Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 06:18 Blær segir fólk alltaf hafa verið á varðbergi gagnvart Davíð og föður hans. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. Kveikur ræddi við Sögu Kjartansdóttur lögfræðing, sem sinnir vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ, en hún segir nafnlausar ábendingar hafa borist sambandinu í byrjun árs 2023. „Þar kom fram að fólk sem væri að vinna á Wok on og þessum Vietnam restaurant veitingastöðum. Fólki væri að vinna mjög langar vaktir, 12–14 klukkutíma á daga alla daga vikunnar. Það væri ekki að fá rétt laun. Auk þess kom fram í einum skilaboðunum að fólk hefði borgað margar milljónir til þess að fá starfið.“ Einn þeirra sem um ræðir er maður sem Kveikur kallar Blæ. Blær segist hafa komið hingað fyrir börnin sín og framtíð fjölskyldu sinnar. „Við vildum koma og prófa eitthvað nýtt. Í sannleika sagt er lífið á Íslandi gott en við vorum ekki heppin að fara þessa leið. Ég er undir miklu álagi, stressi og of það er þung byrði að bera að vinna fyrir hann.“ Blær segist ekki lengur hræddur við Davíð en hann segir sig og aðra jafnan hafa verið á varðbergi og passað að láta Davíð eða pabba hans ekki nappa sig í pásu. Hann hafi unnið tólf til þrettán tíma á dag og aldrei fengið sumarfrí eða jólafrí þrátt fyrir að hafa unnið hér á landi í nokkur ár. Blær greiddi Davíð níu milljónir króna fyrir að komast til Íslands og fá vinnu og átta milljónir við viðbótar til að fá fjölskyldu sína hingað. Hann býr í leiguhúsnæði sem er ekki á vegum Davíðs og þarf því „aðeins“ að vinna sex daga vikunnar en þeir sem leigja hjá Davíð vinna alla daga. Laun Blæs hafa verið 290 þúsund krónur á mánuði en af einhverjum ástæðum hafi 425 til 480 þúsund verið greiddar inn á reikning hjá honum og hann skili mismuninum til núverandi sambýliskonu og fyrrverandi eiginkonu Davíðs. „Hann kemur fram við okkur eins og við séum hundar,“ segir Blær. Hann segist ekki geta meira og vilja segja frá öllu. Hann staðfestir að fólk hafi gist á lagernum margumrædda, þar sem mörg tonn af ónýtum matvælum fundust. Kveikur ræddi einnig við konu sem kölluð er Júlía, en hún hefur aðstoðað fólk við að losna undan Davíð. „Hann sýnir ógnandi hegðun þegar hann fer á veitingastaðina og hittir starfsfólkið sitt. Þau eru hrædd um að fá ekki endurnýjað dvalarleyfi og þurfi þá að snúa aftur til síns heimalands. Það er einhvern veginn alltaf talin smá skömm að vera að fara út til útlanda, sérstaklega til Evrópu, fá vinnu og einhvern veginn vera sendur heim eins og þú sért ekki nógu góður í því sem þú ert að gera.“ Kveikur segir fjölda Víetnama hafa komið hingað til lands síðustu ár á grundvelli svokallaðra sérfræðingaleyfa og fjölskyldusameiningar. Þá séu ennig dæmi um að fólk hafi fengið dvalarleyfi í gegnum málamyndahjúskap, þar sem Íslendingum hafi verið greitt fyrir að giftast Víetnama. Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Veitingastaðir Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Kveikur ræddi við Sögu Kjartansdóttur lögfræðing, sem sinnir vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ, en hún segir nafnlausar ábendingar hafa borist sambandinu í byrjun árs 2023. „Þar kom fram að fólk sem væri að vinna á Wok on og þessum Vietnam restaurant veitingastöðum. Fólki væri að vinna mjög langar vaktir, 12–14 klukkutíma á daga alla daga vikunnar. Það væri ekki að fá rétt laun. Auk þess kom fram í einum skilaboðunum að fólk hefði borgað margar milljónir til þess að fá starfið.“ Einn þeirra sem um ræðir er maður sem Kveikur kallar Blæ. Blær segist hafa komið hingað fyrir börnin sín og framtíð fjölskyldu sinnar. „Við vildum koma og prófa eitthvað nýtt. Í sannleika sagt er lífið á Íslandi gott en við vorum ekki heppin að fara þessa leið. Ég er undir miklu álagi, stressi og of það er þung byrði að bera að vinna fyrir hann.“ Blær segist ekki lengur hræddur við Davíð en hann segir sig og aðra jafnan hafa verið á varðbergi og passað að láta Davíð eða pabba hans ekki nappa sig í pásu. Hann hafi unnið tólf til þrettán tíma á dag og aldrei fengið sumarfrí eða jólafrí þrátt fyrir að hafa unnið hér á landi í nokkur ár. Blær greiddi Davíð níu milljónir króna fyrir að komast til Íslands og fá vinnu og átta milljónir við viðbótar til að fá fjölskyldu sína hingað. Hann býr í leiguhúsnæði sem er ekki á vegum Davíðs og þarf því „aðeins“ að vinna sex daga vikunnar en þeir sem leigja hjá Davíð vinna alla daga. Laun Blæs hafa verið 290 þúsund krónur á mánuði en af einhverjum ástæðum hafi 425 til 480 þúsund verið greiddar inn á reikning hjá honum og hann skili mismuninum til núverandi sambýliskonu og fyrrverandi eiginkonu Davíðs. „Hann kemur fram við okkur eins og við séum hundar,“ segir Blær. Hann segist ekki geta meira og vilja segja frá öllu. Hann staðfestir að fólk hafi gist á lagernum margumrædda, þar sem mörg tonn af ónýtum matvælum fundust. Kveikur ræddi einnig við konu sem kölluð er Júlía, en hún hefur aðstoðað fólk við að losna undan Davíð. „Hann sýnir ógnandi hegðun þegar hann fer á veitingastaðina og hittir starfsfólkið sitt. Þau eru hrædd um að fá ekki endurnýjað dvalarleyfi og þurfi þá að snúa aftur til síns heimalands. Það er einhvern veginn alltaf talin smá skömm að vera að fara út til útlanda, sérstaklega til Evrópu, fá vinnu og einhvern veginn vera sendur heim eins og þú sért ekki nógu góður í því sem þú ert að gera.“ Kveikur segir fjölda Víetnama hafa komið hingað til lands síðustu ár á grundvelli svokallaðra sérfræðingaleyfa og fjölskyldusameiningar. Þá séu ennig dæmi um að fólk hafi fengið dvalarleyfi í gegnum málamyndahjúskap, þar sem Íslendingum hafi verið greitt fyrir að giftast Víetnama.
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Veitingastaðir Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira