Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2024 09:53 Elín Hirst og fleiri aðstandendur íbúa Sóltúns hafa áhyggjur af því að fyrirhugaðar framkvæmdir muni valda íbúum miklum óþægindum Vísir Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. Í morgun birtist pistill á Vísi eftir Elínu Hirst aðstandenda þar sem fram kom að framkvæmdirnar muni hafa í för með sér mikinn hávaða, mengun og annað ónæði. Hún segir að fæst okkar hafi áhuga á því að búa í húsnæði sem er í smíðum, og hvað þá sjúklingar á Sóltúni, sem eru viðkvæmur hópur. Síðustu ævidagar þeirra verði því afar nöturlegir. Hún segir hóp aðstandenda hafa tekið sig saman um að standa vörð um velferð íbúa Sóltúns og hafa leitað til yfirvalda með kröfu um að tafarlaust verði hætt við þessar glórulausu framkvæmdir. Of mikið rask fyrir aldraða og sjúka íbúa Elín segir í samtali við fréttastofu að hún hafi áhyggjur af íbúum Sóltúns, sem séu sjúkir og aldraðir. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu alltof mikið rask fyrir fólk í þessari stöðu. Hópurinn sé viðkvæmur og geti ekki staðið fyrir máli sínu sjálfur, þess vegna skerist aðstandendur í leikinn og mótmæli. Elín segir að hjúkrunarheimilið Sóltún sé að öðru leyti mjög gott hjúkrunarheimili og fjölskyldan hennar hafi verið mjög ánægð með þjónustuna þar. „En maður getur bara ekkert búið á stað þar sem það eru byggingaframkvæmdir. Það er rosalegur hávaði sem fylgir, og ryk, of mikill umgangur, það er verið að bora, það er verið að fræsa, þetta er bara víðamikið verk sem verður,“ segir Elín. Hún segist beina orðum sínum til stjórnvalda, til heilbrigðisyfirvalda. Elín hefur mjög miklar áhyggjur af þessu, en framkvæmdirnar fari að bresta á. Vísir hefur sent skriflegar spurningar um málið til forstöðumanna Sóltúns og bíður svara. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Í morgun birtist pistill á Vísi eftir Elínu Hirst aðstandenda þar sem fram kom að framkvæmdirnar muni hafa í för með sér mikinn hávaða, mengun og annað ónæði. Hún segir að fæst okkar hafi áhuga á því að búa í húsnæði sem er í smíðum, og hvað þá sjúklingar á Sóltúni, sem eru viðkvæmur hópur. Síðustu ævidagar þeirra verði því afar nöturlegir. Hún segir hóp aðstandenda hafa tekið sig saman um að standa vörð um velferð íbúa Sóltúns og hafa leitað til yfirvalda með kröfu um að tafarlaust verði hætt við þessar glórulausu framkvæmdir. Of mikið rask fyrir aldraða og sjúka íbúa Elín segir í samtali við fréttastofu að hún hafi áhyggjur af íbúum Sóltúns, sem séu sjúkir og aldraðir. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu alltof mikið rask fyrir fólk í þessari stöðu. Hópurinn sé viðkvæmur og geti ekki staðið fyrir máli sínu sjálfur, þess vegna skerist aðstandendur í leikinn og mótmæli. Elín segir að hjúkrunarheimilið Sóltún sé að öðru leyti mjög gott hjúkrunarheimili og fjölskyldan hennar hafi verið mjög ánægð með þjónustuna þar. „En maður getur bara ekkert búið á stað þar sem það eru byggingaframkvæmdir. Það er rosalegur hávaði sem fylgir, og ryk, of mikill umgangur, það er verið að bora, það er verið að fræsa, þetta er bara víðamikið verk sem verður,“ segir Elín. Hún segist beina orðum sínum til stjórnvalda, til heilbrigðisyfirvalda. Elín hefur mjög miklar áhyggjur af þessu, en framkvæmdirnar fari að bresta á. Vísir hefur sent skriflegar spurningar um málið til forstöðumanna Sóltúns og bíður svara.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira