Ástmaður næstbestu tenniskonu heims látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2024 14:30 Aryna Sabalenka vann Opna ástralska meistaramótið á dögunum. Getty/Andy Cheung Fyrrum leikmaður í NHL-deildinni í íshokkí og kærasti tennisstjörnunnar Arynu Sabalenka er allur. Hvít-rússneska íshokkísambandið staðfesti fréttirnar að Konstantin Koltsov hafi látist. Aryna Sabalenka er í öðru sæti á heimslistanum í tennis og vann Opna ástralska risamótið á dögunum og það annað árið í röð. Hún var sautján árum yngri en kærastinn. Former NHL player Konstantin Koltsov dead at 42 https://t.co/2sLGf3m8X9 pic.twitter.com/0vmRLWW6qS— New York Post (@nypost) March 19, 2024 Hvít-rússneska íshokkísambandið sendi frá sér stutta tilkynningu en þar kom ekki fram hvernig eða hvar Koltsov lést. Koltsov spilaði í þrjú tímabil í NHL-deildinni með Pittsburgh Penguins og tók einnig þátt í tveimur Ólympíuleikum með landsliði Hvíta-Rússlands. Koltsov, sem var 42 ára gamall, hafði einnig verið þjálfari bæði hjá félagsliði og hvít-rússneska landsliðinu. „Hann var sterk og jákvæð persóna, elskaður og virtur af leikmönnum, kollegum og stuðningsmönnum. Hvíl í friði,“ segir í yfirlýsingu frá íshokkífélaginu Salavat Julajev Ufa en Koltsov var aðstoðarþjálfari hjá félaginu ásamt því að vera landsliðsþjálfari. Konstantin Koltsov eignaðist þrjú börn með eiginkonu sinni Juliu en þau skildu árið 2020. Fyrst fréttist af sambandi hans og tennisstjörnunnar Sabalenku í júní 2021. Konstantin Koltsov s death has been confirmed by his clubHe was Sabalenka s boyfriend & a former hockey playerHeartbroken for Aryna. She lost her father a few years ago and now this. Send Aryna & Koltsov s family your prayers. They re going to need them (via pic.twitter.com/GpjR8z2N8O— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) March 19, 2024 Tennis Íshokkí Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sjá meira
Hvít-rússneska íshokkísambandið staðfesti fréttirnar að Konstantin Koltsov hafi látist. Aryna Sabalenka er í öðru sæti á heimslistanum í tennis og vann Opna ástralska risamótið á dögunum og það annað árið í röð. Hún var sautján árum yngri en kærastinn. Former NHL player Konstantin Koltsov dead at 42 https://t.co/2sLGf3m8X9 pic.twitter.com/0vmRLWW6qS— New York Post (@nypost) March 19, 2024 Hvít-rússneska íshokkísambandið sendi frá sér stutta tilkynningu en þar kom ekki fram hvernig eða hvar Koltsov lést. Koltsov spilaði í þrjú tímabil í NHL-deildinni með Pittsburgh Penguins og tók einnig þátt í tveimur Ólympíuleikum með landsliði Hvíta-Rússlands. Koltsov, sem var 42 ára gamall, hafði einnig verið þjálfari bæði hjá félagsliði og hvít-rússneska landsliðinu. „Hann var sterk og jákvæð persóna, elskaður og virtur af leikmönnum, kollegum og stuðningsmönnum. Hvíl í friði,“ segir í yfirlýsingu frá íshokkífélaginu Salavat Julajev Ufa en Koltsov var aðstoðarþjálfari hjá félaginu ásamt því að vera landsliðsþjálfari. Konstantin Koltsov eignaðist þrjú börn með eiginkonu sinni Juliu en þau skildu árið 2020. Fyrst fréttist af sambandi hans og tennisstjörnunnar Sabalenku í júní 2021. Konstantin Koltsov s death has been confirmed by his clubHe was Sabalenka s boyfriend & a former hockey playerHeartbroken for Aryna. She lost her father a few years ago and now this. Send Aryna & Koltsov s family your prayers. They re going to need them (via pic.twitter.com/GpjR8z2N8O— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) March 19, 2024
Tennis Íshokkí Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sjá meira