Gylfi Þór hetjan síðast þegar Ísland og Úkraína mættust Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 09:01 Gylfi Þór í leiknum gegn Úkraínu 2017 Vísir/Anton Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun á morgun leika hreinan úrslitaleik gegn Úkraínu um laust sæti á komandi Evrópumóti. Liðin hafa alls mæst fjórum sinnum í mótsleikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Íslands í síðustu viðureign liðanna. Úrslitaleikur Íslands og Úkraínu fer fram á Tarczynski leikvanginum í Wroclaw í Póllandi. Leikvangurinn tekur um fjörutíu og þrjú þúsund manns í sæti og sigurliðið mun tryggja sér farmiðann á EM í Þýskalandi. Aðeins fimm af núverandi leikmönnum sem mynda landsliðshóp Íslands voru í leikmannahópi liðsins í síðustu viðureign gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018 sem fór fram á Laugardalsvelli. Það eru þeir Sverrir Ingi Ingason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Hjörtur Hermannsson og Arnór Ingvi Traustason. Árið 2017 er eitt af gullaldarárum íslenska landsliðsins sem hafði árið áður komist í fyrsta sinn á stórmót, EM 2016, þar sem að liðið vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Komst alla leið í átta liða úrslit mótsins. Í undankeppni HM 2018 hélt íslenska landsliðið uppteknum hætti, toppaði riðil sinn og tryggði sér beint sæti á HM í Rússlandi. Á þeirri vegferð sinni kom landslið Úkraínu í heimsókn í september árið 2017. Troðfullur Laugardalsvöllur hvatti Strákana okkar leggja Úkraínumenn af velli. Tvenna frá Gylfa Þór Sigurðssyni sigldi sigrinum heim. Hér fyrir neðan má sjá helstu atriði úr síðasta leik Íslands og Úkraínu. Stórleikur morgundagsins verður svo á dagskrá Stöðvar 2 Sport í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Vonumst eftir svipuðum úrslitum. Þá verður EM sætið tryggt. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Úrslitaleikur Íslands og Úkraínu fer fram á Tarczynski leikvanginum í Wroclaw í Póllandi. Leikvangurinn tekur um fjörutíu og þrjú þúsund manns í sæti og sigurliðið mun tryggja sér farmiðann á EM í Þýskalandi. Aðeins fimm af núverandi leikmönnum sem mynda landsliðshóp Íslands voru í leikmannahópi liðsins í síðustu viðureign gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018 sem fór fram á Laugardalsvelli. Það eru þeir Sverrir Ingi Ingason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Hjörtur Hermannsson og Arnór Ingvi Traustason. Árið 2017 er eitt af gullaldarárum íslenska landsliðsins sem hafði árið áður komist í fyrsta sinn á stórmót, EM 2016, þar sem að liðið vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Komst alla leið í átta liða úrslit mótsins. Í undankeppni HM 2018 hélt íslenska landsliðið uppteknum hætti, toppaði riðil sinn og tryggði sér beint sæti á HM í Rússlandi. Á þeirri vegferð sinni kom landslið Úkraínu í heimsókn í september árið 2017. Troðfullur Laugardalsvöllur hvatti Strákana okkar leggja Úkraínumenn af velli. Tvenna frá Gylfa Þór Sigurðssyni sigldi sigrinum heim. Hér fyrir neðan má sjá helstu atriði úr síðasta leik Íslands og Úkraínu. Stórleikur morgundagsins verður svo á dagskrá Stöðvar 2 Sport í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Vonumst eftir svipuðum úrslitum. Þá verður EM sætið tryggt. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira