Verulega brugðið yfir Hamraborgarmálinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2024 19:20 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Lögregla leitar enn að tveimur þjófum sem stálu tugum milljóna króna úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í fyrradag. Þónokkrar vísbendingar hafa borist en lögregla virðist engu nær. Forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, sem á féð, er verulega brugðið og reiknar með að verklagi verði breytt vegna málsins. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru að sækja spilakassafé fyrir Happdrætti Háskólans inni á barnum Catalinu í Hamraborg í fyrradag þegar þjófarnir tveir brutust inn í bíl þeirra og stálu peningum sem var nýbúið að sækja af Vídjómarkaðnum hinum megin við götuna. „Okkur var verulega brugðið enda er þetta óvenjulegur atburður og fátítt í okkar samfélagi. En á móti var manni svo létt þegar maður frétti það að það hefði enginn slasast í þessu innbroti. Þetta er einstakt og kannski svolítið ógnvekjandi fyrir vikið líka,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Fram kemur á heimasíðu Öryggismiðstöðvarinnar að við verðmætaflutninga sé fyllsta öryggis gætt með „sérhæfðri þjálfun“ og öryggisverðir og bílar séu búnir „öflugum varnar- og samskiptabúnaði“. Þó liggur fyrir að þjófarnir voru aðeins tæpa mínútu að brjótast inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar og hafa peningana á brott. Bryndís segir samstarfið við Öryggismiðstöðina hafa verið gott. Ekki sé horft til þess að endurskoða það samstarf. „Við munum fara yfir alla ferla með þeim og ég býst við, eða það segir sig sjálft, að það verði gerðar breytingar á ferlum sem snúa beint að okkur og svo sem snúa að þeim innanhúss.“ Ekkert fjárhagslegt tjón Það blasi þó við að þau hjá Happdrættinu hafi nú áhyggjur af því að mál af sama meiði komi upp í framtíðinni. Að einhverjir aðrir úti í bæ séu að horfa og hugsi, þarna gætu leynst tækifæri? „Já, að sjálfsögðu og það er eðlilegt framhald. Og þess vegna erum við að eiga þetta samtal við Öryggismiðstöðina um hvernig sé hægt að efla þessi öryggismál í kringum þessa verðmætaflutninga og hvað hægt er að gera,“ segir Bryndís. Lögregla segir að þjófarnir hafi stolið um tuttugu til þrjátíu milljónum króna en Bryndís vill ekkert staðfesta um upphæðina. Peningarnir voru tryggðir og Happdrættið verður því ekki fyrir neinu tjóni. Og það hlýtur að vera talsverður léttir? „Já, þú getur rétt ímyndað þér það.“ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Fjárhættuspil Tengdar fréttir Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Þjófanna enn leitað og óvíst hvenær Bláa lónið opnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með peningaráninu sem framið var í Hamraborg í Kópavogi í fyrradag. 27. mars 2024 11:36 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru að sækja spilakassafé fyrir Happdrætti Háskólans inni á barnum Catalinu í Hamraborg í fyrradag þegar þjófarnir tveir brutust inn í bíl þeirra og stálu peningum sem var nýbúið að sækja af Vídjómarkaðnum hinum megin við götuna. „Okkur var verulega brugðið enda er þetta óvenjulegur atburður og fátítt í okkar samfélagi. En á móti var manni svo létt þegar maður frétti það að það hefði enginn slasast í þessu innbroti. Þetta er einstakt og kannski svolítið ógnvekjandi fyrir vikið líka,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Fram kemur á heimasíðu Öryggismiðstöðvarinnar að við verðmætaflutninga sé fyllsta öryggis gætt með „sérhæfðri þjálfun“ og öryggisverðir og bílar séu búnir „öflugum varnar- og samskiptabúnaði“. Þó liggur fyrir að þjófarnir voru aðeins tæpa mínútu að brjótast inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar og hafa peningana á brott. Bryndís segir samstarfið við Öryggismiðstöðina hafa verið gott. Ekki sé horft til þess að endurskoða það samstarf. „Við munum fara yfir alla ferla með þeim og ég býst við, eða það segir sig sjálft, að það verði gerðar breytingar á ferlum sem snúa beint að okkur og svo sem snúa að þeim innanhúss.“ Ekkert fjárhagslegt tjón Það blasi þó við að þau hjá Happdrættinu hafi nú áhyggjur af því að mál af sama meiði komi upp í framtíðinni. Að einhverjir aðrir úti í bæ séu að horfa og hugsi, þarna gætu leynst tækifæri? „Já, að sjálfsögðu og það er eðlilegt framhald. Og þess vegna erum við að eiga þetta samtal við Öryggismiðstöðina um hvernig sé hægt að efla þessi öryggismál í kringum þessa verðmætaflutninga og hvað hægt er að gera,“ segir Bryndís. Lögregla segir að þjófarnir hafi stolið um tuttugu til þrjátíu milljónum króna en Bryndís vill ekkert staðfesta um upphæðina. Peningarnir voru tryggðir og Happdrættið verður því ekki fyrir neinu tjóni. Og það hlýtur að vera talsverður léttir? „Já, þú getur rétt ímyndað þér það.“
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Fjárhættuspil Tengdar fréttir Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Þjófanna enn leitað og óvíst hvenær Bláa lónið opnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með peningaráninu sem framið var í Hamraborg í Kópavogi í fyrradag. 27. mars 2024 11:36 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04
Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04
Þjófanna enn leitað og óvíst hvenær Bláa lónið opnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með peningaráninu sem framið var í Hamraborg í Kópavogi í fyrradag. 27. mars 2024 11:36