Athugasemdir við grein um samgöngumál Þórarinn Hjaltason skrifar 9. maí 2024 13:00 Í gær var birt hér á Vísi þessi grein eftir framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf, Davíð Þorláksson : Vörður á veginum framundan - Vísir (visir.is) Í greininni er töluvert um hálfsannleik og jafnvel hreinar rangfærslur og ástæða til að fara yfir það helsta. Hvað eru eðlilegar umferðartafir? Í greininni er rætt um að umferðartafir í Reykjavík séu ekki eins miklar og sumir halda. Reykjavík sé í 281. sæti af 387 borgum yfir umferðartafir á lista TomTom sem má sjá hér: Traffic Index ranking | TomTom Traffic Index Efst á listanum eru borgir með mestu umferðartafirnar. Látið er að því liggja að Reykjavík sé á eðlilegum stað í röðinni þar eð borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndunum séu á svipuðum stað á listanum. Reykjavík er bílaborg og því eðlilegt að bera hana saman við bílaborgir af svipaðri stærð. Neðst á lista TomTom eru 20 borgir þar sem umferðarástandið er talið gott (merktar með grænu). Allt eru þetta bandarískar bílaborgir sem eru fjölmennari en Reykjavík. Sú fjölmennasta er Phoenix. Um 5 milljón manns búa á Phoenixsvæðinu. Þrátt fyrir það eru umferðartafir ívíð minni þar en á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að geta þess að Reykjavík er í 281. sæti ef miðað er við umferðartafir á svæði með 5 km radíus frá miðborg. Með því að ýta á hnappinn „Metro area“ þá raðast borgirnar eftir umferðartöfum á öllu borgarsvæðinu. Reykjavík (höfuðborgarsvæðið) kemur þá eilítið verr út og færist upp í 265. sæti. Til gamans má geta þess að Los Angeles svæðið er í 281. sæti, þ.e. umferðarástandið er ögn betra þar! Ef allt væri með felldu ætti Reykjavík að vera miklu neðar á lista TomTom. Um síðustu aldamót voru umferðartafir miklu minni í Reykjavík og reyndar höfuðborgarsvæðinu öllu en í dag. Umferðarástandið hafði reyndar þyngst hægt og bítandi síðustu áratugi 20. aldar. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 var gert ráð fyrir mikilli aukningu á flutningsgetu vegakerfisins. Ef sú áætlun hefði verið framkvæmd þá væru umferðartafir í dag svipaðar eða jafnvel minni en þær voru um aldamótin. Getur Borgarlínan hamlað gegn vexti umferðartafa? Í grein framkvæmdastjórans er eftirfarandi setning: „Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum”. Það er sannleikskorn í þessu en engu að síður er London með sínar rómuðu almenningssamgöngur efst á listanum yfir umferðartafir í miðborg! Það fer mjög eftir íbúafjölda, þéttleika byggðar o.fl. hvers árangurs má vænta af fjárfestingum í almenningssamgöngum til að hamla gegn vexti umferðartafa. Miðað við fyrirliggjandi umferðarspár mun Borgarlínan aðeins leiða til þess að bílaumferð verði um 2-3 % minni en ella. Þyngra vegur að fyrirhugað er að fækka akreinum fyrir almenna umferð á nokkrum umferðargötum. Borgarlínan mun því ekki hamla gegn vexti umferðartafa, síður en svo. Í litlum bílaborgum hefur gefist best að byggja upp vegakerfið í takt við fjölgun íbúa. Samgönguskipulag gengur ekki bara út á að hamla gegn vexti umferðartafa. Það er pólitísk ákvörðun hvernig á að skipta tiltæku fjármagni á uppbyggingu innviða fyrir hina ýmsu ferðamáta. Sanngjarnt er að sú skipting sé þannig að hver notandi hvers samkgöngumáta fái sambærilega upphæð í sinn hlut. Flestir eru sammála um að æskilegt sé að bæta heldur meir en því nemur almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gera átak í betri og öruggari innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Reykjavík verður hins vegar bílaborg áfram þrátt fyrir Borgarlínu og offjárfesting í henni borgar sig ekki. Rangfærsla Í niðurlagi greinar framkvæmdastjórans er þessi fullyrðing: „Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar.” Þetta er alvarleg rangfærsla. Á borgarsvæðum Phoenix, Houston, Dallas-Fort Worth og Atlanta hefur tekist ágætlega að hamla gegn vexti umferðartafa, þrátt fyrir að íbúafjöldi þeirra sé á bilinu 5-7 milljón og hefur u.þ.b. tífaldast frá árinu 1950. Umferðartafir eru svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu. Hlutur ferða með almenningssamgöngum er minni en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í þessum borgum er ekki gjaldtaka af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Ofangreind borgarsvæði eru á bilinu 20-30 sinnum fjölmennari en höfuðborgarsvæðið. Rannsóknir hafa sýnt að umferðartafir vaxa með stækkun borgarsvæða. Það blasir því við að það sé tiltölulega auðvelt að hamla gegn vexti umferðartafa hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög sjaldgæft að tekið sé gjald af allri bílaumferð í miðborgum. Það þekkist t.d. ekki í BNA. Þó er fyrirhugað að taka gjald af bílaumferð í miðborg New York á þessu ári. Í BNA er reyndar töluvert um gjaldtöku á einstökum vegum eða sumum akreinum hraðbrauta. Í öllum tilvikum geta ökumenn valið aðra leið (eða aðra akrein) til að komast hjá gjaldtöku en þurfa þá að sætta sig við meiri umferðartafir eða lengri akstursvegalengd. Það er ámælisvert ef samgönguyfirvöld rökstyðja uppbyggingu almenningssamgangna með blekkingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Reykjavík Bandaríkin Þórarinn Hjaltason Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í gær var birt hér á Vísi þessi grein eftir framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf, Davíð Þorláksson : Vörður á veginum framundan - Vísir (visir.is) Í greininni er töluvert um hálfsannleik og jafnvel hreinar rangfærslur og ástæða til að fara yfir það helsta. Hvað eru eðlilegar umferðartafir? Í greininni er rætt um að umferðartafir í Reykjavík séu ekki eins miklar og sumir halda. Reykjavík sé í 281. sæti af 387 borgum yfir umferðartafir á lista TomTom sem má sjá hér: Traffic Index ranking | TomTom Traffic Index Efst á listanum eru borgir með mestu umferðartafirnar. Látið er að því liggja að Reykjavík sé á eðlilegum stað í röðinni þar eð borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndunum séu á svipuðum stað á listanum. Reykjavík er bílaborg og því eðlilegt að bera hana saman við bílaborgir af svipaðri stærð. Neðst á lista TomTom eru 20 borgir þar sem umferðarástandið er talið gott (merktar með grænu). Allt eru þetta bandarískar bílaborgir sem eru fjölmennari en Reykjavík. Sú fjölmennasta er Phoenix. Um 5 milljón manns búa á Phoenixsvæðinu. Þrátt fyrir það eru umferðartafir ívíð minni þar en á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að geta þess að Reykjavík er í 281. sæti ef miðað er við umferðartafir á svæði með 5 km radíus frá miðborg. Með því að ýta á hnappinn „Metro area“ þá raðast borgirnar eftir umferðartöfum á öllu borgarsvæðinu. Reykjavík (höfuðborgarsvæðið) kemur þá eilítið verr út og færist upp í 265. sæti. Til gamans má geta þess að Los Angeles svæðið er í 281. sæti, þ.e. umferðarástandið er ögn betra þar! Ef allt væri með felldu ætti Reykjavík að vera miklu neðar á lista TomTom. Um síðustu aldamót voru umferðartafir miklu minni í Reykjavík og reyndar höfuðborgarsvæðinu öllu en í dag. Umferðarástandið hafði reyndar þyngst hægt og bítandi síðustu áratugi 20. aldar. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 var gert ráð fyrir mikilli aukningu á flutningsgetu vegakerfisins. Ef sú áætlun hefði verið framkvæmd þá væru umferðartafir í dag svipaðar eða jafnvel minni en þær voru um aldamótin. Getur Borgarlínan hamlað gegn vexti umferðartafa? Í grein framkvæmdastjórans er eftirfarandi setning: „Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum”. Það er sannleikskorn í þessu en engu að síður er London með sínar rómuðu almenningssamgöngur efst á listanum yfir umferðartafir í miðborg! Það fer mjög eftir íbúafjölda, þéttleika byggðar o.fl. hvers árangurs má vænta af fjárfestingum í almenningssamgöngum til að hamla gegn vexti umferðartafa. Miðað við fyrirliggjandi umferðarspár mun Borgarlínan aðeins leiða til þess að bílaumferð verði um 2-3 % minni en ella. Þyngra vegur að fyrirhugað er að fækka akreinum fyrir almenna umferð á nokkrum umferðargötum. Borgarlínan mun því ekki hamla gegn vexti umferðartafa, síður en svo. Í litlum bílaborgum hefur gefist best að byggja upp vegakerfið í takt við fjölgun íbúa. Samgönguskipulag gengur ekki bara út á að hamla gegn vexti umferðartafa. Það er pólitísk ákvörðun hvernig á að skipta tiltæku fjármagni á uppbyggingu innviða fyrir hina ýmsu ferðamáta. Sanngjarnt er að sú skipting sé þannig að hver notandi hvers samkgöngumáta fái sambærilega upphæð í sinn hlut. Flestir eru sammála um að æskilegt sé að bæta heldur meir en því nemur almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gera átak í betri og öruggari innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Reykjavík verður hins vegar bílaborg áfram þrátt fyrir Borgarlínu og offjárfesting í henni borgar sig ekki. Rangfærsla Í niðurlagi greinar framkvæmdastjórans er þessi fullyrðing: „Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar.” Þetta er alvarleg rangfærsla. Á borgarsvæðum Phoenix, Houston, Dallas-Fort Worth og Atlanta hefur tekist ágætlega að hamla gegn vexti umferðartafa, þrátt fyrir að íbúafjöldi þeirra sé á bilinu 5-7 milljón og hefur u.þ.b. tífaldast frá árinu 1950. Umferðartafir eru svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu. Hlutur ferða með almenningssamgöngum er minni en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í þessum borgum er ekki gjaldtaka af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Ofangreind borgarsvæði eru á bilinu 20-30 sinnum fjölmennari en höfuðborgarsvæðið. Rannsóknir hafa sýnt að umferðartafir vaxa með stækkun borgarsvæða. Það blasir því við að það sé tiltölulega auðvelt að hamla gegn vexti umferðartafa hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög sjaldgæft að tekið sé gjald af allri bílaumferð í miðborgum. Það þekkist t.d. ekki í BNA. Þó er fyrirhugað að taka gjald af bílaumferð í miðborg New York á þessu ári. Í BNA er reyndar töluvert um gjaldtöku á einstökum vegum eða sumum akreinum hraðbrauta. Í öllum tilvikum geta ökumenn valið aðra leið (eða aðra akrein) til að komast hjá gjaldtöku en þurfa þá að sætta sig við meiri umferðartafir eða lengri akstursvegalengd. Það er ámælisvert ef samgönguyfirvöld rökstyðja uppbyggingu almenningssamgangna með blekkingum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar