„Núna skora ég á Njarðvíkinga að jafna baráttuna í stúkunni“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. maí 2024 22:01 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar lögðu Val af velli í fjórða leik liðana í ljónagryfjunni 91-88 og tryggðu sér um leið oddaleik til að komast í úrslit Subway deildar karla. „Hittum töluvert betur núna heldur en í síðustu tveimur og sérstaklega síðasta leik. Við fengum fleiri hraðaupphlaup en á móti var þetta bara vandræðalegt frákastalega.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld og hélt svo áfram. „Við tökum aðeins níu fráköst í fyrri hálfleik og þrjú þeirra eru svona liðsfráköst þar sem boltinn skoppar útaf og er skráð á mig. Leikmenn voru með sex fráköst í fyrri hálfleik og leyfðu þeim að skora 53 stig en sem betur fer þá kannski lokum við ekki alveg á þá í frákasta baráttunni en við náðum aðeins að hægja á Taiwo og Kidda sem við réðum ekkert við í fyrri hálfleik.“ Valur tóku á sama tíma 30 fráköst og tólf af þeim voru sóknarfráköst. „Þetta var bara vandræðalegt hvað við vorum slappir í fráköstunum í fyrri hálfleik og við Danni urðum bara að láta menn heyra það. Við erum með bakið upp við vegg og við stígum ekki einusinni út. Það voru mikil vonbrigði en sem betur fer þá náðum við aðeins að gera þetta betra. Ekki nægilega gott til þess að maður sé alveg þvílíkt sáttur en við getum ekki látið pakka okkur svona í fráköstum aftur.“ Leikurinn var alveg í járnum og vill Benedikt Guðmundsson meina að Njarðvíkurliðið sé alveg á pari við Valsliðið. „Þetta var bara eins og síðasti leikur. Þetta var bara hver var að fara skora síðustu körfuna nánast. Þetta er alveg ótrúlega jafnt og mér finnst við vera bara algjörlega á pari við þá í þessum leikjum. Þeir eru með menn þarna með mikla þekkingu og það er erfitt að stoppa þá. Við erum svo nálægt því, bara einum leik frá því að komast í finals og ég veit a við munum selja okkur dýrt en Valsliðið hefur nátturlega heimavöllinn og það verður væntanlega pökkuð Valshöllin þar sem að tekur ansi marga, töluvert fleirri en Ljónagryfjan gerir þannig núna skora ég á Njarðvíkinga að jafna baráttuna í stúkunni og taka allavega helming. Það myndi hjálpa helling og auka líkurnar á því að við getum gert eitthvað þarna.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Valur Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
„Hittum töluvert betur núna heldur en í síðustu tveimur og sérstaklega síðasta leik. Við fengum fleiri hraðaupphlaup en á móti var þetta bara vandræðalegt frákastalega.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld og hélt svo áfram. „Við tökum aðeins níu fráköst í fyrri hálfleik og þrjú þeirra eru svona liðsfráköst þar sem boltinn skoppar útaf og er skráð á mig. Leikmenn voru með sex fráköst í fyrri hálfleik og leyfðu þeim að skora 53 stig en sem betur fer þá kannski lokum við ekki alveg á þá í frákasta baráttunni en við náðum aðeins að hægja á Taiwo og Kidda sem við réðum ekkert við í fyrri hálfleik.“ Valur tóku á sama tíma 30 fráköst og tólf af þeim voru sóknarfráköst. „Þetta var bara vandræðalegt hvað við vorum slappir í fráköstunum í fyrri hálfleik og við Danni urðum bara að láta menn heyra það. Við erum með bakið upp við vegg og við stígum ekki einusinni út. Það voru mikil vonbrigði en sem betur fer þá náðum við aðeins að gera þetta betra. Ekki nægilega gott til þess að maður sé alveg þvílíkt sáttur en við getum ekki látið pakka okkur svona í fráköstum aftur.“ Leikurinn var alveg í járnum og vill Benedikt Guðmundsson meina að Njarðvíkurliðið sé alveg á pari við Valsliðið. „Þetta var bara eins og síðasti leikur. Þetta var bara hver var að fara skora síðustu körfuna nánast. Þetta er alveg ótrúlega jafnt og mér finnst við vera bara algjörlega á pari við þá í þessum leikjum. Þeir eru með menn þarna með mikla þekkingu og það er erfitt að stoppa þá. Við erum svo nálægt því, bara einum leik frá því að komast í finals og ég veit a við munum selja okkur dýrt en Valsliðið hefur nátturlega heimavöllinn og það verður væntanlega pökkuð Valshöllin þar sem að tekur ansi marga, töluvert fleirri en Ljónagryfjan gerir þannig núna skora ég á Njarðvíkinga að jafna baráttuna í stúkunni og taka allavega helming. Það myndi hjálpa helling og auka líkurnar á því að við getum gert eitthvað þarna.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Valur Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira