Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2024 21:43 Ívar Orri Kristjánsson gaf átta gul spjöld í kvöld Vísir/Anton Brink Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. „Það var virkilega sterkt að byrja mótið á sigri. Þetta var ekkert frábær frammistaða hjá okkur en í byrjun móts skiptir máli að vinna og byrja vel,“ sagði Damir í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik og Damir var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn og taldi Blika vera óheppna að hafa ekki verið 2-0 yfir þar sem Kristinn Steindórsson átti skot í stöngina. „Það var gott að vera yfir í hálfleik en við hefðum getað verið 2-0 yfir þar sem Kristinn átti skot í stöngina en þetta var fínasti leikur.“ FH-ingar voru allt annað en sáttir þegar að Damir tók niður Sigurð Bjart Hallsson inn í vítateig en samkvæmt Damir var boltinn á milli. „Boltinn var á milli og ég ætlaði að sparka í boltann og hann líka og við spörkuðum í hvorn annan. Þetta var 50-50 og hann hefði geta dæmt víti en gerði það ekki.“ Damir hrósaði Benjamin Stokke, leikmanni Breiðabliks, sem kom inn á og skoraði. „Hann er markaskorari og veit hvar hann á að vera þegar að boltinn dettur eins og sást í leiknum.“ Nýjar áherslur dómara hafa vakið gríðarlega athygli þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert og Damir var ekki ánægður með þá breytingu.„Ég skal vera alveg hreinskilinn og mér finnst þetta vera algjört kjaftæði. Það má alveg sýna tilfinningar inn á fótboltavelli, hvort sem það sé að fórna höndum eða öskra á dómarana. Þeir hafa öskrað á okkur líka og ég veit ekki hvaða bull þetta er.“ „Það hefur enginn komið til okkar og sagt okkur frá þessu. Bara sleppa þessu bulli,“ sagði Damir að lokum ekki sáttur með breyttar áherslur dómara. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Sjá meira
„Það var virkilega sterkt að byrja mótið á sigri. Þetta var ekkert frábær frammistaða hjá okkur en í byrjun móts skiptir máli að vinna og byrja vel,“ sagði Damir í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik og Damir var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn og taldi Blika vera óheppna að hafa ekki verið 2-0 yfir þar sem Kristinn Steindórsson átti skot í stöngina. „Það var gott að vera yfir í hálfleik en við hefðum getað verið 2-0 yfir þar sem Kristinn átti skot í stöngina en þetta var fínasti leikur.“ FH-ingar voru allt annað en sáttir þegar að Damir tók niður Sigurð Bjart Hallsson inn í vítateig en samkvæmt Damir var boltinn á milli. „Boltinn var á milli og ég ætlaði að sparka í boltann og hann líka og við spörkuðum í hvorn annan. Þetta var 50-50 og hann hefði geta dæmt víti en gerði það ekki.“ Damir hrósaði Benjamin Stokke, leikmanni Breiðabliks, sem kom inn á og skoraði. „Hann er markaskorari og veit hvar hann á að vera þegar að boltinn dettur eins og sást í leiknum.“ Nýjar áherslur dómara hafa vakið gríðarlega athygli þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert og Damir var ekki ánægður með þá breytingu.„Ég skal vera alveg hreinskilinn og mér finnst þetta vera algjört kjaftæði. Það má alveg sýna tilfinningar inn á fótboltavelli, hvort sem það sé að fórna höndum eða öskra á dómarana. Þeir hafa öskrað á okkur líka og ég veit ekki hvaða bull þetta er.“ „Það hefur enginn komið til okkar og sagt okkur frá þessu. Bara sleppa þessu bulli,“ sagði Damir að lokum ekki sáttur með breyttar áherslur dómara.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Sjá meira