Ætla að fæla barnaníðing úr sundlauginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 12:19 Frá Dalslaug í Úlfarsárdal. Dalslaug Skólastjórinn í Dalskóla í Úlfarsárdal hefur varað foreldra og forráðamenn barna í skólanum við dæmdum kynferðisbrotamanni sem leitar í Dalslaug á skólatíma. Hann spjalli reglulega við drengi í skólasundi. Allt kapp verði lagt á að fæla manninn frá sundlauginni. Þetta kemur fram í pósti Hildar Jóhannesdóttur skólastjóra til foreldra vegna málsins. „Uppgötvast hefur að í sundlaugina á skólasundstíma í 7. bekk, kemur reglulega maður, sem leitar leiða til að spjalla við drengi í skólasundi, um allt milli himins og jarðar. Þessi maður er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hefur afplánað sinn dóm,“ segir Hildur í pósti sínum. Þungir dómar á bakinu Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn að baki tvo fangelsisdóma. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum unglingsdreng og hins vegar fyrir að hafa í fórum sínum gríðarlega mikið magn barnaníðsefnis. Annar dómurinn var á þriðja ár í fangelsi og hitt á fjórða ár. „Okkur þykir alveg ljóst að maðurinn er að mynda tengsl og hugsanlega að reyna að undirbúa vinskap og skuldbindingu við sig á einhvern hátt. Við í skólanum höfum nýlega uppgötvað þetta. Við fórum að safna upplýsingum og rekja málið,“ segir Hildur. Þar hafi þau notið aðstoðar forstöðumanna sundlaugarinnar og sundkennara. Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri Dalskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin á Bessastöðum árið 2020.Kennarasamband Íslands Lögreglunni hafi verið gert viðvart og næst þegar maðurinn komi í hús verði hann kallaður inn til forstöðumanns, ásamt skólastjórnanda og kallað á lögregluna. „Tilgangur viðtalsins er að fæla hann frá lauginni okkar og tilkynna honum að hann verði ekki settur úr augsýn komi hann inn fyrir hússins dyr og lögreglunni gert viðvart og kölluð til.“ Vara nágrannana við Hildur segir að nágrannaskólar hafi verið látnir vita sem og yfirmenn í öllu kerfinu. „Það situr í okkur að nemendur geti verið berskjaldaðir í skólasundi í öllum almenningslaugum gagnvart svona misindismönnum því allar laugar eru opnar öllu fólki. Dómar eru ekki þannig uppkvaðnir að barnaníðingum sé gert að sniðganga almenningsstaði þar sem börn eru að leik og starfi þó formlegri betrun (skilorðs- að óskilorðsbundnum dómi) sé aflokið. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin.“ Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti Hildar Jóhannesdóttur skólastjóra til foreldra vegna málsins. „Uppgötvast hefur að í sundlaugina á skólasundstíma í 7. bekk, kemur reglulega maður, sem leitar leiða til að spjalla við drengi í skólasundi, um allt milli himins og jarðar. Þessi maður er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hefur afplánað sinn dóm,“ segir Hildur í pósti sínum. Þungir dómar á bakinu Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn að baki tvo fangelsisdóma. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum unglingsdreng og hins vegar fyrir að hafa í fórum sínum gríðarlega mikið magn barnaníðsefnis. Annar dómurinn var á þriðja ár í fangelsi og hitt á fjórða ár. „Okkur þykir alveg ljóst að maðurinn er að mynda tengsl og hugsanlega að reyna að undirbúa vinskap og skuldbindingu við sig á einhvern hátt. Við í skólanum höfum nýlega uppgötvað þetta. Við fórum að safna upplýsingum og rekja málið,“ segir Hildur. Þar hafi þau notið aðstoðar forstöðumanna sundlaugarinnar og sundkennara. Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri Dalskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin á Bessastöðum árið 2020.Kennarasamband Íslands Lögreglunni hafi verið gert viðvart og næst þegar maðurinn komi í hús verði hann kallaður inn til forstöðumanns, ásamt skólastjórnanda og kallað á lögregluna. „Tilgangur viðtalsins er að fæla hann frá lauginni okkar og tilkynna honum að hann verði ekki settur úr augsýn komi hann inn fyrir hússins dyr og lögreglunni gert viðvart og kölluð til.“ Vara nágrannana við Hildur segir að nágrannaskólar hafi verið látnir vita sem og yfirmenn í öllu kerfinu. „Það situr í okkur að nemendur geti verið berskjaldaðir í skólasundi í öllum almenningslaugum gagnvart svona misindismönnum því allar laugar eru opnar öllu fólki. Dómar eru ekki þannig uppkvaðnir að barnaníðingum sé gert að sniðganga almenningsstaði þar sem börn eru að leik og starfi þó formlegri betrun (skilorðs- að óskilorðsbundnum dómi) sé aflokið. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin.“
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira