Segir grín Sigmundar hafa ruglað heimilislíf sitt og heitir hefndum Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2024 19:34 Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hefna sín á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni vegna Eurovision-gríns hans. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson virðist ekki ætla að verða við áskorun Sigmundar Davíð um að lýsa Eurovision í ár. Hann segir hrekk Sigmundar hafa ruglað í heimilislífi sínu og heitir andstyggilegum hefndum. Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa. Þorgeir Ástvaldsson ræddi við Brynjar Níelsson á Bylgjunni í dag um málið og spurði hvort að hann hygðist svara kalli Sigmundar Davíðs. Hví er Sigmundi þetta svona mikið mál? „Ég held að hann sé nú bara að stríða mér og það er allt gott um það að segja. Ég mun auðvitað hefna mín þó síðar verði,“ segir Brynjar. „Mér er auðvitað margt til lista lagt en ég held að vera kynnir á Eurovision-kvöldi sé ekki eitt af því. Ég óttast það að ég myndi ná að móðga alla þjóðina áður en við erum komin inn í hálfa keppnina. Þá skiptir ekki máli hvaða kyn það er eða kynþáttur, kynsegin eða kynlausir. Ég held að þetta myndi alltaf enda illa,“ segir hann. Hrekkjalómurinn Sigmundur fundið sitt fórnarlamb „Þegar svona áberandi menn eins og Sigmundur eru annars vegar þá geta þeir komið ýmsu rugli inn í þjóðina og hann er mjög góður í því. Ekki bara við Eurovision heldur líka í pólitík. Hann nær að rugla þjóðina og þarna hefur honum tekist það allsvakalega,“ segir Brynjar um það hvað komi til að Sigmundur hafi fengið þetta á heilann. Brynjar segir þessa hugmynd Sigmundar úr lausu lofti gripna. „Hann er í einhverju hrekkjastuði núna og hefur valið sitt fórnarlamb, sem er ég. Samkvæmt venjulegri skilgreiningu er þetta orðið einelti og jafnvel ofbeldi,“ segir Brynjar. Hefurðu svarað honum eða gefið ávinning um hvar hugur þinn stendur? „Ég hef hreytt í hann ónotum í sms-um. Látið það duga í bili og segi bara við hann að það muni koma, eins og maður segir á útlensku, payback. Og ég er að hugsa það núna,“ segir Brynjar. Ætlar að eiga síðasta orðið Brynjar ætlar sér hrekkinn hafa haft töluverð áhrif en ætli sér að eiga síðasta orðið. Hann segist vera að undirbúa andstyggilegar hefndaraðgerðir. „Þetta hefur ruglað heimilislíf mitt mikið og tölvupóstsamskipti, sms og hringingar hafa aukist mjög mikið út af þessum hrekk. Þannig ég hugsa honum þegjandi þörfina,“ segir hann. Eru menn að hringja með sitt lag og biðja um gott veður? „Nei nei, bara að skora á mig að verða við þessu,“ segir Brynjar. Þú heitir hefndum? „Ég vil alltaf eiga síðasta orðið, ég er þannig maður,“ segir hann. Ertu búinn að formúlera það í hausnum? „Ég er ekki búinn að finna neitt nógu andstyggilegt ennþá en það verður að vera andstyggilegt,“ segir Brynjar að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Eurovision Grín og gaman Reykjavík síðdegis Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa. Þorgeir Ástvaldsson ræddi við Brynjar Níelsson á Bylgjunni í dag um málið og spurði hvort að hann hygðist svara kalli Sigmundar Davíðs. Hví er Sigmundi þetta svona mikið mál? „Ég held að hann sé nú bara að stríða mér og það er allt gott um það að segja. Ég mun auðvitað hefna mín þó síðar verði,“ segir Brynjar. „Mér er auðvitað margt til lista lagt en ég held að vera kynnir á Eurovision-kvöldi sé ekki eitt af því. Ég óttast það að ég myndi ná að móðga alla þjóðina áður en við erum komin inn í hálfa keppnina. Þá skiptir ekki máli hvaða kyn það er eða kynþáttur, kynsegin eða kynlausir. Ég held að þetta myndi alltaf enda illa,“ segir hann. Hrekkjalómurinn Sigmundur fundið sitt fórnarlamb „Þegar svona áberandi menn eins og Sigmundur eru annars vegar þá geta þeir komið ýmsu rugli inn í þjóðina og hann er mjög góður í því. Ekki bara við Eurovision heldur líka í pólitík. Hann nær að rugla þjóðina og þarna hefur honum tekist það allsvakalega,“ segir Brynjar um það hvað komi til að Sigmundur hafi fengið þetta á heilann. Brynjar segir þessa hugmynd Sigmundar úr lausu lofti gripna. „Hann er í einhverju hrekkjastuði núna og hefur valið sitt fórnarlamb, sem er ég. Samkvæmt venjulegri skilgreiningu er þetta orðið einelti og jafnvel ofbeldi,“ segir Brynjar. Hefurðu svarað honum eða gefið ávinning um hvar hugur þinn stendur? „Ég hef hreytt í hann ónotum í sms-um. Látið það duga í bili og segi bara við hann að það muni koma, eins og maður segir á útlensku, payback. Og ég er að hugsa það núna,“ segir Brynjar. Ætlar að eiga síðasta orðið Brynjar ætlar sér hrekkinn hafa haft töluverð áhrif en ætli sér að eiga síðasta orðið. Hann segist vera að undirbúa andstyggilegar hefndaraðgerðir. „Þetta hefur ruglað heimilislíf mitt mikið og tölvupóstsamskipti, sms og hringingar hafa aukist mjög mikið út af þessum hrekk. Þannig ég hugsa honum þegjandi þörfina,“ segir hann. Eru menn að hringja með sitt lag og biðja um gott veður? „Nei nei, bara að skora á mig að verða við þessu,“ segir Brynjar. Þú heitir hefndum? „Ég vil alltaf eiga síðasta orðið, ég er þannig maður,“ segir hann. Ertu búinn að formúlera það í hausnum? „Ég er ekki búinn að finna neitt nógu andstyggilegt ennþá en það verður að vera andstyggilegt,“ segir Brynjar að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Eurovision Grín og gaman Reykjavík síðdegis Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira