„Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2024 16:55 Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur eftir leik. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fjölnir fékk skell gegn Keflavík á heimavelli 69-100. Liðið er því lent 0-2 undir í einvíginu gegn Keflavík í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna. Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var óánægður með annan leikhluta liðsins. „Það kom allt of langur kafli í öðrum leikhluta þar sem við gáfumst upp. Það er sennilega ljótt að segja að við höfum gefist upp en það var vonleysi. Heilt yfir er ég ánægður með varnarleikinn sem er kjánalegt að tala um þar sem við fengum á okkur 100 stig.“ „Sóknarleikurinn var betri hjá okkur en við erum bara að spila við helvíti gott lið. Ég er stoltur af mínu liði og við erum með bakið upp við vegg og við verðum að sjá hvort við náum að töfra fram eitthvað frábært á miðvikudaginn,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. Hallgrímur var allt annað en sáttur með annan leikhluta Fjölnis sem tapaðist með fimmtán stigum og að hans mati tapaðist leikurinn þar. „Við vorum staðar sóknarlega sem gerði það að verkum að þegar að við töpuðum boltanum vorum við ekki í réttum stöðum til þess að hlaupa til baka.“ „Ég kvíði fyrir því að horfa á klippurnar af þessu. Í hugarminni mínu er eins og við höfðum ekki reynt að hlaupa af fullum krafti til baka á þessum 3-4 mínútna kafla. Ég var nýbúinn að taka annað leikhlé þannig það var lítið annað að gera fyrir mig en að standa á hliðarlínunni og öskra.“ Fjölnir gerði lítið til að saxa forskot Keflavíkur niður í síðari hálfleik og Hallgrímur viðurkenndi að það væri mikill munur á liðunum. „Við töluðum um það að vinna hverja einustu baráttu sem við værum í og ætluðum ekki að pæla í mistökunum sem við gerðum á undan eða hafa áhyggjur af mistökum sem myndu gerast í framtíðinni. Svolítið núvitundar dæmi í gangi og við þurfum að vinna með það og halda áfram með skipulagið okkar og sjá hvort við fáum ekki meira sjálfstraust á miðvikudaginn.“ Það var ansi léleg mæting á leikinn og það voru fáir stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Aðspurður hvers vegna áhuginn hjá Grafarvogsbúum væri svona lítill vildi Hallgrímur ekki gera mikið úr því. „Ég er ekkert að pæla í þessu. Það er nógu mikið vesen að stýra liðinu mínu og dómurum í leiðinni. Mér fannst ágætlega mætt en margur vill meira kannski. Ég ætlaði að vinna körfuboltaleik en mér tókst það ekki. Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi,“ sagði Hallgrímur að lokum sem pældi lítið í mætingunni á leikinn. Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Lovísa fer með en Birna Berg situr eftir Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira
„Það kom allt of langur kafli í öðrum leikhluta þar sem við gáfumst upp. Það er sennilega ljótt að segja að við höfum gefist upp en það var vonleysi. Heilt yfir er ég ánægður með varnarleikinn sem er kjánalegt að tala um þar sem við fengum á okkur 100 stig.“ „Sóknarleikurinn var betri hjá okkur en við erum bara að spila við helvíti gott lið. Ég er stoltur af mínu liði og við erum með bakið upp við vegg og við verðum að sjá hvort við náum að töfra fram eitthvað frábært á miðvikudaginn,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. Hallgrímur var allt annað en sáttur með annan leikhluta Fjölnis sem tapaðist með fimmtán stigum og að hans mati tapaðist leikurinn þar. „Við vorum staðar sóknarlega sem gerði það að verkum að þegar að við töpuðum boltanum vorum við ekki í réttum stöðum til þess að hlaupa til baka.“ „Ég kvíði fyrir því að horfa á klippurnar af þessu. Í hugarminni mínu er eins og við höfðum ekki reynt að hlaupa af fullum krafti til baka á þessum 3-4 mínútna kafla. Ég var nýbúinn að taka annað leikhlé þannig það var lítið annað að gera fyrir mig en að standa á hliðarlínunni og öskra.“ Fjölnir gerði lítið til að saxa forskot Keflavíkur niður í síðari hálfleik og Hallgrímur viðurkenndi að það væri mikill munur á liðunum. „Við töluðum um það að vinna hverja einustu baráttu sem við værum í og ætluðum ekki að pæla í mistökunum sem við gerðum á undan eða hafa áhyggjur af mistökum sem myndu gerast í framtíðinni. Svolítið núvitundar dæmi í gangi og við þurfum að vinna með það og halda áfram með skipulagið okkar og sjá hvort við fáum ekki meira sjálfstraust á miðvikudaginn.“ Það var ansi léleg mæting á leikinn og það voru fáir stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Aðspurður hvers vegna áhuginn hjá Grafarvogsbúum væri svona lítill vildi Hallgrímur ekki gera mikið úr því. „Ég er ekkert að pæla í þessu. Það er nógu mikið vesen að stýra liðinu mínu og dómurum í leiðinni. Mér fannst ágætlega mætt en margur vill meira kannski. Ég ætlaði að vinna körfuboltaleik en mér tókst það ekki. Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi,“ sagði Hallgrímur að lokum sem pældi lítið í mætingunni á leikinn.
Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Lovísa fer með en Birna Berg situr eftir Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira