við. „Þetta er staðan nú, þrátt fyrir erfiðan, óvæginn og rætinn mótbyr í starfinu á fyrrihluta ársins. Ég dró ekki dul á það síðastliðið vor hversu eitrað andrúmsloftið innan BHM var orðið og hvíldi það þungt á mér og fjölskyldu minni. Það var þó aldrei annar valkostur en að halda áfram því verki sem ég var kjörinn til, þar með talið að bæta innri stjórn bandalagsins, sem var um margt í lamasessi og róttækra breytinga þörf. Skipulagsbreytingar síðastliðið vor, þar með talin ráðning nýs framkvæmdastjóra, auk breyting á umboði og samsetningu stjórnar BHM, nú framkvæmdastjórnar, hafa haft tilætluð jákvæð áhrif. Daglegur rekstur er nú í fastari skorðum, ákvörðunum framkvæmdastjórnar og formannaráðs betur framfylgt en áður ogverkstjórn skýrari á allri starfsemi. Lagabreytingar þær sem samþykktar voru áaðalfundi, í samhengi við frábæra niðurstöðu stefnumótunarþings okkar í febrúar, urðu enn frekar til þess að hnykkja á breyttum og vonandi betri tímum innan BHM.“ Erna taldi umræddan texta brjóta gegn þagnarskyldunni sem aðilar höfðu samþykkt og vega að starfsheiðri sínum. Orð formannsins væru aðför að orðspori sínu og ekki hægt að túlka skrifin öðruvísi en svo að Friðrik teldi hana ekki hafa staðið sig sem framkvæmdastjóra, að það hefði verið nauðsynlegt að koma henni frá og að það hefði borið tilætlaðan árangur. Héraðsdómur tók hins vegar undir sjónarmið BHM og Friðriks, sem bentu bæði á að erindið hefði aðeins verið sett á yfirstjórn BHM og að efnislega beindist hann alls ekki gegn Ernu. Ýmsar breytingar hefðu átt sér stað aðrar en brotthvarf Ernu og hvergi rætt um hana, starfslokasamninginn né aðdraganda hans í textanum. Þá sögðu stefndu að það væri fráleitt að gengið yrði að kröfu Ernu um rúmar 24 milljónir í bætur og tvær milljónir í skaðabætur, enda hefði þegar verið staðið við ákvæði starfslokasamningsins um full laun í tólf mánuði. Dómurinn tók ekki afstöðu til fjárkröfunnar. Dómsmál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Forsaga málsins er sú að árið 2022 lét Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur og stjórnmálafræðingur, af störfum sem framkvæmdastjóri BHM eftir að hafa starfað hjá bandalaginu frá 2007. Friðrik hafði verið kjörinn formaður ári áður, í maí 2021, en hætti þegar kjörtímabil hans rann út í maí 2023. Í starfslokasamningi Ernu var skýrt kveðið á um trúnað: „Báðir aðilar lýsa því yfir að þeir muni ekki eiga frumkvæði að umræðu um starfslokasamninginn og efni hans eða aðdraganda starfsloka Ernu hjá BHM, hvorki opinberlega né annars staðar. // Erna staðfestir með undirritun samkomulags þessa að hún mun gæta fyllsta trúnaðar um allt það sem hún hefur orðið áskynja um í starfi sínu hjá BHM og að þagnarskylda gildir einnig eftir að hún lætur af störfum í samræmi við ákvæði í starfslýsingu.“ Eftir að gengið var frá starfslokasamningnum, sem einnig kvað á um að Erna fengi greidd full laun í tólf mánuði eftir að hún lét af störfum, varð stjórn BHM þess áskynja að greinargerð sem Erna hafði sent stjórn um atriði tengd störfum sínum og fyrirhuguð starfslokasamningi var komin í dreifingu. Stjórn BHM lýsti miklum áhyggjum af þessu en Erna sagðist ekki hafa staðið að dreifingu plaggsins. Stjórnin fór engu að síður fram á að aðilar undirrituðu eftirfarandi yfirlýsingu: „/ Fráfarandi framkvæmdastjóri skuldbindur sig til að hvorki ræða né dreifa framangreindu bréfi, dags. 22. mars 2022, og að beita sér fyrir því að það fari ekki í frekari dreifingu og umræðu. //Stjórnarmenn BHM skuldbinda sig einnig til að hafa ekki frumkvæði að umræðu um umrætt bréf, en áskilja sér rétt, í ljósi dreifingar bréfsins, til að verja sig opinberlega gagnvart ásökunum sem þar koma fram, þráttfyrirákvæðiísamkomulagiumstarfslok. // Fráfarandi framkvæmdastjóri staðfestir einnig að hún muni leggja sitt af mörkum til að stuðla að starfsfriði hjá BHM og muni ekki setja fram frekari ásakanir á hendur stjórnarmönnum, starfsmönnum bandalagsins og aðildarfélaga þess.“ Hvergi talað um Ernu né starfslok hennar í erindinu Þann 9. janúar 2023 ritaði Friðrik hins vegar pistil sem hann sendi á formenn aðildarfélaga BHM undir yfirskriftinni „Þankastrik til formanna í upphafi nýs árs“. Farið var yfir starfsemi BHM á árinu 2022 og segir Friðrik meðal annars í bréfinu að bandalagið standi nú betur en það hafi gert í mörg ár, bæði varðar ásýnd en einnig varðandi starfsanda og samheldni inn á við. „Þetta er staðan nú, þrátt fyrir erfiðan, óvæginn og rætinn mótbyr í starfinu á fyrrihluta ársins. Ég dró ekki dul á það síðastliðið vor hversu eitrað andrúmsloftið innan BHM var orðið og hvíldi það þungt á mér og fjölskyldu minni. Það var þó aldrei annar valkostur en að halda áfram því verki sem ég var kjörinn til, þar með talið að bæta innri stjórn bandalagsins, sem var um margt í lamasessi og róttækra breytinga þörf. Skipulagsbreytingar síðastliðið vor, þar með talin ráðning nýs framkvæmdastjóra, auk breyting á umboði og samsetningu stjórnar BHM, nú framkvæmdastjórnar, hafa haft tilætluð jákvæð áhrif. Daglegur rekstur er nú í fastari skorðum, ákvörðunum framkvæmdastjórnar og formannaráðs betur framfylgt en áður ogverkstjórn skýrari á allri starfsemi. Lagabreytingar þær sem samþykktar voru áaðalfundi, í samhengi við frábæra niðurstöðu stefnumótunarþings okkar í febrúar, urðu enn frekar til þess að hnykkja á breyttum og vonandi betri tímum innan BHM.“ Erna taldi umræddan texta brjóta gegn þagnarskyldunni sem aðilar höfðu samþykkt og vega að starfsheiðri sínum. Orð formannsins væru aðför að orðspori sínu og ekki hægt að túlka skrifin öðruvísi en svo að Friðrik teldi hana ekki hafa staðið sig sem framkvæmdastjóra, að það hefði verið nauðsynlegt að koma henni frá og að það hefði borið tilætlaðan árangur. Héraðsdómur tók hins vegar undir sjónarmið BHM og Friðriks, sem bentu bæði á að erindið hefði aðeins verið sett á yfirstjórn BHM og að efnislega beindist hann alls ekki gegn Ernu. Ýmsar breytingar hefðu átt sér stað aðrar en brotthvarf Ernu og hvergi rætt um hana, starfslokasamninginn né aðdraganda hans í textanum. Þá sögðu stefndu að það væri fráleitt að gengið yrði að kröfu Ernu um rúmar 24 milljónir í bætur og tvær milljónir í skaðabætur, enda hefði þegar verið staðið við ákvæði starfslokasamningsins um full laun í tólf mánuði. Dómurinn tók ekki afstöðu til fjárkröfunnar.
Dómsmál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira