Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Kristín Ólafsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. mars 2024 15:30 Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi. Vísir/Arnar Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. Þjófarnir gætu bæði verið Íslendingar eða útlendingar, það er ekki vitað að sögn Heimis. „Við erum úti um allt að reyna að leita vísbendinga, og fara eftir þeim vísbendingum sem við höfum.“ Heimir telur að allt þýfið komi frá Vídeómarkaðnum, þar sem að fjöldi spilakassa er starfræktur. Bíll Öryggismiðstöðvarinnar var að tæma kassa á svæðinu, en hafði einungis gert það á Vídeómarkaðnum. Lögreglan lýsti í gær eftir Toyotu Yaris sem þjófarnir notuðu. Sá bíll er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Í gær fékk lögreglan ábendingu um annan Yaris, bílinn sem hafði sama númer og sá eftirlýsti. Sá bíll var þó ekki sá rétti, einu af tveimur skráningarnúmerum hans hafði verið stolið og setta á bíl þjófanna. „Við fundum bíl sem var á einu skráningarnúmeri, og var á réttu númeri, en það var ekki bíllinn sem var notaður við verknaðinn.“ Lögreglan hefur upptöku af ráninu undir höndum og hefur því nokkuð skýra mynd af sjálfu ráninu. „Við erum að fikra okkur áfram. Þetta gengur hægt, en við erum að reyna eins og við getum,“ segir hann. „Þetta er þannig skipulagt að þeir koma á bíl sem er með tveimur númeraplötum sem eru stolnar. Við erum ekki með upplýsingar um hvaða bíll þetta er, eða hvaða aðilar þetta eru.“ Þjófarnir tóku sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar hafa nú fundist á Esjumelum og í Mosfellsbæ, en verðmætin eru enn ófundin. Nokkrar þeirra fundust í gærkvöldi, en hinar í kringum hádegisleytið í dag. Heimir segir að lögreglan telji að í töskunum séu á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir segir að lögreglan sé nú í sambandi við Öryggismiðstöðina um hvort sprengjurnar hafi verið virkar í töskunum þar sem verðmætin voru. Er einhver möguleiki á að mennirnir séu komnir úr landi með peningana? „Það er ómögulegt að segja. Við bara vitum það ekki.“ Heimir segist ekki muna eftir atviku sem eru þessu lík. „Ég man ekki eftir svipuðu.“ Lögreglumál Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þjófarnir gætu bæði verið Íslendingar eða útlendingar, það er ekki vitað að sögn Heimis. „Við erum úti um allt að reyna að leita vísbendinga, og fara eftir þeim vísbendingum sem við höfum.“ Heimir telur að allt þýfið komi frá Vídeómarkaðnum, þar sem að fjöldi spilakassa er starfræktur. Bíll Öryggismiðstöðvarinnar var að tæma kassa á svæðinu, en hafði einungis gert það á Vídeómarkaðnum. Lögreglan lýsti í gær eftir Toyotu Yaris sem þjófarnir notuðu. Sá bíll er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Í gær fékk lögreglan ábendingu um annan Yaris, bílinn sem hafði sama númer og sá eftirlýsti. Sá bíll var þó ekki sá rétti, einu af tveimur skráningarnúmerum hans hafði verið stolið og setta á bíl þjófanna. „Við fundum bíl sem var á einu skráningarnúmeri, og var á réttu númeri, en það var ekki bíllinn sem var notaður við verknaðinn.“ Lögreglan hefur upptöku af ráninu undir höndum og hefur því nokkuð skýra mynd af sjálfu ráninu. „Við erum að fikra okkur áfram. Þetta gengur hægt, en við erum að reyna eins og við getum,“ segir hann. „Þetta er þannig skipulagt að þeir koma á bíl sem er með tveimur númeraplötum sem eru stolnar. Við erum ekki með upplýsingar um hvaða bíll þetta er, eða hvaða aðilar þetta eru.“ Þjófarnir tóku sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar hafa nú fundist á Esjumelum og í Mosfellsbæ, en verðmætin eru enn ófundin. Nokkrar þeirra fundust í gærkvöldi, en hinar í kringum hádegisleytið í dag. Heimir segir að lögreglan telji að í töskunum séu á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir segir að lögreglan sé nú í sambandi við Öryggismiðstöðina um hvort sprengjurnar hafi verið virkar í töskunum þar sem verðmætin voru. Er einhver möguleiki á að mennirnir séu komnir úr landi með peningana? „Það er ómögulegt að segja. Við bara vitum það ekki.“ Heimir segist ekki muna eftir atviku sem eru þessu lík. „Ég man ekki eftir svipuðu.“
Lögreglumál Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira