„Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2024 11:59 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Fagfélaganna. Vísir/Vilhelm Samninganefndir breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú hjá Ríkissáttasemjara, en VR sagði sig úr fylkingunni í gær. Á sama tíma undirbúa Fagfélögin verkfallsaðgerðir. Formaðurinn fylgist vel með en gefur ekki upp hvort VR sláist í för með þeim. Fulltrúar breiðfylkingarinnar, að frátöldum VR sem sleit sig frá fylkingunni í gær, hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Ríkissáttasemjari hefur sett samningsaðila í fjölmiðlabann, og því hefur ekki verið hægt að fá upplýsingar um gang viðræðna. Í gær var þó greint frá því að samstaða hefði náðst um forsenduákvæði kjarasamninga um þróun verðbólgu. Á sama tíma hafa Fagfélögin hafið undirbúning verkfallsaðgerða, eftir fund samninganefnda félaganna í gær. „Þar var ákveðið, sökum þess að gangurinn er ekki nægilega mikill að mati hópsins, að undirbúa næstu skref í þessu. Það var settur á laggirnar aðgerðahópur til þess að skipuleggja aðgerðir, til þess að búa til meiri pressu á viðsemjendur okkar,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Fagfélaganna, sem telji um 12.000 félagsmenn. Viðræður við SA hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við erum að reyna að ná heildarsamningum og það er í raun og veru allt undir í því, en ég get ekki farið efnislega út í hvar það stendur akkúrat núna.“ Úttalar sig ekki um mögulegt samstarf við VR Líkt og áður sagði er VR ekki lengur hluti af breiðfylkingunni. Kemur til greina að þau gangi til liðs við ykkur, hefur það verið rætt? „Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur og sjáum hvað félagar okkar eru að gera. Við tölum alltaf saman, formenn félaganna, og þurfum bara að meta hver staðan er á hverjum tíma, en það er ekkert fast í hendi með það, eins og staðan er akkúrat núna.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22 Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Fulltrúar breiðfylkingarinnar, að frátöldum VR sem sleit sig frá fylkingunni í gær, hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Ríkissáttasemjari hefur sett samningsaðila í fjölmiðlabann, og því hefur ekki verið hægt að fá upplýsingar um gang viðræðna. Í gær var þó greint frá því að samstaða hefði náðst um forsenduákvæði kjarasamninga um þróun verðbólgu. Á sama tíma hafa Fagfélögin hafið undirbúning verkfallsaðgerða, eftir fund samninganefnda félaganna í gær. „Þar var ákveðið, sökum þess að gangurinn er ekki nægilega mikill að mati hópsins, að undirbúa næstu skref í þessu. Það var settur á laggirnar aðgerðahópur til þess að skipuleggja aðgerðir, til þess að búa til meiri pressu á viðsemjendur okkar,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Fagfélaganna, sem telji um 12.000 félagsmenn. Viðræður við SA hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við erum að reyna að ná heildarsamningum og það er í raun og veru allt undir í því, en ég get ekki farið efnislega út í hvar það stendur akkúrat núna.“ Úttalar sig ekki um mögulegt samstarf við VR Líkt og áður sagði er VR ekki lengur hluti af breiðfylkingunni. Kemur til greina að þau gangi til liðs við ykkur, hefur það verið rætt? „Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur og sjáum hvað félagar okkar eru að gera. Við tölum alltaf saman, formenn félaganna, og þurfum bara að meta hver staðan er á hverjum tíma, en það er ekkert fast í hendi með það, eins og staðan er akkúrat núna.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22 Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22
Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01