Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2024 12:14 Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Unnar Örn Ólafsson formaður FFR vona að samningar takist áður en boðaðar aðgerðir hefjast á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2/Einar Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. Fundað var í deilunni fram á kvöld í gær og deiluaðilar mættu aftur til ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Þegar fréttastofan leit þar við milli klukkan tíu og ellefu hafði enn ekki átt sér stað sameiginlegur fundur stéttarfélaganna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir samninga stranda á nokkrum atriðum sem ekki hafi tekist að koma áfram og því hafi verið ákveðið að hvíla viðræðurnar í gærkvöldi. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR segir ágreining um ófagtengd réttindi varðandi vinnutíma, orlof í fæðingarorlfi og greiðlu yfirvinnu sem þurfi að jafna innan Ísavía. Fyrstu aðgerðir hefjast klukkan 16 á fimmtudag með í ótímabundnu yfirvinnubanni allra starfsmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli. Á sama tíma hefst einnig ótímabundið þjálfunarbann. Ef samningar hafa síðan ekki tekist fyrir næst komandi föstudag leggur starfsfólk sem sinnir öryggisleit niður vinnu frá klukkan fjögur að morgni föstudagsins til klukkan átta. Allar þessar aðgerðir geta raskað áætlunum flugfélaga. Dugi þetta ekki til leggja starfsmenn í öryggisleit einnig niður vinnu frá kl 4 til 8 fimmtudaginn 16. maí, föstudaginn 17. maí og mánudaginn 20. maí. Þóarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir ekki hægt að sætta sig við að kjör fólks í sömu störfum séu ólík milli stéttarfélaga.Stöð 2/Einar Þórarinn Eyfjörð segir stéttarfélögin hafa rætt deiluefnin við Ísavía um langt skeið í samningaviðræðum á undanförnum árum. „Það standa alltaf út af einhver atriði sem við verðum að fara að ná landi með. Það er að segja þetta eru hlutir sem við verðum núna að ná einhvers konar sammkomulagi um þannig að við getum haldið áfram inn í framtíðina. Og þær aðgerðir sem við höfum boðað eru til að knýja á um að hlutirnir séu í lagi,“ segir Þórarinn. Unnar Örn segir fólk í sömu störfum hjá Ísavía en í öðrum stéttarfélögum hafi ekki sömu vinnuskyldu eins og staðan væri nú. Þetta þyrfti að samræma. Þórarinn segir vinnuskylduna og greiðslurnar meira að segja ólíkar á millli félagsmanna Sameykis og FFR. Þetta fyrirkomulag gengi ekki upp og þyrfti að leiðrétta. Báðir segja þeir að ef þessum hindrunum væri rutt úr vegi gætu samningar tekist á skömmum tíma. „Launaliðurinn er kannski ekki alveg klár því það eru þarna flækjur í sambandi við töflu og fleira sem á að leysast. En við ætlum að vera vongóð og full af góðri trú um að við getum stigið yfir þær hindranir sem mæta okkur núna,“ segir Þórarinn Eyfjörð. Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðræður „á viðkvæmu stigi“ og fundi frestað til morguns Fundi stéttarfélaga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. 5. maí 2024 22:41 Tíðindi í kjaradeilu flugvallarstarfsmanna og bein útsending úr Bakgarðshlaupinu Ríkissáttasemjari hefur boðað samningsnefndir Sameykis, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnunefndir til fundar í Karphúsinu á hádegi. Formaður Sameykis er bjartsýnn á að sátt náist í deilunni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 5. maí 2024 11:30 Frestun verkfalla kemur til greina Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á. 5. maí 2024 11:12 Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fundað var í deilunni fram á kvöld í gær og deiluaðilar mættu aftur til ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Þegar fréttastofan leit þar við milli klukkan tíu og ellefu hafði enn ekki átt sér stað sameiginlegur fundur stéttarfélaganna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir samninga stranda á nokkrum atriðum sem ekki hafi tekist að koma áfram og því hafi verið ákveðið að hvíla viðræðurnar í gærkvöldi. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR segir ágreining um ófagtengd réttindi varðandi vinnutíma, orlof í fæðingarorlfi og greiðlu yfirvinnu sem þurfi að jafna innan Ísavía. Fyrstu aðgerðir hefjast klukkan 16 á fimmtudag með í ótímabundnu yfirvinnubanni allra starfsmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli. Á sama tíma hefst einnig ótímabundið þjálfunarbann. Ef samningar hafa síðan ekki tekist fyrir næst komandi föstudag leggur starfsfólk sem sinnir öryggisleit niður vinnu frá klukkan fjögur að morgni föstudagsins til klukkan átta. Allar þessar aðgerðir geta raskað áætlunum flugfélaga. Dugi þetta ekki til leggja starfsmenn í öryggisleit einnig niður vinnu frá kl 4 til 8 fimmtudaginn 16. maí, föstudaginn 17. maí og mánudaginn 20. maí. Þóarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir ekki hægt að sætta sig við að kjör fólks í sömu störfum séu ólík milli stéttarfélaga.Stöð 2/Einar Þórarinn Eyfjörð segir stéttarfélögin hafa rætt deiluefnin við Ísavía um langt skeið í samningaviðræðum á undanförnum árum. „Það standa alltaf út af einhver atriði sem við verðum að fara að ná landi með. Það er að segja þetta eru hlutir sem við verðum núna að ná einhvers konar sammkomulagi um þannig að við getum haldið áfram inn í framtíðina. Og þær aðgerðir sem við höfum boðað eru til að knýja á um að hlutirnir séu í lagi,“ segir Þórarinn. Unnar Örn segir fólk í sömu störfum hjá Ísavía en í öðrum stéttarfélögum hafi ekki sömu vinnuskyldu eins og staðan væri nú. Þetta þyrfti að samræma. Þórarinn segir vinnuskylduna og greiðslurnar meira að segja ólíkar á millli félagsmanna Sameykis og FFR. Þetta fyrirkomulag gengi ekki upp og þyrfti að leiðrétta. Báðir segja þeir að ef þessum hindrunum væri rutt úr vegi gætu samningar tekist á skömmum tíma. „Launaliðurinn er kannski ekki alveg klár því það eru þarna flækjur í sambandi við töflu og fleira sem á að leysast. En við ætlum að vera vongóð og full af góðri trú um að við getum stigið yfir þær hindranir sem mæta okkur núna,“ segir Þórarinn Eyfjörð.
Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðræður „á viðkvæmu stigi“ og fundi frestað til morguns Fundi stéttarfélaga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. 5. maí 2024 22:41 Tíðindi í kjaradeilu flugvallarstarfsmanna og bein útsending úr Bakgarðshlaupinu Ríkissáttasemjari hefur boðað samningsnefndir Sameykis, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnunefndir til fundar í Karphúsinu á hádegi. Formaður Sameykis er bjartsýnn á að sátt náist í deilunni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 5. maí 2024 11:30 Frestun verkfalla kemur til greina Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á. 5. maí 2024 11:12 Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Viðræður „á viðkvæmu stigi“ og fundi frestað til morguns Fundi stéttarfélaga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. 5. maí 2024 22:41
Tíðindi í kjaradeilu flugvallarstarfsmanna og bein útsending úr Bakgarðshlaupinu Ríkissáttasemjari hefur boðað samningsnefndir Sameykis, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnunefndir til fundar í Karphúsinu á hádegi. Formaður Sameykis er bjartsýnn á að sátt náist í deilunni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 5. maí 2024 11:30
Frestun verkfalla kemur til greina Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á. 5. maí 2024 11:12
Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02