Hættir með Matargjafir á Akureyri með sorg í hjarta Lovísa Arnardóttir skrifar 19. apríl 2024 06:45 Sigrún var kjörin Norðlendingur ársins 2022 fyrir framtakið og segir afar sorglegt að hún þurfi að hætta. Álagið sé bara orðið of mikið. Sigrún Steinarsdóttir hefur síðustu tíu ár rekið Facebook-hópinn Matargjafir á Akureyri og nágrenni. Í hópnum getur fólk séð hvaða matur er í boði í frískáp sem staðsettur er fyrir utan heima hjá henni auk þess sem það getur svo sent umsókn, til hennar, um að fá mataraðstoð í formi Bónuskorts. Sigrún tilkynnti fyrir helgi að vegna mikils álags verði hún að hætta með hópinn. „Með sorg í hjarta hef ég ákveðið að hætta með Matargjafir Akureyri og nágrenni þann 1. maí 2024. Álagið í kringum þessa sjálfboðavinnu hefur verið gríðarlegt fyrir mig og fjölskyldu mína, álag vegna matarkassana sem og öll skilaboðin allan sólarhringinn alla daga ársins,“ segir hún í færslu sem hún birti í grúppunni í vikunni. „Starfsemin hefur falist í því að láta fólk fá mat sem það getur ekki keypt sjálft,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Hún segir að hópurinn hafi verið stofnaður af henni og Sunnu Ósk Jakobsdóttir en að Sunna Ósk hætti nokkru síðan. Sigrún var kjörin Norðlendingur ársins árið 2022 fyrir framtakið. 230 einstaklingar Í hópnum eru alls 3.300 meðlimir og hefur beiðnum fjölgað svakalega síðustu vikur að sögn Sigrúnar. Á sama tíma hefur þeim fækkað sem leggja inn á reikning samtakanna eða gefa mat, en flestir sem gefa þeim fjármagn eru einstaklingar. Sigrún telur að þær séu að styrkja tæplega 230 einstaklinga á mánuði og séu að gefa alls þrjár og hálfa milljón á mánuði í formi Bónuskorta. Að meðaltali er um fimmtán þúsund inn á hverju Bónuskorti. „Ég ræð ekki við þetta. Þetta er fyrir utan heima hjá mér og aðsóknin í matarkassana er orðin svo mikil. Það er stanslaus straumur af fólki. Ég get aldrei farið í frí og þetta er allan sólarhringinn,“ segir Sigrún. Fleiri og fjölbreyttari Hún segir hópinn sem leitar til þeirra orðinn fjölbreyttari síðustu ár. Um sé að ræða fólk sem þiggi atvinnuleysisbætur en einnig eldra fólk og innflytjendur. Hvað varðar ástæðu fjölgunar segir hún það sama og hjá öðrum. Vextir og verðbólga sé há og matarkarfan hafi hækkað í verði. „Millistéttin sem hefur verið að gefa okkur peninga hefur líka minna á milli handanna. Þá er innkoman minni hjá okkur,“ segir Sigrún. Dæmi um það sem fólk hefur getað sótt í matarkassa fyrir utan heimili Sigrúnar. Aðsend Hún er ákveðin í því að losa sig við skápinn þann 1. maí en vonar að einhver annar setji upp skáp hjá sér eins og Rauði krossinn eða Hertex. Fátæktin jókst Hún segir að enginn hafi enn sem komið er ákveðið að taka við rekstrinum en að hún sé í viðræðum við einn einstakling. Hún segir að ef einhver taki við rekstrinum sé ómögulegt að hafa þetta heima. Betra væri að hafa þetta við eitthvað fyrirtæki eða stofnun. „Hugmyndin var upphaflega að vera með mat í frískáp. En svo jókst þetta og fátæktin varð meiri og beiðnum fjölgaði. Þetta varð miklu meira en við sáum fyrir okkur í upphafi. Þetta er miklu meira en 100 prósent starf. Þetta er allan sólarhringinn. Ég þarf yfirleitt að slökkva á símanum um klukkan tíu á kvöldin. Fólk veit ekki hvað það á að gera þegar það á ekki fyrir mat eða nesti fyrir börnin sín. Við erum síðasta úrræðið,“ segir Sigrún og að það gæti oft mikillar örvæntingar hjá fólki þegar það leitar til hennar. „Þess vegna er ofboðslega sorglegt að þetta sé orðið svona. En þetta er orðið svo mikið batterí að ég ræð ekki við þetta.“ Biðlisti um leið og úthlutun er lokið Herdís Helgadóttir hjá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar tekur í sama streng og Sigrún. „Það er töluvert mikil fjölgun. Þetta er vandi sem við sjáum vel að á meðan eftirspurn eftir aðstoð eykst er ekki að aukast fjármagnið til okkar,“ segir Herdís sem starfar hjá Hjálpræðishernum á Akureyri og kemur því að úthlutunum hjá Mæðrastyrksnefnd á Akureyri. Herdís segir fjöldann hafa margfaldast síðustu ár sem til leitar til Mæðrastyrksnefndar á Akureyri.Aðsend Í gær var úthlutun hjá nefndinni og er strax kominn biðlisti í þá næstu. Hún segir að í hverjum mánuði séu um 60 til 70 heimili að leita til þeirra. Fyrir átta árum hafi verið um átta til tíu í heimili í hverri úthlutun. Nú séu þau um 25 til 30. „Við lokum fyrir þegar það er komið upp í 30 því við höfum ekki bolmagn, tíma eða sjálfboðaliða til að aðstoða fleiri.“ Fólk sem til þeirra leitar fær úthlutað inneignarkorti í matvöruverslun sem fer eftir fjölskyldustærð. Herdís segir að hún vonist til þess að geta haldið fjárhæðunum eins og þær eru en ef að eftirspurnin haldi áfram að aukast og fjármagnið haldi ekki í við þurfi nefndin að endurskoða upphæðina. Herdís segir eins og Sigrún að hópurinn sem til þeirra leiti sé fjölbreyttur og það sé gríðarleg aukning. Það muni hafa áhrif þegar Sigrún hættir. Fólk skilur ýmislegt eftir í kassanum fyrir fólk til að taka. Hugmyndin var fyrst að opna frískáp en eftirspurnin varð svo gríðarleg. „Það hefur allur grunnkostnaður hækkað svo mikið. Að borga reikninga, húsaleigu eða lán, er alltaf að verða meira og svigrúmið minna. Á sama tíma er matarkarfan að vera dýrari. Þá er það þungt högg fyrir marga þegar það fækkar í þeim úrræðum sem hægt er að leita til.“ Herdís segir sjóðinn að miklu leyti fjármagnaðan af fyrirtækjum. Það sé einnig hart í ári hjá þeim og því óttist þau að fjármagn muni minnka í sjóðinn. „Þetta er erfitt. Við erum vön að sjá sveiflur í eftirspurn, en þessi hækkun er skarpari og það sem verra er að við sjáum ekkert endilega neina niðursveiflu á móti eða að hún sé á leiðinni.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Herdís er Helgadóttir en ekki Egilsdóttir. Leiðrétt 10.18 þann 20.4.2024. Akureyri Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Efnahagsmál Tengdar fréttir Margir eiga í miklum erfiðleikum með að halda jól Tæpur þriðjungur landsmanna segir krefjandi fyrir sig fjárhagslega að halda jól og tæp tíu prósent eiga í miklum erfiðleikum með hátíðarhöldin. Sjötíu prósent segja jólahaldið þó engin áhrif hafa á skuldastöðu sína. 31. desember 2023 10:11 Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37 Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Sigrún tilkynnti fyrir helgi að vegna mikils álags verði hún að hætta með hópinn. „Með sorg í hjarta hef ég ákveðið að hætta með Matargjafir Akureyri og nágrenni þann 1. maí 2024. Álagið í kringum þessa sjálfboðavinnu hefur verið gríðarlegt fyrir mig og fjölskyldu mína, álag vegna matarkassana sem og öll skilaboðin allan sólarhringinn alla daga ársins,“ segir hún í færslu sem hún birti í grúppunni í vikunni. „Starfsemin hefur falist í því að láta fólk fá mat sem það getur ekki keypt sjálft,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Hún segir að hópurinn hafi verið stofnaður af henni og Sunnu Ósk Jakobsdóttir en að Sunna Ósk hætti nokkru síðan. Sigrún var kjörin Norðlendingur ársins árið 2022 fyrir framtakið. 230 einstaklingar Í hópnum eru alls 3.300 meðlimir og hefur beiðnum fjölgað svakalega síðustu vikur að sögn Sigrúnar. Á sama tíma hefur þeim fækkað sem leggja inn á reikning samtakanna eða gefa mat, en flestir sem gefa þeim fjármagn eru einstaklingar. Sigrún telur að þær séu að styrkja tæplega 230 einstaklinga á mánuði og séu að gefa alls þrjár og hálfa milljón á mánuði í formi Bónuskorta. Að meðaltali er um fimmtán þúsund inn á hverju Bónuskorti. „Ég ræð ekki við þetta. Þetta er fyrir utan heima hjá mér og aðsóknin í matarkassana er orðin svo mikil. Það er stanslaus straumur af fólki. Ég get aldrei farið í frí og þetta er allan sólarhringinn,“ segir Sigrún. Fleiri og fjölbreyttari Hún segir hópinn sem leitar til þeirra orðinn fjölbreyttari síðustu ár. Um sé að ræða fólk sem þiggi atvinnuleysisbætur en einnig eldra fólk og innflytjendur. Hvað varðar ástæðu fjölgunar segir hún það sama og hjá öðrum. Vextir og verðbólga sé há og matarkarfan hafi hækkað í verði. „Millistéttin sem hefur verið að gefa okkur peninga hefur líka minna á milli handanna. Þá er innkoman minni hjá okkur,“ segir Sigrún. Dæmi um það sem fólk hefur getað sótt í matarkassa fyrir utan heimili Sigrúnar. Aðsend Hún er ákveðin í því að losa sig við skápinn þann 1. maí en vonar að einhver annar setji upp skáp hjá sér eins og Rauði krossinn eða Hertex. Fátæktin jókst Hún segir að enginn hafi enn sem komið er ákveðið að taka við rekstrinum en að hún sé í viðræðum við einn einstakling. Hún segir að ef einhver taki við rekstrinum sé ómögulegt að hafa þetta heima. Betra væri að hafa þetta við eitthvað fyrirtæki eða stofnun. „Hugmyndin var upphaflega að vera með mat í frískáp. En svo jókst þetta og fátæktin varð meiri og beiðnum fjölgaði. Þetta varð miklu meira en við sáum fyrir okkur í upphafi. Þetta er miklu meira en 100 prósent starf. Þetta er allan sólarhringinn. Ég þarf yfirleitt að slökkva á símanum um klukkan tíu á kvöldin. Fólk veit ekki hvað það á að gera þegar það á ekki fyrir mat eða nesti fyrir börnin sín. Við erum síðasta úrræðið,“ segir Sigrún og að það gæti oft mikillar örvæntingar hjá fólki þegar það leitar til hennar. „Þess vegna er ofboðslega sorglegt að þetta sé orðið svona. En þetta er orðið svo mikið batterí að ég ræð ekki við þetta.“ Biðlisti um leið og úthlutun er lokið Herdís Helgadóttir hjá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar tekur í sama streng og Sigrún. „Það er töluvert mikil fjölgun. Þetta er vandi sem við sjáum vel að á meðan eftirspurn eftir aðstoð eykst er ekki að aukast fjármagnið til okkar,“ segir Herdís sem starfar hjá Hjálpræðishernum á Akureyri og kemur því að úthlutunum hjá Mæðrastyrksnefnd á Akureyri. Herdís segir fjöldann hafa margfaldast síðustu ár sem til leitar til Mæðrastyrksnefndar á Akureyri.Aðsend Í gær var úthlutun hjá nefndinni og er strax kominn biðlisti í þá næstu. Hún segir að í hverjum mánuði séu um 60 til 70 heimili að leita til þeirra. Fyrir átta árum hafi verið um átta til tíu í heimili í hverri úthlutun. Nú séu þau um 25 til 30. „Við lokum fyrir þegar það er komið upp í 30 því við höfum ekki bolmagn, tíma eða sjálfboðaliða til að aðstoða fleiri.“ Fólk sem til þeirra leitar fær úthlutað inneignarkorti í matvöruverslun sem fer eftir fjölskyldustærð. Herdís segir að hún vonist til þess að geta haldið fjárhæðunum eins og þær eru en ef að eftirspurnin haldi áfram að aukast og fjármagnið haldi ekki í við þurfi nefndin að endurskoða upphæðina. Herdís segir eins og Sigrún að hópurinn sem til þeirra leiti sé fjölbreyttur og það sé gríðarleg aukning. Það muni hafa áhrif þegar Sigrún hættir. Fólk skilur ýmislegt eftir í kassanum fyrir fólk til að taka. Hugmyndin var fyrst að opna frískáp en eftirspurnin varð svo gríðarleg. „Það hefur allur grunnkostnaður hækkað svo mikið. Að borga reikninga, húsaleigu eða lán, er alltaf að verða meira og svigrúmið minna. Á sama tíma er matarkarfan að vera dýrari. Þá er það þungt högg fyrir marga þegar það fækkar í þeim úrræðum sem hægt er að leita til.“ Herdís segir sjóðinn að miklu leyti fjármagnaðan af fyrirtækjum. Það sé einnig hart í ári hjá þeim og því óttist þau að fjármagn muni minnka í sjóðinn. „Þetta er erfitt. Við erum vön að sjá sveiflur í eftirspurn, en þessi hækkun er skarpari og það sem verra er að við sjáum ekkert endilega neina niðursveiflu á móti eða að hún sé á leiðinni.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Herdís er Helgadóttir en ekki Egilsdóttir. Leiðrétt 10.18 þann 20.4.2024.
Akureyri Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Efnahagsmál Tengdar fréttir Margir eiga í miklum erfiðleikum með að halda jól Tæpur þriðjungur landsmanna segir krefjandi fyrir sig fjárhagslega að halda jól og tæp tíu prósent eiga í miklum erfiðleikum með hátíðarhöldin. Sjötíu prósent segja jólahaldið þó engin áhrif hafa á skuldastöðu sína. 31. desember 2023 10:11 Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37 Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Margir eiga í miklum erfiðleikum með að halda jól Tæpur þriðjungur landsmanna segir krefjandi fyrir sig fjárhagslega að halda jól og tæp tíu prósent eiga í miklum erfiðleikum með hátíðarhöldin. Sjötíu prósent segja jólahaldið þó engin áhrif hafa á skuldastöðu sína. 31. desember 2023 10:11
Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37
Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00