Keppti óvænt í fyrsta sinn í marga mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 08:31 Sólveig Sigurðardóttir náði þriðja sætinu á sínu fyrsta móti í langan tíma. @solasigurdardottir Ein af stærstu CrossFit stjörnum Íslendinga sagði ekki frá því að hún væri að keppa um helgina en hún var óvænt meðal keppenda í einvíginu í sandinum. Sólveig Sigurðardóttir var þarna að keppa á sínu fyrsta CrossFit móti síðan síðasta sumar. Sólveig tók þá þátt í SandClash mótinu í Sádi Arabíu og náði þar þriðja sætinu. @solasigurdardottir Sólveig hafði tekið sér frí frá keppni í meira en hálft ár eftir vonbrigðin í fyrrasumar þegar henni tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Árið áður hafði hún slegið í gegn og komist alla leið á heimsleikana. Samkeppnin er mikil í heiminum og hún sat eftir með sárt ennið eftir undanúrslitin í fyrra. Það hefur lítið farið fyrir Sólveigu í CrossFit keppnunum síðan en það breyttist nú þegar undankeppni fyrir næstu heimsleika er að byrja. Sólveig ákvað samt ekki að segja frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún væri að snúa aftur til keppni. „Ég keppti um helgina á SandClash mótinu. Ég hafði ekki keppt fyrr en síðasta sumar. Ég þurfti á fríi að halda,“ skrifaði Sólveig á samfélagsmiðlinum sínum. „Ég átti nokkrar góðar æfingar og nokkrar ekki eins góðar. Ég var bara ánægð að fara aftur í keppnisskóna og geta notið þess,“ skrifaði Sólveig. „Ég vildi ekki setja neina pressu á mig sjálfa um helgina og þess vegna sagði ég ekki frá því á samfélagsmiðlum að ég væri að fara að keppa. Ég vildi bara stökkva á þetta og finna aftur ánægjuna að keppa,“ skrifaði Sólveig. Hún vann sér inn tuttugu þúsund sádi-arabíska ríala sem er meira en 730 þúsund íslenskar krónur. CrossFit Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Sólveig Sigurðardóttir var þarna að keppa á sínu fyrsta CrossFit móti síðan síðasta sumar. Sólveig tók þá þátt í SandClash mótinu í Sádi Arabíu og náði þar þriðja sætinu. @solasigurdardottir Sólveig hafði tekið sér frí frá keppni í meira en hálft ár eftir vonbrigðin í fyrrasumar þegar henni tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Árið áður hafði hún slegið í gegn og komist alla leið á heimsleikana. Samkeppnin er mikil í heiminum og hún sat eftir með sárt ennið eftir undanúrslitin í fyrra. Það hefur lítið farið fyrir Sólveigu í CrossFit keppnunum síðan en það breyttist nú þegar undankeppni fyrir næstu heimsleika er að byrja. Sólveig ákvað samt ekki að segja frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún væri að snúa aftur til keppni. „Ég keppti um helgina á SandClash mótinu. Ég hafði ekki keppt fyrr en síðasta sumar. Ég þurfti á fríi að halda,“ skrifaði Sólveig á samfélagsmiðlinum sínum. „Ég átti nokkrar góðar æfingar og nokkrar ekki eins góðar. Ég var bara ánægð að fara aftur í keppnisskóna og geta notið þess,“ skrifaði Sólveig. „Ég vildi ekki setja neina pressu á mig sjálfa um helgina og þess vegna sagði ég ekki frá því á samfélagsmiðlum að ég væri að fara að keppa. Ég vildi bara stökkva á þetta og finna aftur ánægjuna að keppa,“ skrifaði Sólveig. Hún vann sér inn tuttugu þúsund sádi-arabíska ríala sem er meira en 730 þúsund íslenskar krónur.
CrossFit Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira