Færeyingar misstu af HM sætinu með einu marki Siggeir Ævarsson skrifar 12. maí 2024 18:47 Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði átta mörk í kvöld en það dugði ekki til vísir/Getty Færeyingar þurfa að bíða áfram eftir að komast á heimsmeistaramótið í handbolta en landslið þeirra tapaði með átta mörkum gegn Norður-Makedóníu nú rétt í þessu og samanlagt 61-60. Færeyingar voru í góðri stöðu eftir að hafa unnið fyrri leikinn með sjö mörkum en eftir því sem leið á leikinn í dag syrti í álinn. Staðan í hálfleik 19-15 en eftir tæplega tíu mínútna leik var staðan orðin 24-17 og ljóst að frændur okkar áttu ærið verkefni fyrir höndum. Þeim tókst mest að minnka muninn í sex mörk meðan að heimamenn voru að ýta honum upp í níu og brekkan einfaldlega of brött fyrir Færeyinga sem missa af HM í þetta skiptið en tæpt var það. Í öðrum leikjum dagsins urðu ýmis áhugaverð úrslit. Ítalir lögðu Svartfjallaland með tveimur mörkum og eru því á leiðinni á HM í fyrsta sinn síðan 1997. Slóvenar hefndu fyrir tapið gegn Sviss í fyrri leik liðanna og tryggðu sinn farseðil á mótið. Þá unnu Pólverjar sannfærandi sigur á Slóvakíu eftir að hafa tapað fyrri leiknum með einu marki. Töluverð spenna var í viðureign Spánar og Serbíu þar sem Serbía vann 25-22 en Spánverjar komast áfram 54-53 samanlagt. Þá lögðu Hollendingar Grikki með sex mörkum eftir að hafa tapað fyrri leiknum með fjórum og tryggðu sig áfram 58-56. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Færeyingar voru í góðri stöðu eftir að hafa unnið fyrri leikinn með sjö mörkum en eftir því sem leið á leikinn í dag syrti í álinn. Staðan í hálfleik 19-15 en eftir tæplega tíu mínútna leik var staðan orðin 24-17 og ljóst að frændur okkar áttu ærið verkefni fyrir höndum. Þeim tókst mest að minnka muninn í sex mörk meðan að heimamenn voru að ýta honum upp í níu og brekkan einfaldlega of brött fyrir Færeyinga sem missa af HM í þetta skiptið en tæpt var það. Í öðrum leikjum dagsins urðu ýmis áhugaverð úrslit. Ítalir lögðu Svartfjallaland með tveimur mörkum og eru því á leiðinni á HM í fyrsta sinn síðan 1997. Slóvenar hefndu fyrir tapið gegn Sviss í fyrri leik liðanna og tryggðu sinn farseðil á mótið. Þá unnu Pólverjar sannfærandi sigur á Slóvakíu eftir að hafa tapað fyrri leiknum með einu marki. Töluverð spenna var í viðureign Spánar og Serbíu þar sem Serbía vann 25-22 en Spánverjar komast áfram 54-53 samanlagt. Þá lögðu Hollendingar Grikki með sex mörkum eftir að hafa tapað fyrri leiknum með fjórum og tryggðu sig áfram 58-56.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira