Dýrtíðin skerði samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2024 14:27 Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bendir á að efnahagslegt umhverfi greinarinnar hér á landi skerði samkeppnishæfni. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld verða að taka alvarlega þær blikur sem á lofti eru í ferðaþjónustu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem varar við þeim efnahagslegu afleiðingum sem samdráttur í greininni hefði í för með sér fyrir þjóðarbúið. Í aðsendri grein í Viðskiptamogganum segir Bjarnheiður að blikur séu á lofti í ferðaþjónustu. Nokkrir samverkandi þættir leiði til þess að líklega verði samdráttur í greininni á þessu ári, til dæmis jarðhræringar á Reykjanesi en fréttaflutningur erlendis virðist hafa haft þau áhrif að fólk telji Ísland síður öruggan áfangastað. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Þá vegur dýrtíðin á Íslandi einnig þungt. Skilaboðin sem Samtök ferðaþjónustunnar fái frá söluaðilum erlendis séu þau að samanburður á ferðum til Íslands og ferða til fjarlægari landa, sem hafi verið kostnaðarsamari, sýni að verðið sé orðið sambærilegt. Því sé nauðsynlegt að bæta efnahagslegt umhverfi hér á landi. „Það er há verðbólga, háir stýrivextir, hár launakostnaður, háir skattar og svo framvegis sem veldur því að verðlag í greininni er tiltölulega hátt miðað við þær þjóðir sem við berum okkur saman við og þá drögumst við einfaldlega aftur úr í samkeppnishæfni þegar áfangastaðurinn er orðinn of dýr.“ Svokallaðir „fjarmarkaðir“ séu nú að opnast hver af öðrum eftir kórónuveirufaraldur. „Við högnuðumst á því að sumir þessara markaða voru nánast lokaðir þannig að fólk ferðaðist meira bara innan Evrópu og Bandaríkjamenn til Evrópu og að lokum þá langar mig að nefna það að við stöndum okkar keppinautum langt að baki varðandi neytendamarkaðssetningu á erlendum mörkuðum. Við erum ekki að fjárfesta nægilega mikið til að kynna áfangastaðinn og halda vitund gesta vakandi varðandi staðinn og það er helst það sem við gætum bætt úr á þessum tímapunkti. Við gætum stóraukið markaðsetningu erlendis á áfangastaðnum Íslandi.“ Blikur eru á lofti í ferðaþjónustu.Vísir/VIlhelm Nokkurra prósenta samdráttur á pari við loðnubrest Bjarnheiður segir að ekki megi vanmeta efnahagsleg áhrif mögulegs samdráttar fyrir þjóðarbúið. Hún segir að til þess að almenningur og stjórnvöld skilji umfangið þurfi hún að bera saman ferðamennsku og sjávarútveg. „Fimm prósent samdráttur í fjölda ferðamanna til Íslands er eins og á við 25 milljarða tekjutap sem er á við eina meðal loðnuvertíð og síðan er hægt að margfalda þetta eftir því sem samdrátturinn verður meiri.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. 21. febrúar 2024 10:29 Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“ Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum. 9. febrúar 2024 11:31 Vísbendingar um að ferðamönnum fjölgi ekki í ár - jafnvel samdráttur Vísbendingar eru um að það verði ekki vöxtur í fjölda ferðamanna í ár og jafnvel samdráttur, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins. Það er þvert á opinberar spár. 30. janúar 2024 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Í aðsendri grein í Viðskiptamogganum segir Bjarnheiður að blikur séu á lofti í ferðaþjónustu. Nokkrir samverkandi þættir leiði til þess að líklega verði samdráttur í greininni á þessu ári, til dæmis jarðhræringar á Reykjanesi en fréttaflutningur erlendis virðist hafa haft þau áhrif að fólk telji Ísland síður öruggan áfangastað. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Þá vegur dýrtíðin á Íslandi einnig þungt. Skilaboðin sem Samtök ferðaþjónustunnar fái frá söluaðilum erlendis séu þau að samanburður á ferðum til Íslands og ferða til fjarlægari landa, sem hafi verið kostnaðarsamari, sýni að verðið sé orðið sambærilegt. Því sé nauðsynlegt að bæta efnahagslegt umhverfi hér á landi. „Það er há verðbólga, háir stýrivextir, hár launakostnaður, háir skattar og svo framvegis sem veldur því að verðlag í greininni er tiltölulega hátt miðað við þær þjóðir sem við berum okkur saman við og þá drögumst við einfaldlega aftur úr í samkeppnishæfni þegar áfangastaðurinn er orðinn of dýr.“ Svokallaðir „fjarmarkaðir“ séu nú að opnast hver af öðrum eftir kórónuveirufaraldur. „Við högnuðumst á því að sumir þessara markaða voru nánast lokaðir þannig að fólk ferðaðist meira bara innan Evrópu og Bandaríkjamenn til Evrópu og að lokum þá langar mig að nefna það að við stöndum okkar keppinautum langt að baki varðandi neytendamarkaðssetningu á erlendum mörkuðum. Við erum ekki að fjárfesta nægilega mikið til að kynna áfangastaðinn og halda vitund gesta vakandi varðandi staðinn og það er helst það sem við gætum bætt úr á þessum tímapunkti. Við gætum stóraukið markaðsetningu erlendis á áfangastaðnum Íslandi.“ Blikur eru á lofti í ferðaþjónustu.Vísir/VIlhelm Nokkurra prósenta samdráttur á pari við loðnubrest Bjarnheiður segir að ekki megi vanmeta efnahagsleg áhrif mögulegs samdráttar fyrir þjóðarbúið. Hún segir að til þess að almenningur og stjórnvöld skilji umfangið þurfi hún að bera saman ferðamennsku og sjávarútveg. „Fimm prósent samdráttur í fjölda ferðamanna til Íslands er eins og á við 25 milljarða tekjutap sem er á við eina meðal loðnuvertíð og síðan er hægt að margfalda þetta eftir því sem samdrátturinn verður meiri.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. 21. febrúar 2024 10:29 Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“ Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum. 9. febrúar 2024 11:31 Vísbendingar um að ferðamönnum fjölgi ekki í ár - jafnvel samdráttur Vísbendingar eru um að það verði ekki vöxtur í fjölda ferðamanna í ár og jafnvel samdráttur, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins. Það er þvert á opinberar spár. 30. janúar 2024 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. 21. febrúar 2024 10:29
Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“ Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum. 9. febrúar 2024 11:31
Vísbendingar um að ferðamönnum fjölgi ekki í ár - jafnvel samdráttur Vísbendingar eru um að það verði ekki vöxtur í fjölda ferðamanna í ár og jafnvel samdráttur, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins. Það er þvert á opinberar spár. 30. janúar 2024 07:00