Vann mótið fárveikur og fór á sjúkrahús Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 10:31 Andrey Rublev smellir kossi á verðlaunagripinn eftir sigurinn á Madrid Open. Getty/Clive Brunskill Rússinn Andrey Rublev varð svo að segja að fagna sigrinum á sjúkrahúsi eftir að hafa unnið Madrid Open mótið í tennis í gær, eftir að hafa glímt við veikindi í marga daga. Rublev, sem er 26 ára, vann Felix Auger-Aliassime í tæplega þriggja klukkutíma löngum úrslitaleik í gær; 4-6, 7-5, 7-5, en tilkynnti svo eftir sigurinn að hann væri á leiðinni aftur á sjúkrahús. Rublev hefur nefnilega verið að glíma við veikindi en talið er að hann sé með veirusýkingu. Þá þurfti hann deyfingu vegna mikilla verkja í fæti. Andrey Rublev’s emotional reaction as he wins his 2nd Masters title in Madrid. He falls to the floor and covers his face. This man is just someone you want to see succeed. From struggling to playing some of his best tennis. Resilience. 🥹 pic.twitter.com/awkwjm45lK— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) May 5, 2024 „Ég er enn veikur og á morgun fer ég aftur á sjúkrahúsið til að fá fulla skoðun og komast að því hvað nákvæmlega er í gangi,“ sagði Rublev á blaðamannafundi. „Ég er búinn að vera lasinn í átta eða níu daga núna. Þetta er ekki eðlilegt og mér líður bara ekkert betur, sem er sérstakt því að venjulega er ég bara veikur í 2-3 daga í mesta lagi og fæ kannski hita, en ekkert meira en það. Mér hefur aldrei á ævinni liðið svona illa,“ sagði Rublev sem eins og fyrr segir var líka að drepast í fætinum. „Þeir settu deyfingu í fingurinn fyrir fótinn því að einhvern veginn bólgnaði hann og varð stærri, og það setti þrýsting á beinið og ég get ekki einu sinni farið í skóinn minn. Þetta er svipað og ef að fóturinn hefði brotnað, svo ég fékk deyfingu og gat þá alla vega spilað án þess að hugsa um þetta,“ sagði Rublev. Rublev kom inn í mótið sem sjöundi sterkasti keppandinn en hann vann meðal annars Spánverjann Carlos Alcaraz í átta manna úrslitum, 4-6, 6-3, 6-2. Alcaraz átti titil að verja eftir að hafa unnið mótið tvö ár í röð. Tennis Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sjá meira
Rublev, sem er 26 ára, vann Felix Auger-Aliassime í tæplega þriggja klukkutíma löngum úrslitaleik í gær; 4-6, 7-5, 7-5, en tilkynnti svo eftir sigurinn að hann væri á leiðinni aftur á sjúkrahús. Rublev hefur nefnilega verið að glíma við veikindi en talið er að hann sé með veirusýkingu. Þá þurfti hann deyfingu vegna mikilla verkja í fæti. Andrey Rublev’s emotional reaction as he wins his 2nd Masters title in Madrid. He falls to the floor and covers his face. This man is just someone you want to see succeed. From struggling to playing some of his best tennis. Resilience. 🥹 pic.twitter.com/awkwjm45lK— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) May 5, 2024 „Ég er enn veikur og á morgun fer ég aftur á sjúkrahúsið til að fá fulla skoðun og komast að því hvað nákvæmlega er í gangi,“ sagði Rublev á blaðamannafundi. „Ég er búinn að vera lasinn í átta eða níu daga núna. Þetta er ekki eðlilegt og mér líður bara ekkert betur, sem er sérstakt því að venjulega er ég bara veikur í 2-3 daga í mesta lagi og fæ kannski hita, en ekkert meira en það. Mér hefur aldrei á ævinni liðið svona illa,“ sagði Rublev sem eins og fyrr segir var líka að drepast í fætinum. „Þeir settu deyfingu í fingurinn fyrir fótinn því að einhvern veginn bólgnaði hann og varð stærri, og það setti þrýsting á beinið og ég get ekki einu sinni farið í skóinn minn. Þetta er svipað og ef að fóturinn hefði brotnað, svo ég fékk deyfingu og gat þá alla vega spilað án þess að hugsa um þetta,“ sagði Rublev. Rublev kom inn í mótið sem sjöundi sterkasti keppandinn en hann vann meðal annars Spánverjann Carlos Alcaraz í átta manna úrslitum, 4-6, 6-3, 6-2. Alcaraz átti titil að verja eftir að hafa unnið mótið tvö ár í röð.
Tennis Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sjá meira