„Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2024 23:04 Hópurinn segir fleiri á leið úr landi en bara þrjár nígerísku konurnar sem voru settar í varðhald á föstudag. Aðsend Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. Samtökin No border sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem fólk var hvatt til þess að mæta upp á Keflavíkurflugvöll og það fullyrt að brottvísunin verði framkvæmd á milli 23 og 01 í nótt og að í flugvélinni yrðu fleiri. Öllum yrði flogið til Frankfurt þar sem þau verða flutt í flugvél á vegum Frontex. „Við erum að dreifa boðskapnum við innganginn á flugvellinum. Láta fólk vita hvað er að gerast í kvöld,“ segir Ragnheiður Freyja Kristínardóttir úr samtökunum No borders en í símanum mátti vel heyra fólk hrópa hátt. Spurð út í fullyrðingar í yfirlýsingu samtakanna um að fleiri en konurnar þrjár verði fluttar úr landi segir Ragnheiður Freyja þau hafa heyrt af fleiri handtökum í dag, aðallega á fólki frá Gana og Nígeríu sem hafi fengið endanlega synjun og eigi að vísa aftur til þessara landa. Þau giski því á að þau séu á leið úr landi í sömu vél og konurnar þrjár. Hópurinn stendur við inngang flugstöðvarinnar. Aðsend Konurnar þrjár, sem verða fluttar úr landi í kvöld, hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag. Til stendur að flytja þær allar til Nígeríu. Konurnar hafa allar lýst því að þær séu þolendur mansals. Þær fengu endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd fyrir um ári síðan. Við það misstu þær rétt á þjónustu og búsetu. Ekki hægt að stöðva brottvísun Lögmaður Blessing, Helgi Þorsteinsson Silva, sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu að hann áætlaði, miðað við svör Útlendingastofnunar, að brottvísun yrði framkvæmd í dag með leiguflugi. Hann hafði ekki nákvæma tímasetningu. Hann sagði jafnframt að þetta yrði líklega endastöðin á þeirri vegferð að koma í veg fyrir brottvísun. Það væri hægt að halda áfram með aðra anga málsins þó í fjarveru kvennanna. „Við erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn í íslensku samfélagi. Það er mjög mörgum misboðið að heyra að fórnarlömbum mansals sé brottvísað frá Íslandi eftir fjögurra til sex ára dvöl. Ég held að það sé tími til kominn að Ísland ákveði hvort það vilji vera þessi jafnréttisparadís sem það segist vera, eða hvort það vilji standa með viðkvæmum hópum. Þetta er ekkert annað en ákvörðun og stefna ríkisstjórnar. Þetta hefur ekkert með fagfólk í kærunefnd eða gera. Heldur bara um stefnu og það er tími til kominn að fólk átti sig á því og ákveði sig hvernig það vilji hafa hlutina hérna,“ segir Ragnheiður Freyja. Um fimmtán til tuttugu eru alls að mótmæla. Aðsend Hún segir samtökin ætla að mótmæla við flugstöðina fram á kvöld og áætlar að þau séu um 15 til 20 að mótmæla. „Ég vil minna á að þetta eru konur sem ekkert hafa unnið sér til saka nema að sækja sér um mannúðlega vernd á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þær hafa fundið fyrir öryggi í sínu lífi. Þær hafa nýtt tímann sinn á Íslandi vel, hafa sótt íslenskunámskeið og hafa reglulega sótt um atvinnuleyfi. Til að nýta tímann sem best og ég skil ekki af hverju það þarf að fara þessa grimmilegu leið í þessu máli. Sérstaklega í máli Blessing sem er með æxli í kviði og er að bíða eftir meðferð.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Gana Nígería Þýskaland Tengdar fréttir Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 „Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03 Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Samtökin No border sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem fólk var hvatt til þess að mæta upp á Keflavíkurflugvöll og það fullyrt að brottvísunin verði framkvæmd á milli 23 og 01 í nótt og að í flugvélinni yrðu fleiri. Öllum yrði flogið til Frankfurt þar sem þau verða flutt í flugvél á vegum Frontex. „Við erum að dreifa boðskapnum við innganginn á flugvellinum. Láta fólk vita hvað er að gerast í kvöld,“ segir Ragnheiður Freyja Kristínardóttir úr samtökunum No borders en í símanum mátti vel heyra fólk hrópa hátt. Spurð út í fullyrðingar í yfirlýsingu samtakanna um að fleiri en konurnar þrjár verði fluttar úr landi segir Ragnheiður Freyja þau hafa heyrt af fleiri handtökum í dag, aðallega á fólki frá Gana og Nígeríu sem hafi fengið endanlega synjun og eigi að vísa aftur til þessara landa. Þau giski því á að þau séu á leið úr landi í sömu vél og konurnar þrjár. Hópurinn stendur við inngang flugstöðvarinnar. Aðsend Konurnar þrjár, sem verða fluttar úr landi í kvöld, hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag. Til stendur að flytja þær allar til Nígeríu. Konurnar hafa allar lýst því að þær séu þolendur mansals. Þær fengu endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd fyrir um ári síðan. Við það misstu þær rétt á þjónustu og búsetu. Ekki hægt að stöðva brottvísun Lögmaður Blessing, Helgi Þorsteinsson Silva, sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu að hann áætlaði, miðað við svör Útlendingastofnunar, að brottvísun yrði framkvæmd í dag með leiguflugi. Hann hafði ekki nákvæma tímasetningu. Hann sagði jafnframt að þetta yrði líklega endastöðin á þeirri vegferð að koma í veg fyrir brottvísun. Það væri hægt að halda áfram með aðra anga málsins þó í fjarveru kvennanna. „Við erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn í íslensku samfélagi. Það er mjög mörgum misboðið að heyra að fórnarlömbum mansals sé brottvísað frá Íslandi eftir fjögurra til sex ára dvöl. Ég held að það sé tími til kominn að Ísland ákveði hvort það vilji vera þessi jafnréttisparadís sem það segist vera, eða hvort það vilji standa með viðkvæmum hópum. Þetta er ekkert annað en ákvörðun og stefna ríkisstjórnar. Þetta hefur ekkert með fagfólk í kærunefnd eða gera. Heldur bara um stefnu og það er tími til kominn að fólk átti sig á því og ákveði sig hvernig það vilji hafa hlutina hérna,“ segir Ragnheiður Freyja. Um fimmtán til tuttugu eru alls að mótmæla. Aðsend Hún segir samtökin ætla að mótmæla við flugstöðina fram á kvöld og áætlar að þau séu um 15 til 20 að mótmæla. „Ég vil minna á að þetta eru konur sem ekkert hafa unnið sér til saka nema að sækja sér um mannúðlega vernd á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þær hafa fundið fyrir öryggi í sínu lífi. Þær hafa nýtt tímann sinn á Íslandi vel, hafa sótt íslenskunámskeið og hafa reglulega sótt um atvinnuleyfi. Til að nýta tímann sem best og ég skil ekki af hverju það þarf að fara þessa grimmilegu leið í þessu máli. Sérstaklega í máli Blessing sem er með æxli í kviði og er að bíða eftir meðferð.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Gana Nígería Þýskaland Tengdar fréttir Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 „Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03 Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55
„Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03
Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08
„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels