Gítarleikarinn Duane Eddy er látinn Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2024 13:42 Duane Eddy var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 1994. AP Bandaríski gítarleikarinn Duane Eddy, sem af mörgum er talinn vera einn af upphafsmönnum rokksins, er látinn. Hann varð 86 ára gamall. Eiginkona hans, Deed, segir hann hafa andast af völdum krabbameins í Tennessee síðastliðinn þriðjudag. Duane Eddy, sem var kallaður Konungur twang-sins (e. King of Twang), vann til fjölda Grammy-verðlauna á ferli sínum og átti röð smella á sjötta og sjöunda áratugarins. Hann kom aftur lagi á vinsældarlista með nýrri útgáfu á lagi sínu Peter Gunn árið 1986. Eddy var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 1994. Talsmaður tónlistarmannsins segir í samtali við Variety að Duane Eddy hafi veitt heilli kynslóð gítarista innblástur með sínu einkennandi twang-gítarhljóði sínu. Hann hafi verið fyrsti gítarguð rokksins og einstaklega hógvær og einstakur maður. „Hans verður sárt saknað.“ Í frétt BBC segir að hann hafi verið sjálflærður og á ferli sínum veitt tónlistarfólki – allt frá Bítlunum til Blondie – innblástur. Hann seldi rúmlega 100 milljónir platna á rúmlega sjö áratuga löngum ferli. Bandaríkin Andlát Tónlist Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Eiginkona hans, Deed, segir hann hafa andast af völdum krabbameins í Tennessee síðastliðinn þriðjudag. Duane Eddy, sem var kallaður Konungur twang-sins (e. King of Twang), vann til fjölda Grammy-verðlauna á ferli sínum og átti röð smella á sjötta og sjöunda áratugarins. Hann kom aftur lagi á vinsældarlista með nýrri útgáfu á lagi sínu Peter Gunn árið 1986. Eddy var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 1994. Talsmaður tónlistarmannsins segir í samtali við Variety að Duane Eddy hafi veitt heilli kynslóð gítarista innblástur með sínu einkennandi twang-gítarhljóði sínu. Hann hafi verið fyrsti gítarguð rokksins og einstaklega hógvær og einstakur maður. „Hans verður sárt saknað.“ Í frétt BBC segir að hann hafi verið sjálflærður og á ferli sínum veitt tónlistarfólki – allt frá Bítlunum til Blondie – innblástur. Hann seldi rúmlega 100 milljónir platna á rúmlega sjö áratuga löngum ferli.
Bandaríkin Andlát Tónlist Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira