Óvíst hvort heiðin opni í dag og illfært um Tröllaskaga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 11:36 Hér má sjá útsýni vefmyndavélari Vegagerðarinnar til vesturs á Öxnadalsheiði klukkan hálf tólf í dag. Vegagerðin Hringvegurinn er lokaður um Öxnadalsheiði, sem og Möðrudal- og Mývatnsöræfi, og óvist hvort hægt verður að opna hann í dag. Vegir á Tröllaskaga eru opnir en illa færir, og því skiptir búnaður og reynsla ökumanna sem ætla að fara þar um öllu máli Margir íbúar suðvesturhornsins stefna eflaust að heimferð utan af landi í dag. Færð á vegum á norðanverðu landinu er víða slæm, til að mynda er Öxnadalsheiði lokuð. Því þurfa ferðalangar að fara aðrar leiðir til sinna heima. Samskiptastjóri Vegagerðarinnar segir ekki víst að Öxnadalsheiði verði opnuð í dag. „Það er verið að vinna í því. Það er blint og töluvert mikill snjór. Við reiknum frekar með því að hún opni, en ég vil ekki lofa neinu,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Fólk sem hyggi á suðurferð geti farið aðrar leiðir, en verði að kanna aðstæður vel. „Það er náttúrulega fært um Tröllaskagann. Það er verið að vinna á Siglufjarðarvegi og hann er opinn. En það er ekki sérlega gott færi þar og ekki mikið ferðaveður.“ Myndirðu frekar ráða fólki gegn því að fara þá leið og bíða frekar? „Fólk verður aðallega að skoða aðstæður á Umferðin.is eða hringja í 17 77 og fylgjast vel með hvað er að gerast. Fólk verður náttúrulega að meta það sjálft, það skiptir öllu máli hvernig þú ert útbúinn og hvað þú ert vanur að keyra að vetri til.“ Útlit sé fyrir að ökumenn á verr búnum bílum gætu lent í vandræðum. „Þannig að það er um að gera að frekar bíða af sér veðrið ef það er mögulegt.“ Breytt spá setur strik í reikninginn Menn hafi átt von á að veðrið á norðanverðu landinu skánaði fyrr en raun ber vitni. „En nú er spáin að breytast, þannig að það er reiknað með að það lægi ekkert fyrr en í nótt og ástandið skáni ekkert fyrr en þá.“ Hringvegurinn er um Möðrudals- og Mývatnsöræfi var lokaður fyrr í dag, en hefur verið opnaður. „Við vinnum að fullu í þessu en veðrið ræður náttúrulega mjög miklu, og ef það heldur áfram þá er erfiðara við það að eiga.“ Fréttin var uppfærð klukkan 13:00 með upplýsingum um opnun vega um Möðrudals- og Mývatnsöræfi. Færð á vegum Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23 Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Margir íbúar suðvesturhornsins stefna eflaust að heimferð utan af landi í dag. Færð á vegum á norðanverðu landinu er víða slæm, til að mynda er Öxnadalsheiði lokuð. Því þurfa ferðalangar að fara aðrar leiðir til sinna heima. Samskiptastjóri Vegagerðarinnar segir ekki víst að Öxnadalsheiði verði opnuð í dag. „Það er verið að vinna í því. Það er blint og töluvert mikill snjór. Við reiknum frekar með því að hún opni, en ég vil ekki lofa neinu,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Fólk sem hyggi á suðurferð geti farið aðrar leiðir, en verði að kanna aðstæður vel. „Það er náttúrulega fært um Tröllaskagann. Það er verið að vinna á Siglufjarðarvegi og hann er opinn. En það er ekki sérlega gott færi þar og ekki mikið ferðaveður.“ Myndirðu frekar ráða fólki gegn því að fara þá leið og bíða frekar? „Fólk verður aðallega að skoða aðstæður á Umferðin.is eða hringja í 17 77 og fylgjast vel með hvað er að gerast. Fólk verður náttúrulega að meta það sjálft, það skiptir öllu máli hvernig þú ert útbúinn og hvað þú ert vanur að keyra að vetri til.“ Útlit sé fyrir að ökumenn á verr búnum bílum gætu lent í vandræðum. „Þannig að það er um að gera að frekar bíða af sér veðrið ef það er mögulegt.“ Breytt spá setur strik í reikninginn Menn hafi átt von á að veðrið á norðanverðu landinu skánaði fyrr en raun ber vitni. „En nú er spáin að breytast, þannig að það er reiknað með að það lægi ekkert fyrr en í nótt og ástandið skáni ekkert fyrr en þá.“ Hringvegurinn er um Möðrudals- og Mývatnsöræfi var lokaður fyrr í dag, en hefur verið opnaður. „Við vinnum að fullu í þessu en veðrið ræður náttúrulega mjög miklu, og ef það heldur áfram þá er erfiðara við það að eiga.“ Fréttin var uppfærð klukkan 13:00 með upplýsingum um opnun vega um Möðrudals- og Mývatnsöræfi.
Færð á vegum Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23 Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23
Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent