Komu saman vegna þrjátíu ára afmælis Pulp Fiction Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2024 10:39 Harvey Keitel, Samuel L. Jackson Uma Thurman og John Travolta á rauða dreglinum. AP Það vantaði ekki stórstjörnurnar þegar haldið var upp á að þrjátíu ár væru í ár liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Pulp Fiction, eða Reyfara eins og myndin var nefnd á íslansku. Margir aðalleikara myndarinnar söfnuðust af því tilefni saman sérstökum viðburði TCM Classic Film Festival í í Chinese Theatre í Los Angeles í gær. Kvikmyndin, sem er í leikstjórn Quentin Tarantino, var á sínum tíma frumsýnd í Cannes í Frakklandi í maí 1994 og átti eftir að njóta gríðarlegra vinsælda um heim allan. Meðal þeirra leikara sem mættu á viðburðinn í gær voru Uma Thurman, sem fór með hlutverk Mia Wallace í myndinni, John Travolta sem túlkaði Vincent Vega, Samuel L. Jackson sem fór með hlutverk Jules Winnfield og Harvey Keitel sem túlkaði The Wolf. Að neðan má sjá myndir af viðburðinum í gær. Fagnaðarfundir John Travolta og Umu Thurman.AP Samuel L. Jackson og eiginkona hans LaTanya Richardson Jackson.AP Phil LaMarr fór með lítið hlutverk í Pulp Fiction.AP Mr Vincent Vega.AP Uma og John tóku vafalaust dansspor á rauða dreglinum.AP Rosanna Arquette var eftirminnileg í hlutverki sínu sem Jody.AP Emma og Tallulah Willis, eiginkona og dóttir leikarans Bruce Willis sem fór með hlutverk Butch í myndinni. Bruce Willis glímir við heilabilun og var ekki viðstaddur viðburðinn í gær.AP Uma Thurman var glæsileg á rauða dreglinum.AP Leikkonan Julia Sweeney lét sig ekki vanta. Hún fór með hlutverk Raquel sem var með karakter. Eða hvað?AP Tallulah Willis, dóttir Bruce WIllis.AP Að neðan má svo sjá stiklu úr myndinni. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndin, sem er í leikstjórn Quentin Tarantino, var á sínum tíma frumsýnd í Cannes í Frakklandi í maí 1994 og átti eftir að njóta gríðarlegra vinsælda um heim allan. Meðal þeirra leikara sem mættu á viðburðinn í gær voru Uma Thurman, sem fór með hlutverk Mia Wallace í myndinni, John Travolta sem túlkaði Vincent Vega, Samuel L. Jackson sem fór með hlutverk Jules Winnfield og Harvey Keitel sem túlkaði The Wolf. Að neðan má sjá myndir af viðburðinum í gær. Fagnaðarfundir John Travolta og Umu Thurman.AP Samuel L. Jackson og eiginkona hans LaTanya Richardson Jackson.AP Phil LaMarr fór með lítið hlutverk í Pulp Fiction.AP Mr Vincent Vega.AP Uma og John tóku vafalaust dansspor á rauða dreglinum.AP Rosanna Arquette var eftirminnileg í hlutverki sínu sem Jody.AP Emma og Tallulah Willis, eiginkona og dóttir leikarans Bruce Willis sem fór með hlutverk Butch í myndinni. Bruce Willis glímir við heilabilun og var ekki viðstaddur viðburðinn í gær.AP Uma Thurman var glæsileg á rauða dreglinum.AP Leikkonan Julia Sweeney lét sig ekki vanta. Hún fór með hlutverk Raquel sem var með karakter. Eða hvað?AP Tallulah Willis, dóttir Bruce WIllis.AP Að neðan má svo sjá stiklu úr myndinni.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira