„Fyrst og fremst bara ljúft“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2024 12:05 Katrín Jakobsdóttir kvaddi forsætisráðuneytis í morgun og stígur nú inn í kosningabaráttu. vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. Dagurinn hófst í forsætisráðuneytinu þar sem Katrín Jakobsdóttir afhenti Bjarna Benediktssyni lykla, eða í raun aðgangspassa, að ráðuneytinu sem hún hefur stýrt í sjö ár og óskaði honum velfarnaðar. Katrín sagðist full tilhlökkunar yfir nýjum kafla en hún stefnir að því að hefja söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð klukkan eitt og þar með formlega kosningabaráttu. Hún sé að kveðja stjórnmálin fyrir fullt og allt. Er ekkert ljúfsárt að kveðja forsætisráðuneytið eftir allan þennan tíma? „Það er fyrst og fremst bara ljúft,“ sagði Katrín og bætti síðan við að það hafi verið forréttindi að gegna embætti forsætisráðherra. Mótmæli eðlilegur þáttur lýðræðis Bjarni sagðist spenntur fyrir komandi verkefnum en á sama tíma stendur yfir undir undirskriftasöfnun undir heitinu „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“ og hafa nú ríflega tíu þúsund manns skrifað þar undir á island.is. Hann segir þetta eðlilegan hluta þess að búa í lýðræði. Fólki sé frjálst að mótmæla en hann sæki stuðning sinn til kjósenda. „Og í síðustu kosningum gekk okkur mjög vel. Við vorum sá flokkur sem fékk flest atkvæði og ég fór inn á þing með flest atkvæði að baki mér. Það dugar mér vel til þess að vera í þeirri stöðu sem ég er í,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson er mættur til starfa í forsætisráðuneytinu á ný.vísir/vilhelm Næst tók Sigurður Ingi Jóhannsson við lyklum að fjármálaráðuneytinu þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kvaddi jafnframt eftir einungis um sex mánuða starf. Hún sagði það hafa verið ætlun sína að vera þar lengur og setja sitt mark á ráðuneytið. „Ég var með mjög skýra sýn á hvað ég ætlaði að gera, þannig að öllum væri það ljóst hvers konar nálgun væri hér í fjármála- og efnahagsráðunyetinu. En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan. Og ég er líka hluti af liði.“ Hún tók síðan sjálf aftur við lyklum að utanríkisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni og sagðist hafa notið sín vel þar. „Ég lagði mig mjög fram um að fólk gæti verið stolt af því hvernig mál eru unnin bæði hér innanlands og utan. Og þar eru málaflokkar sem ég leyfi mér að segja að hafi ekki verið eins mikilvægir í marga áratugi,“ sagði Þórdís. Sigurður Ingi tekur við aðgangspassa á forsætisráðuneytinu - merktum með mynd.vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir tók þá við í innviðaráðuneytinu og sagði að þar yrðu einhverjar áherslubreytingar. „Það segir sig sjálft. Mismunandi reynsla, mismunandi bakgrunnur, mismunandi sýn,“ sagði Svandís. „Mér finnst sjálfri mjög mikilvægt, eins og var raunar sagt í gær, að samgöngusáttmálinn sé í miklum forgrunni og að honum sé lokið. Þannig að það er borgarlínan? „Já, það er borgarlínan.“ Að lokum fékk Bjarkey Olsen lyklana að matvælaráðuneytinu en hún kemur ný inn í ríkisstjórn. Fyrsta verk sé að setja sig inn í málin. „Ég tel mig hafa reynslu og þekkingu til að takast á við þetta verkefni og hlakka óskaplega mikið til,“ sagði Bjarkey. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Dagurinn hófst í forsætisráðuneytinu þar sem Katrín Jakobsdóttir afhenti Bjarna Benediktssyni lykla, eða í raun aðgangspassa, að ráðuneytinu sem hún hefur stýrt í sjö ár og óskaði honum velfarnaðar. Katrín sagðist full tilhlökkunar yfir nýjum kafla en hún stefnir að því að hefja söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð klukkan eitt og þar með formlega kosningabaráttu. Hún sé að kveðja stjórnmálin fyrir fullt og allt. Er ekkert ljúfsárt að kveðja forsætisráðuneytið eftir allan þennan tíma? „Það er fyrst og fremst bara ljúft,“ sagði Katrín og bætti síðan við að það hafi verið forréttindi að gegna embætti forsætisráðherra. Mótmæli eðlilegur þáttur lýðræðis Bjarni sagðist spenntur fyrir komandi verkefnum en á sama tíma stendur yfir undir undirskriftasöfnun undir heitinu „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“ og hafa nú ríflega tíu þúsund manns skrifað þar undir á island.is. Hann segir þetta eðlilegan hluta þess að búa í lýðræði. Fólki sé frjálst að mótmæla en hann sæki stuðning sinn til kjósenda. „Og í síðustu kosningum gekk okkur mjög vel. Við vorum sá flokkur sem fékk flest atkvæði og ég fór inn á þing með flest atkvæði að baki mér. Það dugar mér vel til þess að vera í þeirri stöðu sem ég er í,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson er mættur til starfa í forsætisráðuneytinu á ný.vísir/vilhelm Næst tók Sigurður Ingi Jóhannsson við lyklum að fjármálaráðuneytinu þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kvaddi jafnframt eftir einungis um sex mánuða starf. Hún sagði það hafa verið ætlun sína að vera þar lengur og setja sitt mark á ráðuneytið. „Ég var með mjög skýra sýn á hvað ég ætlaði að gera, þannig að öllum væri það ljóst hvers konar nálgun væri hér í fjármála- og efnahagsráðunyetinu. En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan. Og ég er líka hluti af liði.“ Hún tók síðan sjálf aftur við lyklum að utanríkisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni og sagðist hafa notið sín vel þar. „Ég lagði mig mjög fram um að fólk gæti verið stolt af því hvernig mál eru unnin bæði hér innanlands og utan. Og þar eru málaflokkar sem ég leyfi mér að segja að hafi ekki verið eins mikilvægir í marga áratugi,“ sagði Þórdís. Sigurður Ingi tekur við aðgangspassa á forsætisráðuneytinu - merktum með mynd.vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir tók þá við í innviðaráðuneytinu og sagði að þar yrðu einhverjar áherslubreytingar. „Það segir sig sjálft. Mismunandi reynsla, mismunandi bakgrunnur, mismunandi sýn,“ sagði Svandís. „Mér finnst sjálfri mjög mikilvægt, eins og var raunar sagt í gær, að samgöngusáttmálinn sé í miklum forgrunni og að honum sé lokið. Þannig að það er borgarlínan? „Já, það er borgarlínan.“ Að lokum fékk Bjarkey Olsen lyklana að matvælaráðuneytinu en hún kemur ný inn í ríkisstjórn. Fyrsta verk sé að setja sig inn í málin. „Ég tel mig hafa reynslu og þekkingu til að takast á við þetta verkefni og hlakka óskaplega mikið til,“ sagði Bjarkey.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira