Fyrsta flugi Icelandair til Pittsburgh fagnað Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2024 06:01 Tómas Ingasaon, framkvæmdastjóri tekjuþjónustu og markaðssviðs Icelandair, og Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, klippa á borðann í Leifsstöð fyrir brottför. Fyrir aftan er Sigrún Bender flugstjóri og áhöfn hennar sem flaug fyrstu ferð Icelandair til Pittsburgh. KMU Fyrsta áætlunarflugi Icelandair til Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var fagnað með borðaklippingu, bæði við brottför frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og einnig við komuna til Pittsburgh í gærkvöldi. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburgh en borgin er sextándi áfangastaður félagsins í Norður-Ameríku og sá tólfti í Bandaríkjunum. „Norður-Ameríku markaður hefur verið mjög sterkur hjá okkur og hafa Bandaríkjamenn fest sig í sessi sem fjölmennastir ferðamanna sem heimsækja Ísland,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni fyrsta Pittsburgh-flugsins. Klippt á borðann á Pittsburgh-flugvelli við komuna þangað í gærkvöldi. Tómas Ingason, framkvæmdastjóri hjá Icelandair, mundar skærin með ráðamenn flugvallarins sér til aðstoðar.KMU Aðeins eitt annað flugfélag flýgur núna beint milli Evrópu og Pittsburgh en það er British Airways. Breska félagið býður upp á sex ferðir í viku milli London Heathrow og Pittsburgh. „Pittsburgh-flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin,“ segir Bogi. Fjöldi fréttamanna var í flugstöðinni í Pittsburgh til að fjalla um fyrsta flug Icelandair til borgarinnar.KMU Boðið verður upp á fjögur flug í viku fram til októberloka. Fyrsta ferðin í gær, undir stjórn Sigrúnar Bender flugstjóra, var flogin á Boeing 737 MAX 8 og tók flugið tæpar sex klukkustundir. „Við á Keflavíkurflugvelli óskum Icelandair til hamingju með nýjasta áfangastað sinn, Pittsburgh, og erum sannfærð um að viðbótin eigi eftir að skila sér margfalt til flugfélagsins og farþega þess,” segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Það er fagnaðarefni í hvert sinn sem nýr áfangastaður bætist við á Keflavíkurflugvelli. Alþjóðasamtök flugvalla, Airport Council International, segja að 10% aukning í flugtengingum auki hagvöxt um 0,5% og það er ekki hvað síst ástæða til að fagna hverri nýrri viðbót okkar öflugu flugfélaga,” segir Sveinbjörn. TF-ICR, Fögrufjöll, að leggja upp í flugið til Pittsburgh. Hún er af gerðinni Boeing 737 MAX 8KMU Þrjár Boeing MAX eru að bætast í flota Icelandair þetta vorið. Flugflotinn í farþegafluginu mun þá samanstanda af 42 flugvélum, þar af 21 af gerðinni 737 MAX. Pittsburgh er önnur stærsta borg Pennsylvaníu á eftir Philadelphiu. Hún liggur á bökkum þriggja fljóta og er fyrir vikið kölluð borg brúanna. Í frétt frá Icelandair segir að borgin hafi upp á margt að bjóða; menningu, fagurgræna almenningsgarða, áhugaverðar söguslóðir, útivist og íþróttaviðburði. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli myndaði heiðursboga með vatnsbunum þegar flugvél Icelandair lagði upp í fyrsta flugið.Andri Ómarsson/Isavia Halifax á austurströnd Kanada er einnig að bætast við sem áfangastaður á ný hjá Icelandair eftir nokkurra ára hlé. Flugið hefst 31. maí og verður flogið þrisvar í viku fram í miðjan október. Halifax er höfuðborg Nova Scotia og er henni lýst sem lifandi hafnarborg og iðandi miðstöð verslunar og viðskipta. Icelandair Fréttir af flugi Bandaríkin Boeing Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Yfir milljón farþegar fyrstu fjóra mánuði ársins Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Það sem af er ári hefur félagið flutt meira en eina milljón farþega. 6. maí 2024 17:36 Fljúga í fyrsta sinn til Pittsburgh Icelandair eykur framboð og bætir við áfangastöðum í flugáætlun fyrir árið 2024, sem er sú umfangsmesta í sögu félagsins. Halifax og Pittsburgh verða nýir áfangastaðir en félagið hefur aldrei áður boðið upp á flug til síðarnefndu borgarinnar. 2. nóvember 2023 15:36 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Sjá meira
„Norður-Ameríku markaður hefur verið mjög sterkur hjá okkur og hafa Bandaríkjamenn fest sig í sessi sem fjölmennastir ferðamanna sem heimsækja Ísland,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni fyrsta Pittsburgh-flugsins. Klippt á borðann á Pittsburgh-flugvelli við komuna þangað í gærkvöldi. Tómas Ingason, framkvæmdastjóri hjá Icelandair, mundar skærin með ráðamenn flugvallarins sér til aðstoðar.KMU Aðeins eitt annað flugfélag flýgur núna beint milli Evrópu og Pittsburgh en það er British Airways. Breska félagið býður upp á sex ferðir í viku milli London Heathrow og Pittsburgh. „Pittsburgh-flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin,“ segir Bogi. Fjöldi fréttamanna var í flugstöðinni í Pittsburgh til að fjalla um fyrsta flug Icelandair til borgarinnar.KMU Boðið verður upp á fjögur flug í viku fram til októberloka. Fyrsta ferðin í gær, undir stjórn Sigrúnar Bender flugstjóra, var flogin á Boeing 737 MAX 8 og tók flugið tæpar sex klukkustundir. „Við á Keflavíkurflugvelli óskum Icelandair til hamingju með nýjasta áfangastað sinn, Pittsburgh, og erum sannfærð um að viðbótin eigi eftir að skila sér margfalt til flugfélagsins og farþega þess,” segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Það er fagnaðarefni í hvert sinn sem nýr áfangastaður bætist við á Keflavíkurflugvelli. Alþjóðasamtök flugvalla, Airport Council International, segja að 10% aukning í flugtengingum auki hagvöxt um 0,5% og það er ekki hvað síst ástæða til að fagna hverri nýrri viðbót okkar öflugu flugfélaga,” segir Sveinbjörn. TF-ICR, Fögrufjöll, að leggja upp í flugið til Pittsburgh. Hún er af gerðinni Boeing 737 MAX 8KMU Þrjár Boeing MAX eru að bætast í flota Icelandair þetta vorið. Flugflotinn í farþegafluginu mun þá samanstanda af 42 flugvélum, þar af 21 af gerðinni 737 MAX. Pittsburgh er önnur stærsta borg Pennsylvaníu á eftir Philadelphiu. Hún liggur á bökkum þriggja fljóta og er fyrir vikið kölluð borg brúanna. Í frétt frá Icelandair segir að borgin hafi upp á margt að bjóða; menningu, fagurgræna almenningsgarða, áhugaverðar söguslóðir, útivist og íþróttaviðburði. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli myndaði heiðursboga með vatnsbunum þegar flugvél Icelandair lagði upp í fyrsta flugið.Andri Ómarsson/Isavia Halifax á austurströnd Kanada er einnig að bætast við sem áfangastaður á ný hjá Icelandair eftir nokkurra ára hlé. Flugið hefst 31. maí og verður flogið þrisvar í viku fram í miðjan október. Halifax er höfuðborg Nova Scotia og er henni lýst sem lifandi hafnarborg og iðandi miðstöð verslunar og viðskipta.
Icelandair Fréttir af flugi Bandaríkin Boeing Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Yfir milljón farþegar fyrstu fjóra mánuði ársins Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Það sem af er ári hefur félagið flutt meira en eina milljón farþega. 6. maí 2024 17:36 Fljúga í fyrsta sinn til Pittsburgh Icelandair eykur framboð og bætir við áfangastöðum í flugáætlun fyrir árið 2024, sem er sú umfangsmesta í sögu félagsins. Halifax og Pittsburgh verða nýir áfangastaðir en félagið hefur aldrei áður boðið upp á flug til síðarnefndu borgarinnar. 2. nóvember 2023 15:36 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Sjá meira
Yfir milljón farþegar fyrstu fjóra mánuði ársins Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Það sem af er ári hefur félagið flutt meira en eina milljón farþega. 6. maí 2024 17:36
Fljúga í fyrsta sinn til Pittsburgh Icelandair eykur framboð og bætir við áfangastöðum í flugáætlun fyrir árið 2024, sem er sú umfangsmesta í sögu félagsins. Halifax og Pittsburgh verða nýir áfangastaðir en félagið hefur aldrei áður boðið upp á flug til síðarnefndu borgarinnar. 2. nóvember 2023 15:36