Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Margrét Björk Jónsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 17. mars 2024 12:41 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður. Vísir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem þeir voru staddir við Suðurstrandarveg. Hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi er í um 400 metra fjarlægð frá veginum en vegna þess hve hægt rennslið er, segist Hjálmar ekki gera ráð fyrir að vegurinn fari í sundur. Varnargarðar voru reistur fyrir ofan veginn fyrir nokkrum vikum og segir Hjálmar ljóst að þeir hafi virkað mjög vel. „Það var svolítið áhlaup á þá sem voru hér á staðnum í nótt, en þeir hafa haldið og beint þessu út, en það hefur hægst á þessu. Þeir bara svínvirka þessir garðar.“ En ef þeir hefðu ekki verið komnir upp? „Miðað við það sem við erum að sjá núna hefði hesthúsahverfið verið farið undir hraun og efri byggðin. Það er klárt mál að þeir eru að bjarga byggðinni, þessir garðar.“ Öryggistilfinning innan varnargarðanna Grindvíkingar og í raun öll þjóðin hafa beðið með öndina í hálsinum um hvar upptök eldgossins kæmi upp. Ljóst er að upptökin hefðu geta orðið mun nær byggð en Hjálmar segir að staðsetningin núna sé nokkuð heppileg. „Þetta er akkúrat þar sem menn voru búnir að spá að myndi gerast með skömmum fyrirvara. Garðarnir virka og þetta hefur engin áhrif inni í Grindavík. Ég geri ráð fyrir að það verði löndun í Grindavík á morgun, veit ekki til þess að það sé ástæða til að falla frá því eins og staðan er núna.“ Þá segir Hjálmar að meiri bjartsýni gæti nú hjá íbúum bæjarins en áður. „Menn tala um að með haustinu verði þessu hreinlega lokið. Ég ætla bara að vona að það standist. Menn eru alveg bjartsýnir. Aðalatriði er að þessir garðar eru að verja Grindavík og maður fær öryggistilfinningu innan garðanna. Það er bara björt framtíð, við ætlum að lifa með þessu og verðum bara að vonast til að þessu ljúki fyrr en seinna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem þeir voru staddir við Suðurstrandarveg. Hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi er í um 400 metra fjarlægð frá veginum en vegna þess hve hægt rennslið er, segist Hjálmar ekki gera ráð fyrir að vegurinn fari í sundur. Varnargarðar voru reistur fyrir ofan veginn fyrir nokkrum vikum og segir Hjálmar ljóst að þeir hafi virkað mjög vel. „Það var svolítið áhlaup á þá sem voru hér á staðnum í nótt, en þeir hafa haldið og beint þessu út, en það hefur hægst á þessu. Þeir bara svínvirka þessir garðar.“ En ef þeir hefðu ekki verið komnir upp? „Miðað við það sem við erum að sjá núna hefði hesthúsahverfið verið farið undir hraun og efri byggðin. Það er klárt mál að þeir eru að bjarga byggðinni, þessir garðar.“ Öryggistilfinning innan varnargarðanna Grindvíkingar og í raun öll þjóðin hafa beðið með öndina í hálsinum um hvar upptök eldgossins kæmi upp. Ljóst er að upptökin hefðu geta orðið mun nær byggð en Hjálmar segir að staðsetningin núna sé nokkuð heppileg. „Þetta er akkúrat þar sem menn voru búnir að spá að myndi gerast með skömmum fyrirvara. Garðarnir virka og þetta hefur engin áhrif inni í Grindavík. Ég geri ráð fyrir að það verði löndun í Grindavík á morgun, veit ekki til þess að það sé ástæða til að falla frá því eins og staðan er núna.“ Þá segir Hjálmar að meiri bjartsýni gæti nú hjá íbúum bæjarins en áður. „Menn tala um að með haustinu verði þessu hreinlega lokið. Ég ætla bara að vona að það standist. Menn eru alveg bjartsýnir. Aðalatriði er að þessir garðar eru að verja Grindavík og maður fær öryggistilfinningu innan garðanna. Það er bara björt framtíð, við ætlum að lifa með þessu og verðum bara að vonast til að þessu ljúki fyrr en seinna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira