Íslenskir bræður við upptök skjálftans: „Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2024 12:10 Þessa mynd tók Þorsteinn í Hualien-borg fyrr í dag. Rauðleita byggingin til vinstri er að hruni komin eftir jarðskjálftann og hallar ískyggilega. Þorsteinn Kristinsson Að minnsta kosti níu eru látnir og 800 slasaðir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,4 reið yfir á Taívan í nótt. Íslendingur á upptakasvæðinu fylgdist með umferð stöðvast og hlutum hrynja þegar jörð tók að skjálfa. Hann og bróðir hans þurftu að flýja inn í land í skyndi þegar flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út. Jarðskjálftinn er sá stærsti á Taívan í aldarfjórðung og átti upptök sín í Hualien-héraði, skammt frá Hualein-borg, þar sem miklar skemmdir urðu á húsum. Héraðið er fjalllent og skjálftinn framkallaði miklar skriður og grjóthrun; að minnsta kosti fimm létust þegar þeir urðu fyrir steinum sem ultu niður fjallshlíðar. Skjálftinn fannst auk þess vel í höfuðborginni Taipei þar sem háhýsi sveifluðust til. „Laukheppnir“ að hafa ekki verið komnir lengra Þorsteinn Kristinsson alþjóðastjórnmálafræðingur býr í Taipei en er staddur í Hualein-borg. Hann var að hjóla með bróður sínum norður af borginni þegar skjálftinn reið yfir. „Það fer allt alveg á hreyfingu, maður heldur fyrst að það sé sprungið dekkið eða sé eitthvað að hjólinu en svo sér maður að allar byggingar eru á fullri ferð. Bróðir minn datt í jörðina en ég náði einhvern veginn að standa þetta af mér. Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja,“ segir Þorsteinn. Hann og bróðir hans hafa undanfarið verið að hjóla í nágrenni borgarinnar. „Við erum eiginlega laukheppnir að hafa ekki verð búnir að hjóla lengra þegar þetta gerðist. Við höfðum verið á þessum vegum í fjallshlíðinni þar sem hrundi mest á. Ef þetta hefði gerst einum, tveimur tímum seinna.“ Þorsteinn Kristinsson (t.h.) og bróðir hans á ferð um fjallshlíðar við Hualien-borg í gær, nokkru áður en jarðskjálftinn reið yfir.Þorsteinn Kristinsson Ekki hægt að bera saman við íslensku skjálftana Skömmu síðar byrjuðu sírenur að hljóma og þeir bræður fengu flóðbylgjuviðvaranir í síma sína. Þá hjóluðu þeir með hraði inn í land til að komast enn hærra yfir sjávarmál. Voruði ekkert hræddir þegar þið fenguð svoleiðis meldingar? „Nei. Við vorum búnir að standa af okkur mesta skjálftann og vorum ágætlega inni í landi þannig að við vorum sæmilega öruggir með það, héldum við. Þannig að það var allt í lagi.“ Grjóthrun hefur sett samgöngur til og frá Hualien úr skorðum. Bræðurnir eru fastir í borginni þar til á morgun. Þorsteinn er staddur í miðbænum og segir talsverða eyðileggingu blasa við. Þá er öll starfsemi í borginni í algjöru lágmarki. „Fólk er náttúrulega slegið eins og gengur en Taívanar eru ýmsu vanir þegar kemur að jarðskjálftum. Fólk tekur þessu með ákveðinni ró en auðvitað er fólki brugðið þegar þetta er svona stórt.“ Hvernig er þetta í samanburði við jarðskjálfta heima á Íslandi? „Þetta er af allt annarri stærðargráðu. Það er mjög erfitt að bera þetta eitthvað saman,“ segir Þorsteinn Kristinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Taívan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Jarðskjálftinn er sá stærsti á Taívan í aldarfjórðung og átti upptök sín í Hualien-héraði, skammt frá Hualein-borg, þar sem miklar skemmdir urðu á húsum. Héraðið er fjalllent og skjálftinn framkallaði miklar skriður og grjóthrun; að minnsta kosti fimm létust þegar þeir urðu fyrir steinum sem ultu niður fjallshlíðar. Skjálftinn fannst auk þess vel í höfuðborginni Taipei þar sem háhýsi sveifluðust til. „Laukheppnir“ að hafa ekki verið komnir lengra Þorsteinn Kristinsson alþjóðastjórnmálafræðingur býr í Taipei en er staddur í Hualein-borg. Hann var að hjóla með bróður sínum norður af borginni þegar skjálftinn reið yfir. „Það fer allt alveg á hreyfingu, maður heldur fyrst að það sé sprungið dekkið eða sé eitthvað að hjólinu en svo sér maður að allar byggingar eru á fullri ferð. Bróðir minn datt í jörðina en ég náði einhvern veginn að standa þetta af mér. Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja,“ segir Þorsteinn. Hann og bróðir hans hafa undanfarið verið að hjóla í nágrenni borgarinnar. „Við erum eiginlega laukheppnir að hafa ekki verð búnir að hjóla lengra þegar þetta gerðist. Við höfðum verið á þessum vegum í fjallshlíðinni þar sem hrundi mest á. Ef þetta hefði gerst einum, tveimur tímum seinna.“ Þorsteinn Kristinsson (t.h.) og bróðir hans á ferð um fjallshlíðar við Hualien-borg í gær, nokkru áður en jarðskjálftinn reið yfir.Þorsteinn Kristinsson Ekki hægt að bera saman við íslensku skjálftana Skömmu síðar byrjuðu sírenur að hljóma og þeir bræður fengu flóðbylgjuviðvaranir í síma sína. Þá hjóluðu þeir með hraði inn í land til að komast enn hærra yfir sjávarmál. Voruði ekkert hræddir þegar þið fenguð svoleiðis meldingar? „Nei. Við vorum búnir að standa af okkur mesta skjálftann og vorum ágætlega inni í landi þannig að við vorum sæmilega öruggir með það, héldum við. Þannig að það var allt í lagi.“ Grjóthrun hefur sett samgöngur til og frá Hualien úr skorðum. Bræðurnir eru fastir í borginni þar til á morgun. Þorsteinn er staddur í miðbænum og segir talsverða eyðileggingu blasa við. Þá er öll starfsemi í borginni í algjöru lágmarki. „Fólk er náttúrulega slegið eins og gengur en Taívanar eru ýmsu vanir þegar kemur að jarðskjálftum. Fólk tekur þessu með ákveðinni ró en auðvitað er fólki brugðið þegar þetta er svona stórt.“ Hvernig er þetta í samanburði við jarðskjálfta heima á Íslandi? „Þetta er af allt annarri stærðargráðu. Það er mjög erfitt að bera þetta eitthvað saman,“ segir Þorsteinn Kristinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur.
Taívan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49