Óku í hlið bíls til að stöðva ofsaakstur á Akranesi Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 08:00 Ofsaaksturinn átti sér stað á Akranesi árið 2022. Vísir/Arnar Ungur karlmaður hlaut á dögunum þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja brota. Annars vegar var hann ákærður fyrir að hrækja á andlit lögreglumanns. Hins vegar var honum gefið að sök að stela bíl og aka honum ansi glæfralega, þangað til lögregla stöðvaði för hans með því að keyra í hlið bílsins. Talsvert ítarlegri lýsingu er að finna á síðara brotinu í ákæru málsins. Ofsaaksturinn átti sér stað þann fjórða maí 2022 á Akranesi. Manninum var gefið að sök að taka bílinn í heimildarleysi og aka henni þrátt fyrir að vera undir áhrifum fíkniefna og ekki með ökuskírteini. Fram kemur í ákærunni að í blóðsýnapróf hafi leitt í ljós að hann hafi bæði verið undir áhrifum áfengis og amfetamíns. Atvikinu er lýst þannig að maðurinn hafi ekið bílnum „án nægilegrar tillitssemi og varúðar” um bílastæði á Akranesi, og þaðan yfir graskannt og inn á annað bílastæði. Þar virðist lögreglan hafa skorist í leikinn, en fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn, og þá hófst eftirför hennar. Þá er maðurinn sagður hafa ekið bílnum að enda bílastæðisins og út af því með því að keyra yfir gangstétt og grasflöt, og síðan út á akbraut. Þaðan keyrði maðurinn á enn eitt bílastæðið og stöðvaði bílinn. Lögregla ætlaði þá að hafa afskipti af honum, en þá ók hann aftur af stað. Þar á eftir stöðvaði lögreglan aksturinn með því að aka í hlið bílsins. Sagðist ekki bera ábyrgð á tjóninu Maðurinn játaði sök. Við ákvörðun refsingar hans var litið til ungs aldurs hans og að hann hafi ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundindóm, og þá er hann sviptur ökuréttindum í ellefu mánuði. Hann hins vegar hafnaði bótakröfu eiganda bílsins, sem hljóðaði upp á 600 þúsund krónur. Hann vildi meina að vísa ætti kröfunni frá dómi þar sem hann hefði ekki verið ákærður fyrir að valda tjóni á bílnum, og að tjónið á henni væri ekki bein afleiðing af refsiverðri háttsemi sinni. Tjónið varð eftir að lögregla ók í hlið bílsins. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri ábyrgur fyrir tjóninu, þar sem hún stæði í nægjanlegum tengslum með sakarefnið. Hann hefði tekið bílinn í heimildarleysi og lögreglan hefði þvingað hann til að stöðva aksturinn í samræmi um valdheimildir lögreglu um eftirför. „Að mati dómsins bendir allt til þess að aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar og nauðsynlegar til þess að stöðva aksturinn og tryggja öryggi annarra vegfarenda, eins og atvikum var háttað,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir krafðist eigandi bílsins 600 þúsund króna, en dómurinn féllst einungis á 320 þúsund króna bótagreiðslu. Þá er honum gert að greiða 390 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Akranes Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Talsvert ítarlegri lýsingu er að finna á síðara brotinu í ákæru málsins. Ofsaaksturinn átti sér stað þann fjórða maí 2022 á Akranesi. Manninum var gefið að sök að taka bílinn í heimildarleysi og aka henni þrátt fyrir að vera undir áhrifum fíkniefna og ekki með ökuskírteini. Fram kemur í ákærunni að í blóðsýnapróf hafi leitt í ljós að hann hafi bæði verið undir áhrifum áfengis og amfetamíns. Atvikinu er lýst þannig að maðurinn hafi ekið bílnum „án nægilegrar tillitssemi og varúðar” um bílastæði á Akranesi, og þaðan yfir graskannt og inn á annað bílastæði. Þar virðist lögreglan hafa skorist í leikinn, en fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn, og þá hófst eftirför hennar. Þá er maðurinn sagður hafa ekið bílnum að enda bílastæðisins og út af því með því að keyra yfir gangstétt og grasflöt, og síðan út á akbraut. Þaðan keyrði maðurinn á enn eitt bílastæðið og stöðvaði bílinn. Lögregla ætlaði þá að hafa afskipti af honum, en þá ók hann aftur af stað. Þar á eftir stöðvaði lögreglan aksturinn með því að aka í hlið bílsins. Sagðist ekki bera ábyrgð á tjóninu Maðurinn játaði sök. Við ákvörðun refsingar hans var litið til ungs aldurs hans og að hann hafi ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundindóm, og þá er hann sviptur ökuréttindum í ellefu mánuði. Hann hins vegar hafnaði bótakröfu eiganda bílsins, sem hljóðaði upp á 600 þúsund krónur. Hann vildi meina að vísa ætti kröfunni frá dómi þar sem hann hefði ekki verið ákærður fyrir að valda tjóni á bílnum, og að tjónið á henni væri ekki bein afleiðing af refsiverðri háttsemi sinni. Tjónið varð eftir að lögregla ók í hlið bílsins. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri ábyrgur fyrir tjóninu, þar sem hún stæði í nægjanlegum tengslum með sakarefnið. Hann hefði tekið bílinn í heimildarleysi og lögreglan hefði þvingað hann til að stöðva aksturinn í samræmi um valdheimildir lögreglu um eftirför. „Að mati dómsins bendir allt til þess að aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar og nauðsynlegar til þess að stöðva aksturinn og tryggja öryggi annarra vegfarenda, eins og atvikum var háttað,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir krafðist eigandi bílsins 600 þúsund króna, en dómurinn féllst einungis á 320 þúsund króna bótagreiðslu. Þá er honum gert að greiða 390 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Akranes Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent